Vísar því til föðurhúsanna að hann sé með nýjan pítsustað á prjónunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. maí 2019 13:26 Þórarinn Ævarsson lét af störfum sem framkvæmdastjóri IKEA í gær. Vísir/Ernir „Ég held ég geti bara vísað þessu til föðurhúsanna en svo veit maður ekkert hvað mun gerast. Ég náttúrulega þekki þennan bransa og það getur vel verið að á einhverjum tímapunkti geri maður eitthvað svona en það er alltof snemmt að segja eitthvað til um það,“ segir Þórarinn Ævarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri IKEA, spurður út í það hvort að hann sé með nýjan pítsustað á prjónunum.Fréttablaðið greindi frá því í dag að Þórarinn hefði áform um að opna nýjan pítsustað og hafði eftir heimildum. Þórarinn vildi ekki tjá sig við blaðið við vinnslu fréttarinnar en segir við Vísi að hann hafi látið af störfum hjá IKEA í gær og sé ekki með neitt í pípunum. Þórarinn kom á sínum tíma að því að opna Domino‘s hér á landi og veitti fyrirtækinu forystu á árunum 2000 til 2005. „Ég er búinn að fá fullt af tilboðum og er að líta í kringum mig en ætla að slaka aðeins á í vor og sumar. Svo bara sé ég til. Ég er að fara í mjög gott frí, ætla að njóta sumarsins með fjölskyldunni, veiða og ferðast,“ segir Þórarinn. Hann var framkvæmdastjóri IKEA í 14 ár og á morgun verður tilkynnt um hver taki við af honum. Þórarinn tekur sæti í stjórn fyrirtækisins og verður nýjum framkvæmdastjóra innan handar eins og þarf. „Ég tek símann ef hann hringir, svara honum og hjálpa honum eins og ég get. Ég þekki þennan rekstur inn og út og það er mér kappsmál að IKEA gangi vel og að nýjum manni gangi vel,“ segir Þórarinn. IKEA Veitingastaðir Vistaskipti Tengdar fréttir Góð kjör almennings enn þá aðaláhugamálið Í tilkynningu um starfslok Þórarins sem stjórn IKEA sendi út í dag segir að eigendur og stjórn IKEA hafi áform um að starfa með honum á öðrum vettvangi. Þórarinn vill lítið gefa upp um þann vettvang en segir að verið sé að skoða ýmsa möguleika. 16. apríl 2019 16:50 Þórarinn tekur sæti í stjórn IKEA Undirbúningur að ráðningu eftirmanns Þórarins Ævarssonar, framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi, er hafinn og er tilkynningar að vænta um það á næstu vikum, að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórn IKEA. 16. apríl 2019 15:24 Þórarinn er með nýjan pítsustað á prjónunum Þórarinn Ævarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri IKEA, vinnur að því að opna pitsukeðju, samkvæmt heimildum Markaðarins. 1. maí 2019 08:30 Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira
„Ég held ég geti bara vísað þessu til föðurhúsanna en svo veit maður ekkert hvað mun gerast. Ég náttúrulega þekki þennan bransa og það getur vel verið að á einhverjum tímapunkti geri maður eitthvað svona en það er alltof snemmt að segja eitthvað til um það,“ segir Þórarinn Ævarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri IKEA, spurður út í það hvort að hann sé með nýjan pítsustað á prjónunum.Fréttablaðið greindi frá því í dag að Þórarinn hefði áform um að opna nýjan pítsustað og hafði eftir heimildum. Þórarinn vildi ekki tjá sig við blaðið við vinnslu fréttarinnar en segir við Vísi að hann hafi látið af störfum hjá IKEA í gær og sé ekki með neitt í pípunum. Þórarinn kom á sínum tíma að því að opna Domino‘s hér á landi og veitti fyrirtækinu forystu á árunum 2000 til 2005. „Ég er búinn að fá fullt af tilboðum og er að líta í kringum mig en ætla að slaka aðeins á í vor og sumar. Svo bara sé ég til. Ég er að fara í mjög gott frí, ætla að njóta sumarsins með fjölskyldunni, veiða og ferðast,“ segir Þórarinn. Hann var framkvæmdastjóri IKEA í 14 ár og á morgun verður tilkynnt um hver taki við af honum. Þórarinn tekur sæti í stjórn fyrirtækisins og verður nýjum framkvæmdastjóra innan handar eins og þarf. „Ég tek símann ef hann hringir, svara honum og hjálpa honum eins og ég get. Ég þekki þennan rekstur inn og út og það er mér kappsmál að IKEA gangi vel og að nýjum manni gangi vel,“ segir Þórarinn.
IKEA Veitingastaðir Vistaskipti Tengdar fréttir Góð kjör almennings enn þá aðaláhugamálið Í tilkynningu um starfslok Þórarins sem stjórn IKEA sendi út í dag segir að eigendur og stjórn IKEA hafi áform um að starfa með honum á öðrum vettvangi. Þórarinn vill lítið gefa upp um þann vettvang en segir að verið sé að skoða ýmsa möguleika. 16. apríl 2019 16:50 Þórarinn tekur sæti í stjórn IKEA Undirbúningur að ráðningu eftirmanns Þórarins Ævarssonar, framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi, er hafinn og er tilkynningar að vænta um það á næstu vikum, að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórn IKEA. 16. apríl 2019 15:24 Þórarinn er með nýjan pítsustað á prjónunum Þórarinn Ævarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri IKEA, vinnur að því að opna pitsukeðju, samkvæmt heimildum Markaðarins. 1. maí 2019 08:30 Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira
Góð kjör almennings enn þá aðaláhugamálið Í tilkynningu um starfslok Þórarins sem stjórn IKEA sendi út í dag segir að eigendur og stjórn IKEA hafi áform um að starfa með honum á öðrum vettvangi. Þórarinn vill lítið gefa upp um þann vettvang en segir að verið sé að skoða ýmsa möguleika. 16. apríl 2019 16:50
Þórarinn tekur sæti í stjórn IKEA Undirbúningur að ráðningu eftirmanns Þórarins Ævarssonar, framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi, er hafinn og er tilkynningar að vænta um það á næstu vikum, að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórn IKEA. 16. apríl 2019 15:24
Þórarinn er með nýjan pítsustað á prjónunum Þórarinn Ævarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri IKEA, vinnur að því að opna pitsukeðju, samkvæmt heimildum Markaðarins. 1. maí 2019 08:30