Handbolti

Leó Snær áfram í Garðabænum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leó Snær skoraði 79 mörk í Olís-deildinni í vetur.
Leó Snær skoraði 79 mörk í Olís-deildinni í vetur. vísir/bára

Hornamaðurinn Leó Snær Pétursson hefur framlengt samning sinn við Stjörnuna til ársins 2021.

Leó Snær gekk í raðir Stjörnunnar frá Malmö í Svíþjóð 2017.

Í vetur skoraði Leó Snær 79 mörk í 22 leikjum í Olís-deildinni. Í leikjunum þremur gegn Haukum í úrslitakeppninni skoraði hann átta mörk.

Stjarnan endaði í 8. sæti Olís-deildarinnar og tapaði fyrir Haukum, 2-1, í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar. Stjarnan vann stórsigur í öðrum leiknum gegn Haukum, 33-25, sem var fyrsti sigur liðsins í úrslitakeppni í 19 ár.

Leó Snær, sem er fæddur árið 1992, er uppalinn hjá HK og varð Íslandsmeistari með liðinu 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×