Kynferðisleg áreini á Vesturbakkanum Amira Khader skrifar 18. maí 2019 16:41 Ég heiti Amira Khader og er fædd og uppalin í flóttamannabúðum á Vesturbakkanum í Palestínu. Ég er nýútskrifaður lögfræðingur sem er í starfsnámi og er einnig meistaranemi í miðausturlandafræðum við Birzeit háskóla. Þegar sagt er frá landinu mínu, Palestínu, er mjög erfitt að ræða nokkurn hlut án þess að minnast á það samhengi sem hernámið gefur okkur. Palestína hefur verið undir hernámi Ísraels í 70 ár. Það að lifa og hrærast í stríði hefur í för með sér hörmungar, en það er einnig eins og tíminn hafi staðið í stað, líkt og þú sért fangi fortíðar. Ef þú berð Palestínu saman við aðra heimshluta, mun þér verða ljóst að lífi fólksins þar er á margan hátt ekki lifað í nútíðinni, né er því lifað fyrir það sem framtíðin ber í skauti sér, heldur er fólk rígbundið fortíðinni og leitast við að halda öllu eins og það var fyrir 100 árum. Þetta á sér sínar skýringar og er í raun hefðbundin afleiðing hernáms. Óttinn við að missa sjálfsmyndina og að búa við þá stöðugu ógn að vera borinn út úr húsnæði sínu hvenær sem er, hindrar Palestínumenn í að þróa eigin hugmyndir og að gangast við breytingum. Það sama á við um kynjajafnrétti, sem ekki er mál málanna í Palestínu. Ekki vegna þess að við höfum þegar náð jafnrétti kynjanna heldur vegna þess að það er nýtt áherslusvið sem þarf að læra um og tileinka sér. Palestína er í engu frábrugðin flestum arabalöndum þegar kemur að feðraveldinu. Staðreyndin er sú að konur fá ekki fullt sjálfstæði vegna efnahagslegra hamlana og þeirra fastmótuðu fjölskyldubanda sem að ætíð halda konum undir verndarvæng karla. Sem lögfræðingur fannst mér mjög erfitt að sjá að hversu fáar konur eru dómarar við palestínska dómstóla. Þessir fáu kvendómarar fá einungis að fást við einföld mál en aldrei að kveða upp dóma í meiriháttar málum. Þetta er þó ekki eina dæmið um það hvernig kynjamisrétti endurspeglast innan dómskerfisins. Annað dæmi er hið djúpstæða óréttlæti sem endurspeglast í svokölluðum heiðursmorðum, sem sýnir hvernig líf kvenna er einskis metið. Enginn berst fyrir réttlæti fyrir hönd fórnarlamba heiðursmorða og flestum slíkum málum lýkur með dómssátt þar sem morðinginn greiðir fjölskyldu fórnarlambsins bætur og gengur síðan frjáls. Ég hef ætíð fundið hjá mér þörf fyrir að breyta þessu, að vekja konur til vitundar um réttindi sín, sýna þeim að það er eðlilegt að reyna að komast til æðstu metorða innan samfélagsins og einnig að fá konur til að standa saman til að breyta þessum lögum. Lokaverkefni mitt hjá Jafnréttisskólanum fjallar um kynferðislega áreitni á Vesturbakkanum. Ég fjalla um skort á ákvæðum um kynferðislega áreitni í palestínsku refsilöggjöfinni, og hvernig lögin gera slíka skaðlega hegðun refsilausa. Þar að auki er kynferðisleg áreitni tabú í Palestínu og margir kæra slíkt athæfi ekki. Þar af leiðandi höfum við enga yfirsýn yfir umfang vandans, sem aftur leiðir til þess að vandamálið fær ekki þá athygli sem það á skilið. Ég hyggst deila rannsókn minni með kvennamiðstöðvum í Palestínu og með ráðuneyti kvennamála. Ég mun einnig deila reynslu minni hér hjá Jafnréttisskólanum á Íslandi með samnemendum mínum í lögfræðideildinni í mínum heimaháskóla, þar sem ég mun leitast við að varpa skýrara ljósi á kynajafnrétti. Það er sérlega mikilvægt þar sem löggjafinn og lögfræðingar þurfa að stóla á lagabókstaf sem byggir nú þegar á fordómum. Þegar ég kem aftur heim, þá mun ég sakna þessa klikkaða veðurs sem hér er! Ég mun einnig sakna þeirra frábæru vina sem ég hef eignast hér á Íslandi og einnig hversu ótrúlega miklar breytingar eiga sér stað í dagsbirtunni frá einum degi til þess næsta. Takk fyrir mig!!Jafnréttisskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-GEST) er liður í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands. Markmið skólans er að þjálfa fólk til jafnréttisstarfa í þróunarlöndum og samfélögum sem er verið að byggja upp eftir átök. Jafnréttisskólinn er starfræktur í samstarfi við utanríkisráðuneytið og Háskóla Sameinuðu þjóðanna og fjölda annarra stofnanna innanlands sem utan. Í náminu er lögð áhersla á að vinna að fimmta heimsmarkmiði Sþ um jafnrétti kynjanna. Nú stunda 24 nemendur nám við skólann frá 14 þjóðlöndum. Heimsljós fékk nemanda við skólann til að kynna sjálfa sig og áherslur sínar í náminu á Íslandi og aðstæðum í heimalandinu.Greinin birtist fyrst á vef Stjórnarráðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Palestína Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Ég heiti Amira Khader og er fædd og uppalin í flóttamannabúðum á Vesturbakkanum í Palestínu. Ég er nýútskrifaður lögfræðingur sem er í starfsnámi og er einnig meistaranemi í miðausturlandafræðum við Birzeit háskóla. Þegar sagt er frá landinu mínu, Palestínu, er mjög erfitt að ræða nokkurn hlut án þess að minnast á það samhengi sem hernámið gefur okkur. Palestína hefur verið undir hernámi Ísraels í 70 ár. Það að lifa og hrærast í stríði hefur í för með sér hörmungar, en það er einnig eins og tíminn hafi staðið í stað, líkt og þú sért fangi fortíðar. Ef þú berð Palestínu saman við aðra heimshluta, mun þér verða ljóst að lífi fólksins þar er á margan hátt ekki lifað í nútíðinni, né er því lifað fyrir það sem framtíðin ber í skauti sér, heldur er fólk rígbundið fortíðinni og leitast við að halda öllu eins og það var fyrir 100 árum. Þetta á sér sínar skýringar og er í raun hefðbundin afleiðing hernáms. Óttinn við að missa sjálfsmyndina og að búa við þá stöðugu ógn að vera borinn út úr húsnæði sínu hvenær sem er, hindrar Palestínumenn í að þróa eigin hugmyndir og að gangast við breytingum. Það sama á við um kynjajafnrétti, sem ekki er mál málanna í Palestínu. Ekki vegna þess að við höfum þegar náð jafnrétti kynjanna heldur vegna þess að það er nýtt áherslusvið sem þarf að læra um og tileinka sér. Palestína er í engu frábrugðin flestum arabalöndum þegar kemur að feðraveldinu. Staðreyndin er sú að konur fá ekki fullt sjálfstæði vegna efnahagslegra hamlana og þeirra fastmótuðu fjölskyldubanda sem að ætíð halda konum undir verndarvæng karla. Sem lögfræðingur fannst mér mjög erfitt að sjá að hversu fáar konur eru dómarar við palestínska dómstóla. Þessir fáu kvendómarar fá einungis að fást við einföld mál en aldrei að kveða upp dóma í meiriháttar málum. Þetta er þó ekki eina dæmið um það hvernig kynjamisrétti endurspeglast innan dómskerfisins. Annað dæmi er hið djúpstæða óréttlæti sem endurspeglast í svokölluðum heiðursmorðum, sem sýnir hvernig líf kvenna er einskis metið. Enginn berst fyrir réttlæti fyrir hönd fórnarlamba heiðursmorða og flestum slíkum málum lýkur með dómssátt þar sem morðinginn greiðir fjölskyldu fórnarlambsins bætur og gengur síðan frjáls. Ég hef ætíð fundið hjá mér þörf fyrir að breyta þessu, að vekja konur til vitundar um réttindi sín, sýna þeim að það er eðlilegt að reyna að komast til æðstu metorða innan samfélagsins og einnig að fá konur til að standa saman til að breyta þessum lögum. Lokaverkefni mitt hjá Jafnréttisskólanum fjallar um kynferðislega áreitni á Vesturbakkanum. Ég fjalla um skort á ákvæðum um kynferðislega áreitni í palestínsku refsilöggjöfinni, og hvernig lögin gera slíka skaðlega hegðun refsilausa. Þar að auki er kynferðisleg áreitni tabú í Palestínu og margir kæra slíkt athæfi ekki. Þar af leiðandi höfum við enga yfirsýn yfir umfang vandans, sem aftur leiðir til þess að vandamálið fær ekki þá athygli sem það á skilið. Ég hyggst deila rannsókn minni með kvennamiðstöðvum í Palestínu og með ráðuneyti kvennamála. Ég mun einnig deila reynslu minni hér hjá Jafnréttisskólanum á Íslandi með samnemendum mínum í lögfræðideildinni í mínum heimaháskóla, þar sem ég mun leitast við að varpa skýrara ljósi á kynajafnrétti. Það er sérlega mikilvægt þar sem löggjafinn og lögfræðingar þurfa að stóla á lagabókstaf sem byggir nú þegar á fordómum. Þegar ég kem aftur heim, þá mun ég sakna þessa klikkaða veðurs sem hér er! Ég mun einnig sakna þeirra frábæru vina sem ég hef eignast hér á Íslandi og einnig hversu ótrúlega miklar breytingar eiga sér stað í dagsbirtunni frá einum degi til þess næsta. Takk fyrir mig!!Jafnréttisskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-GEST) er liður í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands. Markmið skólans er að þjálfa fólk til jafnréttisstarfa í þróunarlöndum og samfélögum sem er verið að byggja upp eftir átök. Jafnréttisskólinn er starfræktur í samstarfi við utanríkisráðuneytið og Háskóla Sameinuðu þjóðanna og fjölda annarra stofnanna innanlands sem utan. Í náminu er lögð áhersla á að vinna að fimmta heimsmarkmiði Sþ um jafnrétti kynjanna. Nú stunda 24 nemendur nám við skólann frá 14 þjóðlöndum. Heimsljós fékk nemanda við skólann til að kynna sjálfa sig og áherslur sínar í náminu á Íslandi og aðstæðum í heimalandinu.Greinin birtist fyrst á vef Stjórnarráðsins.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun