Hífa líklega hluta áhafnarinnar upp í þyrlu Gæslunnar Kjartan Kjartansson skrifar 17. maí 2019 23:07 Þyrla Landhelgisgæslunnar. Myndin er úr safni. Vísir/Ernir Eyjólfsson Þyrla Landhelgisgæslunnar, varðskip og björgunarsveitir voru kallaðar út eftir að neyðarkall barst frá rækjutogaranum Sóleyju Sigurjóns GK200 á tíunda tímanum í kvöld. Eldur var laus í vélarúmi skipsins sem er statt um níutíu sjómílur norður af landinu en átta manns eru um borð. Allir um borð eru heilir á húfi. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni kom fram að TF-LIF og varðskipið Týr, sem var statt við Húsavík, hafi þegar í stað verið kölluð út. Neyðarkallið barst klukkan 21:12 í kvöld. Björgunarskipið Sigurvin frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu á Siglufirði með tvo slökkviliðsmenn um borð var einnig kallað út. Togarinn Múlaberg sem var í grendinni var einnig beðinn um að halda á vettvang. Samkvæmt upplýsingum Gæslunnar frá skipverjunum ræstu þeir slökkvikerfi í vélarrúmi skipsins og virðist sem að allur eldur sé slokknaður. Skipið sé hins vegar vélarvana og aðstoðar þurfi. Skipverjarnir eru allir sagðir komnir í björgunargalla og halda til heilir á húfi í brú skipsins. Gert er ráð fyrir að þyrla Gæslunnar komi að togaranum um klukkan 23:50. Múlabergið er sagt væntanlegt á staðinn um svipað leyti. Týr kemur líklega ekki á staðinn fyrr en um klukkan fjögur í nótt og Sigurvin um klukkustund síðar. Í skipaskrá kemur fram að Sóley Sigurjóns er í eigu Nesfisks og er með heimahöfn í Garði. Skuttogarinn er um 737 tonn og rúmlega 38 metrar að lengd. Uppfært 00:37 Að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar eru bæði TF-LIF og Múlabergið komin að Sóleyju. Ástandið um borð sé stöðugt. Unnið er að því að koma taug á milli skipanna tveggja. Hann býst við að hluti áhafnarinnar verði hífð um borð í þyrluna og flutt í land. Sóley verði dregin til hafnar, annað hvort á Akureyri eða Siglufirði. Fréttin hefur verið uppfærð. Akureyri Fjallabyggð Landhelgisgæslan Norðurþing Suðurnesjabær Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar, varðskip og björgunarsveitir voru kallaðar út eftir að neyðarkall barst frá rækjutogaranum Sóleyju Sigurjóns GK200 á tíunda tímanum í kvöld. Eldur var laus í vélarúmi skipsins sem er statt um níutíu sjómílur norður af landinu en átta manns eru um borð. Allir um borð eru heilir á húfi. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni kom fram að TF-LIF og varðskipið Týr, sem var statt við Húsavík, hafi þegar í stað verið kölluð út. Neyðarkallið barst klukkan 21:12 í kvöld. Björgunarskipið Sigurvin frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu á Siglufirði með tvo slökkviliðsmenn um borð var einnig kallað út. Togarinn Múlaberg sem var í grendinni var einnig beðinn um að halda á vettvang. Samkvæmt upplýsingum Gæslunnar frá skipverjunum ræstu þeir slökkvikerfi í vélarrúmi skipsins og virðist sem að allur eldur sé slokknaður. Skipið sé hins vegar vélarvana og aðstoðar þurfi. Skipverjarnir eru allir sagðir komnir í björgunargalla og halda til heilir á húfi í brú skipsins. Gert er ráð fyrir að þyrla Gæslunnar komi að togaranum um klukkan 23:50. Múlabergið er sagt væntanlegt á staðinn um svipað leyti. Týr kemur líklega ekki á staðinn fyrr en um klukkan fjögur í nótt og Sigurvin um klukkustund síðar. Í skipaskrá kemur fram að Sóley Sigurjóns er í eigu Nesfisks og er með heimahöfn í Garði. Skuttogarinn er um 737 tonn og rúmlega 38 metrar að lengd. Uppfært 00:37 Að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar eru bæði TF-LIF og Múlabergið komin að Sóleyju. Ástandið um borð sé stöðugt. Unnið er að því að koma taug á milli skipanna tveggja. Hann býst við að hluti áhafnarinnar verði hífð um borð í þyrluna og flutt í land. Sóley verði dregin til hafnar, annað hvort á Akureyri eða Siglufirði. Fréttin hefur verið uppfærð.
Akureyri Fjallabyggð Landhelgisgæslan Norðurþing Suðurnesjabær Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira