Skólameistara MA og lögreglu greinir á um leyfi fyrir malarflutningavögnunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. maí 2019 20:48 Menntaskólinn á Akureyri. Skólameistari Menntaskólans á Akureyri segir ferðir vagna vegna dimmiteringar útskriftarnemenda skólans vera tilkynntar lögreglu fyrir fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá honum í kjölfar slyss sem varð við dimmiteringu í gær, þar sem nítján ára stúlka slasaðist alvarlega í andliti þegar hún klemmdist í vökvaknúinni loku á malarflutningavagni. Það stangast þó á við upplýsingar sem fréttastofa hefur frá Jóhannesi Sigfússyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra, sem hafði áður sagt lögreglu ekki hafa gefið leyfi fyrir fólksflutningum með malarflutningavögnum. Í tilkynningunni, sem undirrituð er af skólameistara, kemur fram að á dimmisio Menntaskólans á Akureyri kveðji nemendur kennara sína á síðasta kennsludegi. Vagnaferðir um bæinn eru hluti af þeim degi. „Að þessu sinni voru óvenju margir bekkir á ferð á vögnum um bæinn enda tvöfaldur árgangur að brautskrást frá skólanum. Þessar ferðir eru tilkynntar lögreglu fyrir fram,“ segir í tilkynningunni.Lögreglan hafi ekki heimild til að veita leyfi fyrir vögnunum Orð skólameistarans um að lögreglu sé kunnugt um ferðir nemenda á vögnum ríma þó ekki við það sem Jóhannes Sigfússon, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Norðurlandi eystra, sagði við fréttastofu vegna málsins í gær. Í viðtali við Vísi sagði hann lögreglu ekki hafa gefið leyfi fyrir fólksflutningum með malarflutningavögnum á borð við þann sem átt hafi í hlut. Lögregla muni hér eftir taka fyrir slíka flutninga, enda ekki innan valdsviðs hennar að veita heimild fyrir fólksflutningum með slíkum vögnum, þar sem þeir séu ekki ætlaðir fólksflutningum. Þegar fréttastofa hafði samband við Jón Má vegna ósamræmis í orðum hans og Jóhannesar sagði hann best að láta lögregluna um að svara fyrir málið, en hann vildi ekkert tjá sig að öðru leyti. Ekki náðist í Jóhannes Sigfússon vegna málsins og lögreglan á Norðurlandi eystra vildi ekki tjá sig þegar fréttastofa leitaði eftir því. Akureyri Lögreglumál Tengdar fréttir Slasaðist alvarlega við dimmiteringu á Akureyri Stúlkan var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur og fengu vitni að slysinu aðhlynningu hjá áfallateymi Rauða krossins. 16. maí 2019 12:30 Nemendur MA slegnir eftir alvarlegt slys á dimmisjón Nemendur Menntaskólans á Akureyri eru slegnir eftir alvarlegt slys sem varð við dimmiteringu útskriftarnema í bænum í gær, að sögn formanns nemendafélags skólans sem dimmiteraði ásamt samnemendum sínum í gær. 16. maí 2019 14:45 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Launaði neitun á gistingu með löðrungi Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Skólameistari Menntaskólans á Akureyri segir ferðir vagna vegna dimmiteringar útskriftarnemenda skólans vera tilkynntar lögreglu fyrir fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá honum í kjölfar slyss sem varð við dimmiteringu í gær, þar sem nítján ára stúlka slasaðist alvarlega í andliti þegar hún klemmdist í vökvaknúinni loku á malarflutningavagni. Það stangast þó á við upplýsingar sem fréttastofa hefur frá Jóhannesi Sigfússyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra, sem hafði áður sagt lögreglu ekki hafa gefið leyfi fyrir fólksflutningum með malarflutningavögnum. Í tilkynningunni, sem undirrituð er af skólameistara, kemur fram að á dimmisio Menntaskólans á Akureyri kveðji nemendur kennara sína á síðasta kennsludegi. Vagnaferðir um bæinn eru hluti af þeim degi. „Að þessu sinni voru óvenju margir bekkir á ferð á vögnum um bæinn enda tvöfaldur árgangur að brautskrást frá skólanum. Þessar ferðir eru tilkynntar lögreglu fyrir fram,“ segir í tilkynningunni.Lögreglan hafi ekki heimild til að veita leyfi fyrir vögnunum Orð skólameistarans um að lögreglu sé kunnugt um ferðir nemenda á vögnum ríma þó ekki við það sem Jóhannes Sigfússon, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Norðurlandi eystra, sagði við fréttastofu vegna málsins í gær. Í viðtali við Vísi sagði hann lögreglu ekki hafa gefið leyfi fyrir fólksflutningum með malarflutningavögnum á borð við þann sem átt hafi í hlut. Lögregla muni hér eftir taka fyrir slíka flutninga, enda ekki innan valdsviðs hennar að veita heimild fyrir fólksflutningum með slíkum vögnum, þar sem þeir séu ekki ætlaðir fólksflutningum. Þegar fréttastofa hafði samband við Jón Má vegna ósamræmis í orðum hans og Jóhannesar sagði hann best að láta lögregluna um að svara fyrir málið, en hann vildi ekkert tjá sig að öðru leyti. Ekki náðist í Jóhannes Sigfússon vegna málsins og lögreglan á Norðurlandi eystra vildi ekki tjá sig þegar fréttastofa leitaði eftir því.
Akureyri Lögreglumál Tengdar fréttir Slasaðist alvarlega við dimmiteringu á Akureyri Stúlkan var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur og fengu vitni að slysinu aðhlynningu hjá áfallateymi Rauða krossins. 16. maí 2019 12:30 Nemendur MA slegnir eftir alvarlegt slys á dimmisjón Nemendur Menntaskólans á Akureyri eru slegnir eftir alvarlegt slys sem varð við dimmiteringu útskriftarnema í bænum í gær, að sögn formanns nemendafélags skólans sem dimmiteraði ásamt samnemendum sínum í gær. 16. maí 2019 14:45 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Launaði neitun á gistingu með löðrungi Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Slasaðist alvarlega við dimmiteringu á Akureyri Stúlkan var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur og fengu vitni að slysinu aðhlynningu hjá áfallateymi Rauða krossins. 16. maí 2019 12:30
Nemendur MA slegnir eftir alvarlegt slys á dimmisjón Nemendur Menntaskólans á Akureyri eru slegnir eftir alvarlegt slys sem varð við dimmiteringu útskriftarnema í bænum í gær, að sögn formanns nemendafélags skólans sem dimmiteraði ásamt samnemendum sínum í gær. 16. maí 2019 14:45