Forseti danska þingsins segir Eurovision alltof mikið hommaball Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 17. maí 2019 19:08 Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins. Fréttablaðið/Anton Brink Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins og stofnandi Þjóðarflokksins, segir Eurovision farið að snúast alltof mikið um homma og transfólk. Ummælin hafa vakið mikla athygli í Danmörku en hún leggur líka til að þjóðirnar syngi í auknum æmli á móðurmáli sínu, dönsku í tilfelli Dana.Tillykke til Leonora dejligt Danmark går videre i Grand Prix. Det er en dejlig sang, Danmark stiller med. Men ellers enig med Ivan Pedersen fra Laban. Alt for meget bøsse, drag og gejl i Eurovision. Og så gerne, alle sang nationalsprog. Vi skal da synge dansk#dkpol https://t.co/gdAxprPXgS— Pia Kjærsgaard (@Pia_Kjaersgaard) May 17, 2019 Pia tekur bolta danska tónlistarmannsins Ivan Pedersen á lofti sem ollu usla fyrr í vikunni. Sá hafði orð á því að Eurovision væri orðið að alltof mikilli hommahátíð. Sjálfur tók Pedersen þátt í undankeppninni í Danmörku 1982 og hafnaði í neðsta sæti. „Það eina sem skiptir máli er að koma út úr skápnum eða að hafa farið í vel heppnaða kynleiðréttingu og hafa styrk til að vera maður sjálfur, bara ekki venjulegur,“ sagði Pedersen en orð hans sköpuðu mikla umræðu. Skoðun hans hefur fengið byr undir báða vængi með tísti þingforsetans sem líkir Eurovision við hommaball. „Það er eins og Eurovision séð orðið að stóru hommaballi og mér finnst ekki að það eigi að vera þannig,“ segir Pia. Aðspurð hve stórt hlutfall homma sé í lagi segir Pia það ekki hennar að svara. „Fólk verður að meta það sjálft. Mér finnst hommar mega nýta hæfileika sína í hvað sem er, hvort sem það er í stjórnmálum, Eurovision eða sem blaðamenn.“ Óhætt er að segja að margir í tónlistarsamfélaginu í Danmörku hafi mótmælt orðum Piu „Flott Pia?! Bæði að stjórna því hvernig við semjum tónlistina okkar og óska þess að skrúfa niður í fjölbreytileikanum,“ segir Anna Lidell, formaður DJBFA sem er fjölmennasta tónskáldafélag í Danmörku. „Eurovision er hátíð þar sem á að vera pláss fyrir alla.“ Töluverðar deilur sköpuðust hér á landi sumarið 2018 þegar Pia var heiðursgestur á hundrað ára fullveldisafmæli Íslendinga. „Hún er einn af frumkvöðlum nýfasískra, nýrasískra hreyfinga úti um alla Evrópu,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, við það tilefni. Danmörk Eurovision Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins og stofnandi Þjóðarflokksins, segir Eurovision farið að snúast alltof mikið um homma og transfólk. Ummælin hafa vakið mikla athygli í Danmörku en hún leggur líka til að þjóðirnar syngi í auknum æmli á móðurmáli sínu, dönsku í tilfelli Dana.Tillykke til Leonora dejligt Danmark går videre i Grand Prix. Det er en dejlig sang, Danmark stiller med. Men ellers enig med Ivan Pedersen fra Laban. Alt for meget bøsse, drag og gejl i Eurovision. Og så gerne, alle sang nationalsprog. Vi skal da synge dansk#dkpol https://t.co/gdAxprPXgS— Pia Kjærsgaard (@Pia_Kjaersgaard) May 17, 2019 Pia tekur bolta danska tónlistarmannsins Ivan Pedersen á lofti sem ollu usla fyrr í vikunni. Sá hafði orð á því að Eurovision væri orðið að alltof mikilli hommahátíð. Sjálfur tók Pedersen þátt í undankeppninni í Danmörku 1982 og hafnaði í neðsta sæti. „Það eina sem skiptir máli er að koma út úr skápnum eða að hafa farið í vel heppnaða kynleiðréttingu og hafa styrk til að vera maður sjálfur, bara ekki venjulegur,“ sagði Pedersen en orð hans sköpuðu mikla umræðu. Skoðun hans hefur fengið byr undir báða vængi með tísti þingforsetans sem líkir Eurovision við hommaball. „Það er eins og Eurovision séð orðið að stóru hommaballi og mér finnst ekki að það eigi að vera þannig,“ segir Pia. Aðspurð hve stórt hlutfall homma sé í lagi segir Pia það ekki hennar að svara. „Fólk verður að meta það sjálft. Mér finnst hommar mega nýta hæfileika sína í hvað sem er, hvort sem það er í stjórnmálum, Eurovision eða sem blaðamenn.“ Óhætt er að segja að margir í tónlistarsamfélaginu í Danmörku hafi mótmælt orðum Piu „Flott Pia?! Bæði að stjórna því hvernig við semjum tónlistina okkar og óska þess að skrúfa niður í fjölbreytileikanum,“ segir Anna Lidell, formaður DJBFA sem er fjölmennasta tónskáldafélag í Danmörku. „Eurovision er hátíð þar sem á að vera pláss fyrir alla.“ Töluverðar deilur sköpuðust hér á landi sumarið 2018 þegar Pia var heiðursgestur á hundrað ára fullveldisafmæli Íslendinga. „Hún er einn af frumkvöðlum nýfasískra, nýrasískra hreyfinga úti um alla Evrópu,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, við það tilefni.
Danmörk Eurovision Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira