Fimm alvarlega slasaðir eftir rútuslys í Öræfum Kristín Ólafsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 16. maí 2019 15:38 Slysið varð á Suðurlandsvegi við Hofgarð, skammt norðan Fagurhólsmýrar. loftmyndir.is Fimm eru alvarlega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys við Hof í Öræfum klukkan 15:05 í dag. Hópbifreið með 32 farþega auk ökumanns fór á hliðina. Rútan er frá hópbifreiðafyrirtækinu Trex og var á ferð með hóp erlendra ferðamanna. Viðbragðsaðilar eru komnir á vettvang og er aðhlynning slasaðra hafin. Þá hefur Suðurlandsvegi verið lokað við slysstað. Hinir 28 sem um borð voru í rútunni eru ekki taldir alvarlega slasaðir og verða þeir fluttir heilbrigðisstofnanir í grennd við slysstað eða í fjöldahjálparstöð. Davíð Már Björgvinsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir í samtali við Vísi að björgunarsveitir úr Öræfum hafi verið kallaðar út strax og tilkynnt var um slysið klukkan 15:05. Fyrstu hóparnir hafi mætt á staðinn um klukkan 15:30. Fleiri sveitir voru svo kallaðar út frá Selfossi og austur á Höfn skömmu síðar. Þá eru hópar viðbragðsaðila einnig á leiðinni á slysstað frá Reykjavík. Mikill viðbúnaður er á vettvangi í samræmi við viðbragðsáætlun hópslysa sem var virkjuð þegar tilkynnt var um slysið. Ekki liggja fyrir upplýsingar um fjölda slasaðra en Davíð segir a.m.k. nokkra hafa slasast í slysinu. Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð á Kirkjubæjarklaustri en ekki var búið að flytja neinn þangað af slysstað nú skömmu eftir klukkan 16. Í fyrstu tilkynningu frá ríkislögreglustjóra sem barst klukkan 15:35 vegna slyssins kom fram að allt viðbragð miðist við hópslys og áætlun í samhengi við það. Umfang og stig meiðsla var þá ekki ljóst en eitthvað um beinbrot og skrámur. Var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út og samhæfingarmiðstöð í Skógarhlíð virkjuð.Björgunar- og eftirlitsflugvél TF Sif er á leiðinni í loftið með greiningarsveit frá Landspítala og stórslysabúnað sem varpa á úr fallhlíf á slysstað.vísir/vilhelmUppfært klukkan 16:27: Samkvæmt upplýsingum frá Ásgrími L. Ásgrímssyni, framkvæmdastjóra aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni, á þyrlan sem kölluð var út að lenda eftir um 20 mínútur. Ekki var tiltæk önnur þyrla hjá Gæslunni en danskt varðskip sem statt er í höfninni er með þyrlu um borð. Hún var ekki í fullkomnu viðbragði en reiknað er með því að hún fari í loftið eftir um klukkustund. Þá fer björgunar- og eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar TF Sif í loftið fljótlega með greiningarsveit frá Landspítalanum og stórslysabúnað frá Flugbjörgunarsveitinni sem varpað verður á slysstað en flugvélin sjálf lendir á Höfn í Hornafirði.Uppfært klukkan 16:32: Viðbúnaðarstig hefur verið virkjað á Landspítalanum, samkvæmt upplýsingum frá spítalanum. Von er á fimm alvarlega slösuðum til aðhlynningar á Landspítalanum og munu a.m.k. nokkrir þeirra verða fluttir á spítalann með þyrlu. Ekki var ljóst nú á fimmta tímanum hvenær þyrlan lendir í Reykjavík eða um hversu alvarleg meiðsl er að ræða. Samtals voru 33 í rútunni, með bílstjóra. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum eru hinir 28 ekki taldir alvarlega slasaðir og verða þeir fluttir á heilbrigðisstofnanir í grennd við slysstað eða í fjöldahjálparstöð. Vegna mikils álags sem viðbúnaðarstig hefur í för með sér biður Landspítali fólk með minniháttar áverka eða veikindi um að leita frekar til heilsugæslu eða Læknavaktar frekar en bráðadeildar í Fossvogi ef kostur er.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 17:04. Hornafjörður Lögreglumál Rútuslys við Hof Samgönguslys Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Fimm eru alvarlega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys við Hof í Öræfum klukkan 15:05 í dag. Hópbifreið með 32 farþega auk ökumanns fór á hliðina. Rútan er frá hópbifreiðafyrirtækinu Trex og var á ferð með hóp erlendra ferðamanna. Viðbragðsaðilar eru komnir á vettvang og er aðhlynning slasaðra hafin. Þá hefur Suðurlandsvegi verið lokað við slysstað. Hinir 28 sem um borð voru í rútunni eru ekki taldir alvarlega slasaðir og verða þeir fluttir heilbrigðisstofnanir í grennd við slysstað eða í fjöldahjálparstöð. Davíð Már Björgvinsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir í samtali við Vísi að björgunarsveitir úr Öræfum hafi verið kallaðar út strax og tilkynnt var um slysið klukkan 15:05. Fyrstu hóparnir hafi mætt á staðinn um klukkan 15:30. Fleiri sveitir voru svo kallaðar út frá Selfossi og austur á Höfn skömmu síðar. Þá eru hópar viðbragðsaðila einnig á leiðinni á slysstað frá Reykjavík. Mikill viðbúnaður er á vettvangi í samræmi við viðbragðsáætlun hópslysa sem var virkjuð þegar tilkynnt var um slysið. Ekki liggja fyrir upplýsingar um fjölda slasaðra en Davíð segir a.m.k. nokkra hafa slasast í slysinu. Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð á Kirkjubæjarklaustri en ekki var búið að flytja neinn þangað af slysstað nú skömmu eftir klukkan 16. Í fyrstu tilkynningu frá ríkislögreglustjóra sem barst klukkan 15:35 vegna slyssins kom fram að allt viðbragð miðist við hópslys og áætlun í samhengi við það. Umfang og stig meiðsla var þá ekki ljóst en eitthvað um beinbrot og skrámur. Var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út og samhæfingarmiðstöð í Skógarhlíð virkjuð.Björgunar- og eftirlitsflugvél TF Sif er á leiðinni í loftið með greiningarsveit frá Landspítala og stórslysabúnað sem varpa á úr fallhlíf á slysstað.vísir/vilhelmUppfært klukkan 16:27: Samkvæmt upplýsingum frá Ásgrími L. Ásgrímssyni, framkvæmdastjóra aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni, á þyrlan sem kölluð var út að lenda eftir um 20 mínútur. Ekki var tiltæk önnur þyrla hjá Gæslunni en danskt varðskip sem statt er í höfninni er með þyrlu um borð. Hún var ekki í fullkomnu viðbragði en reiknað er með því að hún fari í loftið eftir um klukkustund. Þá fer björgunar- og eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar TF Sif í loftið fljótlega með greiningarsveit frá Landspítalanum og stórslysabúnað frá Flugbjörgunarsveitinni sem varpað verður á slysstað en flugvélin sjálf lendir á Höfn í Hornafirði.Uppfært klukkan 16:32: Viðbúnaðarstig hefur verið virkjað á Landspítalanum, samkvæmt upplýsingum frá spítalanum. Von er á fimm alvarlega slösuðum til aðhlynningar á Landspítalanum og munu a.m.k. nokkrir þeirra verða fluttir á spítalann með þyrlu. Ekki var ljóst nú á fimmta tímanum hvenær þyrlan lendir í Reykjavík eða um hversu alvarleg meiðsl er að ræða. Samtals voru 33 í rútunni, með bílstjóra. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum eru hinir 28 ekki taldir alvarlega slasaðir og verða þeir fluttir á heilbrigðisstofnanir í grennd við slysstað eða í fjöldahjálparstöð. Vegna mikils álags sem viðbúnaðarstig hefur í för með sér biður Landspítali fólk með minniháttar áverka eða veikindi um að leita frekar til heilsugæslu eða Læknavaktar frekar en bráðadeildar í Fossvogi ef kostur er.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 17:04.
Hornafjörður Lögreglumál Rútuslys við Hof Samgönguslys Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira