Borgarstjóri New York setur stefnuna á Hvíta húsið Atli Ísleifsson skrifar 15. maí 2019 22:26 Hjónin Chirlane McCray og Bill de Blasio. Getty Bill de Blasio, borgarstjóri New York borgar, hyggst greina frá framboði sínu til forseta Bandaríkjanna á morgun. Frá þessu þessu greinir talsmaður framboðs de Blasio í samtali við bandaríska fjölmiðla í kvöld. De Blasio mun þar með bætast í hóp á þriðja tugs manna sem sækist eftir því að verða forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins í kosningunum á næsta ári og þar með skora Donald Trump forseta á hólm. De Blasio verður gestur í morgunþættinum Good Morning America þar sem hann verður í beinni útsendingu frá Times-torgi í New York, ásamt eiginkonu sinni, Chirlane McCray. De Blasio mun svo fara í fjögurra daga ferð um Iowa og Suður-Karólínu ásamt McCray sem hefur verið náinn ráðgjafi hans allt frá því að hann tók við embætti borgarstjóra New York fyrir tæpum sex árum. NBC News segir að de Blasio muni í baráttu sinni leggja áherslu á frjálslynd gildi sín og afrek sín sem borgarstjóri, meðal annars hækkun lágmarkslauna, auk þess að dregið hafi úr glæpum í borginni. Hinn 58 ára de Blasio tók við embætti borgarstjóra New York af Michael Bloomberg í ársbyrjun 2014. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, hefur verið að mælast með mest fylgi meðal kjósenda Demókrata í könnunum um hver eigi að vera forsetaframbjóðandi flokksins 2020.TOMORROW ON @GMA: @BilldeBlasio and his wife @Chirlane join us LIVE in Times Square! pic.twitter.com/2BY5G4CXuT — Good Morning America (@GMA) May 15, 2019 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Biden tekur mikinn kipp Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur tekið mikinn kipp í skoðanakönnunum frá því hann tilkynnti formlega um framboð sitt í forvali Demókrata fyrir forsetakosningarnar 2020 í síðustu viku ef marka má nýja könnun frá CNN. 1. maí 2019 08:00 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Bill de Blasio, borgarstjóri New York borgar, hyggst greina frá framboði sínu til forseta Bandaríkjanna á morgun. Frá þessu þessu greinir talsmaður framboðs de Blasio í samtali við bandaríska fjölmiðla í kvöld. De Blasio mun þar með bætast í hóp á þriðja tugs manna sem sækist eftir því að verða forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins í kosningunum á næsta ári og þar með skora Donald Trump forseta á hólm. De Blasio verður gestur í morgunþættinum Good Morning America þar sem hann verður í beinni útsendingu frá Times-torgi í New York, ásamt eiginkonu sinni, Chirlane McCray. De Blasio mun svo fara í fjögurra daga ferð um Iowa og Suður-Karólínu ásamt McCray sem hefur verið náinn ráðgjafi hans allt frá því að hann tók við embætti borgarstjóra New York fyrir tæpum sex árum. NBC News segir að de Blasio muni í baráttu sinni leggja áherslu á frjálslynd gildi sín og afrek sín sem borgarstjóri, meðal annars hækkun lágmarkslauna, auk þess að dregið hafi úr glæpum í borginni. Hinn 58 ára de Blasio tók við embætti borgarstjóra New York af Michael Bloomberg í ársbyrjun 2014. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, hefur verið að mælast með mest fylgi meðal kjósenda Demókrata í könnunum um hver eigi að vera forsetaframbjóðandi flokksins 2020.TOMORROW ON @GMA: @BilldeBlasio and his wife @Chirlane join us LIVE in Times Square! pic.twitter.com/2BY5G4CXuT — Good Morning America (@GMA) May 15, 2019
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Biden tekur mikinn kipp Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur tekið mikinn kipp í skoðanakönnunum frá því hann tilkynnti formlega um framboð sitt í forvali Demókrata fyrir forsetakosningarnar 2020 í síðustu viku ef marka má nýja könnun frá CNN. 1. maí 2019 08:00 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Biden tekur mikinn kipp Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur tekið mikinn kipp í skoðanakönnunum frá því hann tilkynnti formlega um framboð sitt í forvali Demókrata fyrir forsetakosningarnar 2020 í síðustu viku ef marka má nýja könnun frá CNN. 1. maí 2019 08:00