Geðheilbrigðisþjónusta aukin í fangelsum landsins Sighvatur Jónsson skrifar 15. maí 2019 12:15 Frá útivistarsvæðinu í fangelsinu á Hólmsheiði. Vísir/Vilhelm Sjúkratryggingar Íslands auglýsa eftir tilboðum vegna geðheilbrigðisþjónustu við fanga í fangelsum landsins. Umsóknarfrestur rennur út eftir ellefu daga. Forstjóri Sjúkratrygginga segir að verkefnið nái til allra fangelsa landsins og vonar að hægt verði að ganga frá samningum í byrjun sumars. Fjölmiðlar hafa fjallað um ófullnægjandi geðheilbrigðisþjónustu í fangelsum landsins. Lögum samkvæmt skal föngum tryggður aðgangur að slíkri þjónustu. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti fyrr á árinu að bætt yrði úr geðheilbrigðisþjónustu við fanga.Sjúkratryggingar Íslands auglýsa eftir viðræðum við þá sem eru tilbúnir að taka að sér að útfæra og veita geðheilbrigðisþjónustu við fanga í fangelsum á Íslandi. Gerð er krafa um þverfaglegt teymi með sérhæfingu og reynslu af geðheilbrigðisþjónustu. Fagleg yfirstjórn skal vera í höndum geðlæknis með að minnsta kosti þriggja ára starfsreynslu.María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.Mynd/StjórnarráðiðGeðheilbrigðisþjónusta í öruggari farveg María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir markmiðið vera að koma geðheilbrigðisþjónustu við fanga í öruggari farveg en áður. „Það er verið að bæta við umtalsverðu fjármagni og leggja áherslu á það að byggja upp vel skilgreinda og samræmda þjónustu sem er í takt við þarfirnar í hverju fangelsi fyrir sig,“ segir María. Hún vonar að hægt verði að ganga frá samningum nokkuð hratt í byrjun sumars. Verkefnið nær til fimm fangelsa landsins; Hólmsheiði, Kvíabryggju, Litla Hrauni, Sogni og Akureyri, þar sem samtals er rými fyrir 200 fanga. „Verkefnið er tvískipt. Annars vegar að skilgreina þjónustuferla, setja upp verklagsreglur, staðla og þess háttar. Hins vegar að koma beint að þjónustunni við einstaklingana í samvinnu við heilsugæslurnar á landinu sem almennt veita þjónustu í þeim fangelsum sem eru á hverju svæði fyrir sig, og svo auðvitað í samstarfi við Fangelsismálastofnun sem hefur á sínum snærum sálfræðiþjónustu,“ segir María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Fangelsismál Heilbrigðismál Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira
Sjúkratryggingar Íslands auglýsa eftir tilboðum vegna geðheilbrigðisþjónustu við fanga í fangelsum landsins. Umsóknarfrestur rennur út eftir ellefu daga. Forstjóri Sjúkratrygginga segir að verkefnið nái til allra fangelsa landsins og vonar að hægt verði að ganga frá samningum í byrjun sumars. Fjölmiðlar hafa fjallað um ófullnægjandi geðheilbrigðisþjónustu í fangelsum landsins. Lögum samkvæmt skal föngum tryggður aðgangur að slíkri þjónustu. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti fyrr á árinu að bætt yrði úr geðheilbrigðisþjónustu við fanga.Sjúkratryggingar Íslands auglýsa eftir viðræðum við þá sem eru tilbúnir að taka að sér að útfæra og veita geðheilbrigðisþjónustu við fanga í fangelsum á Íslandi. Gerð er krafa um þverfaglegt teymi með sérhæfingu og reynslu af geðheilbrigðisþjónustu. Fagleg yfirstjórn skal vera í höndum geðlæknis með að minnsta kosti þriggja ára starfsreynslu.María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.Mynd/StjórnarráðiðGeðheilbrigðisþjónusta í öruggari farveg María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir markmiðið vera að koma geðheilbrigðisþjónustu við fanga í öruggari farveg en áður. „Það er verið að bæta við umtalsverðu fjármagni og leggja áherslu á það að byggja upp vel skilgreinda og samræmda þjónustu sem er í takt við þarfirnar í hverju fangelsi fyrir sig,“ segir María. Hún vonar að hægt verði að ganga frá samningum nokkuð hratt í byrjun sumars. Verkefnið nær til fimm fangelsa landsins; Hólmsheiði, Kvíabryggju, Litla Hrauni, Sogni og Akureyri, þar sem samtals er rými fyrir 200 fanga. „Verkefnið er tvískipt. Annars vegar að skilgreina þjónustuferla, setja upp verklagsreglur, staðla og þess háttar. Hins vegar að koma beint að þjónustunni við einstaklingana í samvinnu við heilsugæslurnar á landinu sem almennt veita þjónustu í þeim fangelsum sem eru á hverju svæði fyrir sig, og svo auðvitað í samstarfi við Fangelsismálastofnun sem hefur á sínum snærum sálfræðiþjónustu,“ segir María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.
Fangelsismál Heilbrigðismál Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira