Lokaorðið Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 14. maí 2019 08:00 Þungunarrof er og verður hluti af samfélagsgerð okkar, því ef við höfum raunverulegan áhuga á því að búa í samfélagi þar sem jöfnuður milli kynjanna ríkir og er í hávegum hafður og virðing er borin fyrir sannfæringu, samvisku og sjálfsákvörðunarrétti einstaklingsins, þá er ómögulegt fyrir aðra en konuna sjálfa að hlutast til um það hvernig meðganga hennar fer. Ábyrgðin er hennar, valið er hennar, afleiðingarnar eru hennar að eiga við. Þungunarrof er óneitanlega hluti af því samfélagi sem freistar þess að veita konum tækifæri til að fara með ákvörðunarvald yfir eigin lífi, til að skipuleggja líf sitt, til að vera meira en bara mæður. Í ljósi þess að þungunarrof er komið til að vera þá skiptir öllu að konum sé tryggð besta mögulega heilbrigðisþjónusta. Sú þjónusta þarf að byggja á sannreyndum vísindum, á leiðbeiningum þeirra sem þekkja til málaflokksins, og auðvitað á manngæsku og virðingu. Merk tímamót urðu í gær þegar Alþingi samþykkti eina framsæknustu löggjöf heims um þungunarrof. Frumvarpið er vitnisburður um nútímalegt samfélag sem viðurkennir rétt kvenna til að ráða yfir eigin líkama; samfélag sem treystir konum til að taka ákvarðanir um eigið líf. Málið var afgreitt af yfirvegun, virðingu og með ítarlegum hætti á öllum stigum. Forsendur þess byggja á bestu mögulegu þekkingu á þessu sviði, og í þinglegri meðferð var víðtækt samráð haft. Þar með er ekki sagt að umræðan um málið í þingsal hafi alfarið verið uppbyggileg, þar sem þingmenn fjölmenntu í pontu til að dásama sjálfsákvörðunarrétt kvenna yfir eigin líkama, en vildu síður treysta þeim til að sýna þennan sjálfsagða rétt í verki með því að styðja frumvarpið. Fjórða grein frumvarpsins, sem mælir fyrir um heimild konu til að rjúfa þungun að hennar beiðni til loka 22. viku meðgöngu, byggir á tillögum og athugasemdum sérfræðinga. Engar vísbendingar og engar rannsóknir eru til staðar sem benda til þess að konur fari frekar í þungunarrof þegar miðað er við 22. viku. Slíkur málflutningur, sem margir andstæðingar frumvarpsins á þingi hafa haldið á lofti, er fáránlegur í alla staði og ber vott um það litla traust sem þeir bera til kvenna, sannfæringar þeirra og ábyrgðar á eigin gjörðum. Raunar er það óheppilegt að tímamörk séu yfirleitt til staðar um þungunarrof, því ef við treystum konum til að taka upplýsta ákvörðun, og til að bera ábyrgð á þeirri ákvörðun sinni, þá er engin ástæða til að setja þeim skorður um það hvenær sú ákvörðun er tekin. Lagalegur fyrirvari um tímasetningu þungunarrofs færir þannig áhersluna frá ákvörðun og vilja konunnar og á líffræðilegan þroska fóstursins og lífvænleika þess, sem er háður síbreytilegum samfélagslegum og tæknilegum þáttum. Á Alþingi í gær voru skýr skilaboð send konum: Við treystum ykkur til að bera ábyrgð, til að taka ákvarðanir um líkama ykkar, til að taka afstöðu til þess máls sem þið einar eigið að eiga lokaorðið um. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Þungunarrof er og verður hluti af samfélagsgerð okkar, því ef við höfum raunverulegan áhuga á því að búa í samfélagi þar sem jöfnuður milli kynjanna ríkir og er í hávegum hafður og virðing er borin fyrir sannfæringu, samvisku og sjálfsákvörðunarrétti einstaklingsins, þá er ómögulegt fyrir aðra en konuna sjálfa að hlutast til um það hvernig meðganga hennar fer. Ábyrgðin er hennar, valið er hennar, afleiðingarnar eru hennar að eiga við. Þungunarrof er óneitanlega hluti af því samfélagi sem freistar þess að veita konum tækifæri til að fara með ákvörðunarvald yfir eigin lífi, til að skipuleggja líf sitt, til að vera meira en bara mæður. Í ljósi þess að þungunarrof er komið til að vera þá skiptir öllu að konum sé tryggð besta mögulega heilbrigðisþjónusta. Sú þjónusta þarf að byggja á sannreyndum vísindum, á leiðbeiningum þeirra sem þekkja til málaflokksins, og auðvitað á manngæsku og virðingu. Merk tímamót urðu í gær þegar Alþingi samþykkti eina framsæknustu löggjöf heims um þungunarrof. Frumvarpið er vitnisburður um nútímalegt samfélag sem viðurkennir rétt kvenna til að ráða yfir eigin líkama; samfélag sem treystir konum til að taka ákvarðanir um eigið líf. Málið var afgreitt af yfirvegun, virðingu og með ítarlegum hætti á öllum stigum. Forsendur þess byggja á bestu mögulegu þekkingu á þessu sviði, og í þinglegri meðferð var víðtækt samráð haft. Þar með er ekki sagt að umræðan um málið í þingsal hafi alfarið verið uppbyggileg, þar sem þingmenn fjölmenntu í pontu til að dásama sjálfsákvörðunarrétt kvenna yfir eigin líkama, en vildu síður treysta þeim til að sýna þennan sjálfsagða rétt í verki með því að styðja frumvarpið. Fjórða grein frumvarpsins, sem mælir fyrir um heimild konu til að rjúfa þungun að hennar beiðni til loka 22. viku meðgöngu, byggir á tillögum og athugasemdum sérfræðinga. Engar vísbendingar og engar rannsóknir eru til staðar sem benda til þess að konur fari frekar í þungunarrof þegar miðað er við 22. viku. Slíkur málflutningur, sem margir andstæðingar frumvarpsins á þingi hafa haldið á lofti, er fáránlegur í alla staði og ber vott um það litla traust sem þeir bera til kvenna, sannfæringar þeirra og ábyrgðar á eigin gjörðum. Raunar er það óheppilegt að tímamörk séu yfirleitt til staðar um þungunarrof, því ef við treystum konum til að taka upplýsta ákvörðun, og til að bera ábyrgð á þeirri ákvörðun sinni, þá er engin ástæða til að setja þeim skorður um það hvenær sú ákvörðun er tekin. Lagalegur fyrirvari um tímasetningu þungunarrofs færir þannig áhersluna frá ákvörðun og vilja konunnar og á líffræðilegan þroska fóstursins og lífvænleika þess, sem er háður síbreytilegum samfélagslegum og tæknilegum þáttum. Á Alþingi í gær voru skýr skilaboð send konum: Við treystum ykkur til að bera ábyrgð, til að taka ákvarðanir um líkama ykkar, til að taka afstöðu til þess máls sem þið einar eigið að eiga lokaorðið um.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun