Lokaorðið Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 14. maí 2019 08:00 Þungunarrof er og verður hluti af samfélagsgerð okkar, því ef við höfum raunverulegan áhuga á því að búa í samfélagi þar sem jöfnuður milli kynjanna ríkir og er í hávegum hafður og virðing er borin fyrir sannfæringu, samvisku og sjálfsákvörðunarrétti einstaklingsins, þá er ómögulegt fyrir aðra en konuna sjálfa að hlutast til um það hvernig meðganga hennar fer. Ábyrgðin er hennar, valið er hennar, afleiðingarnar eru hennar að eiga við. Þungunarrof er óneitanlega hluti af því samfélagi sem freistar þess að veita konum tækifæri til að fara með ákvörðunarvald yfir eigin lífi, til að skipuleggja líf sitt, til að vera meira en bara mæður. Í ljósi þess að þungunarrof er komið til að vera þá skiptir öllu að konum sé tryggð besta mögulega heilbrigðisþjónusta. Sú þjónusta þarf að byggja á sannreyndum vísindum, á leiðbeiningum þeirra sem þekkja til málaflokksins, og auðvitað á manngæsku og virðingu. Merk tímamót urðu í gær þegar Alþingi samþykkti eina framsæknustu löggjöf heims um þungunarrof. Frumvarpið er vitnisburður um nútímalegt samfélag sem viðurkennir rétt kvenna til að ráða yfir eigin líkama; samfélag sem treystir konum til að taka ákvarðanir um eigið líf. Málið var afgreitt af yfirvegun, virðingu og með ítarlegum hætti á öllum stigum. Forsendur þess byggja á bestu mögulegu þekkingu á þessu sviði, og í þinglegri meðferð var víðtækt samráð haft. Þar með er ekki sagt að umræðan um málið í þingsal hafi alfarið verið uppbyggileg, þar sem þingmenn fjölmenntu í pontu til að dásama sjálfsákvörðunarrétt kvenna yfir eigin líkama, en vildu síður treysta þeim til að sýna þennan sjálfsagða rétt í verki með því að styðja frumvarpið. Fjórða grein frumvarpsins, sem mælir fyrir um heimild konu til að rjúfa þungun að hennar beiðni til loka 22. viku meðgöngu, byggir á tillögum og athugasemdum sérfræðinga. Engar vísbendingar og engar rannsóknir eru til staðar sem benda til þess að konur fari frekar í þungunarrof þegar miðað er við 22. viku. Slíkur málflutningur, sem margir andstæðingar frumvarpsins á þingi hafa haldið á lofti, er fáránlegur í alla staði og ber vott um það litla traust sem þeir bera til kvenna, sannfæringar þeirra og ábyrgðar á eigin gjörðum. Raunar er það óheppilegt að tímamörk séu yfirleitt til staðar um þungunarrof, því ef við treystum konum til að taka upplýsta ákvörðun, og til að bera ábyrgð á þeirri ákvörðun sinni, þá er engin ástæða til að setja þeim skorður um það hvenær sú ákvörðun er tekin. Lagalegur fyrirvari um tímasetningu þungunarrofs færir þannig áhersluna frá ákvörðun og vilja konunnar og á líffræðilegan þroska fóstursins og lífvænleika þess, sem er háður síbreytilegum samfélagslegum og tæknilegum þáttum. Á Alþingi í gær voru skýr skilaboð send konum: Við treystum ykkur til að bera ábyrgð, til að taka ákvarðanir um líkama ykkar, til að taka afstöðu til þess máls sem þið einar eigið að eiga lokaorðið um. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Þungunarrof er og verður hluti af samfélagsgerð okkar, því ef við höfum raunverulegan áhuga á því að búa í samfélagi þar sem jöfnuður milli kynjanna ríkir og er í hávegum hafður og virðing er borin fyrir sannfæringu, samvisku og sjálfsákvörðunarrétti einstaklingsins, þá er ómögulegt fyrir aðra en konuna sjálfa að hlutast til um það hvernig meðganga hennar fer. Ábyrgðin er hennar, valið er hennar, afleiðingarnar eru hennar að eiga við. Þungunarrof er óneitanlega hluti af því samfélagi sem freistar þess að veita konum tækifæri til að fara með ákvörðunarvald yfir eigin lífi, til að skipuleggja líf sitt, til að vera meira en bara mæður. Í ljósi þess að þungunarrof er komið til að vera þá skiptir öllu að konum sé tryggð besta mögulega heilbrigðisþjónusta. Sú þjónusta þarf að byggja á sannreyndum vísindum, á leiðbeiningum þeirra sem þekkja til málaflokksins, og auðvitað á manngæsku og virðingu. Merk tímamót urðu í gær þegar Alþingi samþykkti eina framsæknustu löggjöf heims um þungunarrof. Frumvarpið er vitnisburður um nútímalegt samfélag sem viðurkennir rétt kvenna til að ráða yfir eigin líkama; samfélag sem treystir konum til að taka ákvarðanir um eigið líf. Málið var afgreitt af yfirvegun, virðingu og með ítarlegum hætti á öllum stigum. Forsendur þess byggja á bestu mögulegu þekkingu á þessu sviði, og í þinglegri meðferð var víðtækt samráð haft. Þar með er ekki sagt að umræðan um málið í þingsal hafi alfarið verið uppbyggileg, þar sem þingmenn fjölmenntu í pontu til að dásama sjálfsákvörðunarrétt kvenna yfir eigin líkama, en vildu síður treysta þeim til að sýna þennan sjálfsagða rétt í verki með því að styðja frumvarpið. Fjórða grein frumvarpsins, sem mælir fyrir um heimild konu til að rjúfa þungun að hennar beiðni til loka 22. viku meðgöngu, byggir á tillögum og athugasemdum sérfræðinga. Engar vísbendingar og engar rannsóknir eru til staðar sem benda til þess að konur fari frekar í þungunarrof þegar miðað er við 22. viku. Slíkur málflutningur, sem margir andstæðingar frumvarpsins á þingi hafa haldið á lofti, er fáránlegur í alla staði og ber vott um það litla traust sem þeir bera til kvenna, sannfæringar þeirra og ábyrgðar á eigin gjörðum. Raunar er það óheppilegt að tímamörk séu yfirleitt til staðar um þungunarrof, því ef við treystum konum til að taka upplýsta ákvörðun, og til að bera ábyrgð á þeirri ákvörðun sinni, þá er engin ástæða til að setja þeim skorður um það hvenær sú ákvörðun er tekin. Lagalegur fyrirvari um tímasetningu þungunarrofs færir þannig áhersluna frá ákvörðun og vilja konunnar og á líffræðilegan þroska fóstursins og lífvænleika þess, sem er háður síbreytilegum samfélagslegum og tæknilegum þáttum. Á Alþingi í gær voru skýr skilaboð send konum: Við treystum ykkur til að bera ábyrgð, til að taka ákvarðanir um líkama ykkar, til að taka afstöðu til þess máls sem þið einar eigið að eiga lokaorðið um.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun