Spjall Haukur Örn Birgisson skrifar 14. maí 2019 08:00 Við lifum á tímum stafrænna samskipta. Það er frábært að mörgu leyti en hefur aukaverkanir, eins og margt annað. Í viðskiptum getur fólk fundað, skrifast á og jafnvel undirritað samninga í gegnum tölvubúnað. Þeir námfúsu geta nælt sér í heilu háskólagráðurnar án þess að stíga fæti inn í skólabyggingu og ástvinir geta viðhaldið tengslum þrátt fyrir að búa í sitthvoru heimshorninu. En á sama tíma og við nýtum okkur kosti stafrænna samskipta þá fer okkur aftur í mannlegum samskiptum. Við erum hætt að hittast jafn mikið og við gerðum. Tala saman. Tjáningin fer nú fram með þumlum, fýluköllum, hlægiköllum og emoji-táknum. Merking raunverulegra orða tapast í stafrænni þýðingu og svipbrigðin eru falin á bak við svarta spegla snjallsímanna. Við glötum smátt og smátt hæfileikanum til þess að eiga spjall um ekki neitt, sem eru oft skemmtilegustu spjöllin. Þeir sem stunda heitu pottana eru reyndar öruggir með að halda í hæfileikann. Ég hitti prófessor á þessu sviði í gær, þegar ég ferðaðist með leigubíl að Keflavíkurflugvelli. Bílstjórinn kunni spjalllistina betur en flestir og það var augljóst að samfélagsmiðlunum hefur ekki tekist að eyðileggja hann. Á hálftíma ferðalagi ræddi hann við mig um allt frá gagnaverum á Suðurnesjum til barnanna minna. Frá Íslendingasögunum til lélegrar lögfræðiþjónustu. Þar sem ég bý stærstan hluta ársins í hinum stafræna heimi þá bar hann samræðurnar uppi. Ég svaraði bara. Það kom aldrei dauð stund þar sem þögnin réði ríkjum. Þetta var yndisleg bílferð og nærandi. Hann Egill ætti að halda námskeið í spjalli fyrir okkur hin og námskeiðið ætti að vera skyldufag, sem því miður endar líklegast á því að vera kennt í fjarnámi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Sjá meira
Við lifum á tímum stafrænna samskipta. Það er frábært að mörgu leyti en hefur aukaverkanir, eins og margt annað. Í viðskiptum getur fólk fundað, skrifast á og jafnvel undirritað samninga í gegnum tölvubúnað. Þeir námfúsu geta nælt sér í heilu háskólagráðurnar án þess að stíga fæti inn í skólabyggingu og ástvinir geta viðhaldið tengslum þrátt fyrir að búa í sitthvoru heimshorninu. En á sama tíma og við nýtum okkur kosti stafrænna samskipta þá fer okkur aftur í mannlegum samskiptum. Við erum hætt að hittast jafn mikið og við gerðum. Tala saman. Tjáningin fer nú fram með þumlum, fýluköllum, hlægiköllum og emoji-táknum. Merking raunverulegra orða tapast í stafrænni þýðingu og svipbrigðin eru falin á bak við svarta spegla snjallsímanna. Við glötum smátt og smátt hæfileikanum til þess að eiga spjall um ekki neitt, sem eru oft skemmtilegustu spjöllin. Þeir sem stunda heitu pottana eru reyndar öruggir með að halda í hæfileikann. Ég hitti prófessor á þessu sviði í gær, þegar ég ferðaðist með leigubíl að Keflavíkurflugvelli. Bílstjórinn kunni spjalllistina betur en flestir og það var augljóst að samfélagsmiðlunum hefur ekki tekist að eyðileggja hann. Á hálftíma ferðalagi ræddi hann við mig um allt frá gagnaverum á Suðurnesjum til barnanna minna. Frá Íslendingasögunum til lélegrar lögfræðiþjónustu. Þar sem ég bý stærstan hluta ársins í hinum stafræna heimi þá bar hann samræðurnar uppi. Ég svaraði bara. Það kom aldrei dauð stund þar sem þögnin réði ríkjum. Þetta var yndisleg bílferð og nærandi. Hann Egill ætti að halda námskeið í spjalli fyrir okkur hin og námskeiðið ætti að vera skyldufag, sem því miður endar líklegast á því að vera kennt í fjarnámi.
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar