Ætla að tryggja brunavarnir í Seljaskóla Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 13. maí 2019 11:20 Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir borgina ætla í það verkefni að tryggja eðlilegar flóttaleiðir úr Seljaskóla og sömuleiðis að tryggja brunavarnir. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hafði gert athugasemdir við brunavarnir í Seljaskóla en hluti hans varð eldi að bráð um liðna helgi. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, segir brunann um liðna helgi heilmikið áfall. Eldsupptök hafa ekki verið staðfest en mörgum bregður að sjálfsögðu við þegar bruni kemur upp í tvígang á skömmum tíma. Fyrri bruninn tengdist rafmagni og telur Helgi eðlilegt að allir angar málsins verði kannaðir þannig að öruggt verði að byggingin sé í lagi og allur frágangur á rafmagni sé tryggður. „Þetta kemur öllum á óvart og erum í þeim sporum að greina og meta. Stóra verkefnið er að þær skemmdir sem eru fyrirliggjandi, að við notum lagið og sláum eins margar flugur og hægt er í einu höggi svo aðstæður starfsmanna og nemenda verði betri,“ segir Helgi. Nemendum var gefið frí í skólanum í einn dag út af brunanum en Helgi segir að verið sé að skoða með yfirvöldum skólans hvar nákvæmlega sé hægt að koma skólastarfi fyrir á komandi dögum. Það muni taka langan tíma að laga þá álmu sem varð fyrir miklum skemmdum í brunanum, hugsanlega fram að áramótum. „Það á eftir að meta hversu skemmdirnar eru miklar, en ljóst þær eru verulegar. Þar þurfa allir að leggjast á eitt að finna lausn og svo bara að standa vörð um þetta góða skólastarf sem er í Seljaskóla, en auðvitað er þetta heilmikið áfall starfsfólk og börnin. Við vitum að það er reykjarlykt mjög víða í öllum skólanum, það tekur tíma að lofta út og hreinsa þar sem reykur náði að berast.“ Hann segir raka hafa fundist í hluta af botnplötu einnar byggingarinnar og mörg viðhaldsverkefni sem bíða en beðið sé eftir fjármagni til að ráðast í úrbætur. Hann vonast til að hægt sé að fara í það verkefni samhliða viðgerðum vegna brunans. Reykjavík Skóla - og menntamál Slökkvilið Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Sjá meira
Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir borgina ætla í það verkefni að tryggja eðlilegar flóttaleiðir úr Seljaskóla og sömuleiðis að tryggja brunavarnir. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hafði gert athugasemdir við brunavarnir í Seljaskóla en hluti hans varð eldi að bráð um liðna helgi. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, segir brunann um liðna helgi heilmikið áfall. Eldsupptök hafa ekki verið staðfest en mörgum bregður að sjálfsögðu við þegar bruni kemur upp í tvígang á skömmum tíma. Fyrri bruninn tengdist rafmagni og telur Helgi eðlilegt að allir angar málsins verði kannaðir þannig að öruggt verði að byggingin sé í lagi og allur frágangur á rafmagni sé tryggður. „Þetta kemur öllum á óvart og erum í þeim sporum að greina og meta. Stóra verkefnið er að þær skemmdir sem eru fyrirliggjandi, að við notum lagið og sláum eins margar flugur og hægt er í einu höggi svo aðstæður starfsmanna og nemenda verði betri,“ segir Helgi. Nemendum var gefið frí í skólanum í einn dag út af brunanum en Helgi segir að verið sé að skoða með yfirvöldum skólans hvar nákvæmlega sé hægt að koma skólastarfi fyrir á komandi dögum. Það muni taka langan tíma að laga þá álmu sem varð fyrir miklum skemmdum í brunanum, hugsanlega fram að áramótum. „Það á eftir að meta hversu skemmdirnar eru miklar, en ljóst þær eru verulegar. Þar þurfa allir að leggjast á eitt að finna lausn og svo bara að standa vörð um þetta góða skólastarf sem er í Seljaskóla, en auðvitað er þetta heilmikið áfall starfsfólk og börnin. Við vitum að það er reykjarlykt mjög víða í öllum skólanum, það tekur tíma að lofta út og hreinsa þar sem reykur náði að berast.“ Hann segir raka hafa fundist í hluta af botnplötu einnar byggingarinnar og mörg viðhaldsverkefni sem bíða en beðið sé eftir fjármagni til að ráðast í úrbætur. Hann vonast til að hægt sé að fara í það verkefni samhliða viðgerðum vegna brunans.
Reykjavík Skóla - og menntamál Slökkvilið Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Sjá meira