Erlendar eignir lífeyrissjóðanna aldrei verið meiri Atli Ísleifsson skrifar 11. maí 2019 09:15 Seðlabankinn greindi nýverið frá því að heildareignir íslenskra lífeyrissjóða hafi numið 4.549 milljörðum króna í lok síðasta marsmánaðar. vísir/vilhelm Erlendar eignir samtryggingadeilda lífeyrissjóða nema nú tæpum þriðjungi heildareigna sjóðanna og hefur þetta hlutfall aldrei verið hærra. Þetta kemur fram í frétt Greiningar Íslandsbanka og segir að heildareignir íslenskra lífeyrissjóða nemi nú liðlega einni og hálfri landsframleiðslu. Hafa þær aukist um ríflega 100 milljarða í hverjum mánuði það sem af er þessu ári. Seðlabankinn greindi nýverið frá því að heildareignir íslenskra lífeyrissjóða hafi numið 4.549 milljörðum króna í lok síðasta marsmánaðar. Þar af voru eignir samtryggingarsjóðanna 4.085 milljarðar en eignir séreignarsjóða 460 milljarðar. Höfðu eignirnir aukist um 306 milljarða króna frá áramótum, en stærstur hlutur, eða um 270 milljarðar, hafi verið í samtryggingarsjóðunum. Á vef Íslandsbanka segir að Fjármálaeftirlitið hafi í kjölfarið sent út sundurliðun á fjárfestingum lífeyrissjóðanna á fyrsta árskjórðungi þar sem fram kemur að eignaaukningin á fjórðungnum sé nánast jafn mikil og varð yfir allt árið 2018. „Stærstur hluti hennar skýrist af erlendum fjárfestingum sjóðanna og hagstæðrar þróunar á erlendum mörkuðum. Þar verður þó að taka með í reikninginn að síðasti fjórðungur ársins 2018 var sjóðunum býsna mótdrægur hvað varðar snarpa verðlækkun á erlendum hlutabréfum og verðhækkunin í upphafi árs var að stórum hluta sú lækkun að ganga til baka,“ segir í frétt greiningardeildar bankans. Lífeyrissjóðir Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Erlendar eignir samtryggingadeilda lífeyrissjóða nema nú tæpum þriðjungi heildareigna sjóðanna og hefur þetta hlutfall aldrei verið hærra. Þetta kemur fram í frétt Greiningar Íslandsbanka og segir að heildareignir íslenskra lífeyrissjóða nemi nú liðlega einni og hálfri landsframleiðslu. Hafa þær aukist um ríflega 100 milljarða í hverjum mánuði það sem af er þessu ári. Seðlabankinn greindi nýverið frá því að heildareignir íslenskra lífeyrissjóða hafi numið 4.549 milljörðum króna í lok síðasta marsmánaðar. Þar af voru eignir samtryggingarsjóðanna 4.085 milljarðar en eignir séreignarsjóða 460 milljarðar. Höfðu eignirnir aukist um 306 milljarða króna frá áramótum, en stærstur hlutur, eða um 270 milljarðar, hafi verið í samtryggingarsjóðunum. Á vef Íslandsbanka segir að Fjármálaeftirlitið hafi í kjölfarið sent út sundurliðun á fjárfestingum lífeyrissjóðanna á fyrsta árskjórðungi þar sem fram kemur að eignaaukningin á fjórðungnum sé nánast jafn mikil og varð yfir allt árið 2018. „Stærstur hluti hennar skýrist af erlendum fjárfestingum sjóðanna og hagstæðrar þróunar á erlendum mörkuðum. Þar verður þó að taka með í reikninginn að síðasti fjórðungur ársins 2018 var sjóðunum býsna mótdrægur hvað varðar snarpa verðlækkun á erlendum hlutabréfum og verðhækkunin í upphafi árs var að stórum hluta sú lækkun að ganga til baka,“ segir í frétt greiningardeildar bankans.
Lífeyrissjóðir Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira