Tillaga um nýtt auðlindaákvæði „yfirgengilegt hneyksli“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. maí 2019 23:25 Þorvaldur Gylfason lét í ljós óánægju sína með útspilið á Facebook-síðu sinni í kvöld. Þorvaldur Gylfason, hagfræðiprófessor sem sat í stjórnlagaráði, er langt frá því að vera ánægður með tillögu að nýju auðlindaákvæði á stjórnarskrá landsins sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, fjallaði um í kvöldfréttum RÚV. Ekki náðist í Þorvald við gerð fréttarinnar en í stöðuuppfærslu sem Þorvaldur skrifaði á Facebook kemur hann á framfæri óánægju sinni með útspilið. „Þessi tillaga um auðlindaákvæði er yfirgengilegt hneyksli, svo miklu verri er hún en tillaga Stjórnlagaráðs sem 83% kjósenda lýstu sig samþykka í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012,“ skrifar Þorvaldur. „Orðin „sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar“ eru farin. Orðin „gegn fullu gjaldi“ eru farin. Orðin „Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli“ eru farin. Ég gæti haldið áfram“. Tillagan hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda en tillagan er svohljóðandi: „Auðlindir náttúru Íslands tilheyra íslensku þjóðinni. Nýting auðlinda skal grundvallast á sjálfbærri þróun. Náttúruauðlindir og landsréttindi sem ekki eru háð einkaeignarrétti eru þjóðareign. Enginn getur fengið þessi gæði eða réttindi tengd þeim til eignar eða varanlegra afnota. Handhafar löggjafarvalds og framkvæmdarvalds fara með forræði og ráðstöfunarrétt þeirra í umboði þjóðarinnar. Veiting heimilda til nýtingar á náttúruauðlindum og landsréttindum sem eru í þjóðareign eða í eigu íslenska ríkisins skal grundvallast á lögum og gæta skal jafnræðis og gagnsæis. Með lögum skal kveða á um gjaldtöku fyrir heimildir til nýtingar í ábataskyni.“ Alþingi Stjórnarskrá Tengdar fréttir Leggja fram tillögu að nýju auðlindaákvæði í stjórnarskrá: Auðlindir náttúru landsins tilheyri íslensku þjóðinni Auðlindir náttúru landsins tilheyra íslensku þjóðinni samkvæmt tillögu að breytingu á stjórnarskrá landsins. Einnig er lagt til að enginn geti fengið varanleg afnot af auðlindunum og gjald skuli tekið af nýtingu í ábataskyni. 10. maí 2019 19:24 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Þorvaldur Gylfason, hagfræðiprófessor sem sat í stjórnlagaráði, er langt frá því að vera ánægður með tillögu að nýju auðlindaákvæði á stjórnarskrá landsins sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, fjallaði um í kvöldfréttum RÚV. Ekki náðist í Þorvald við gerð fréttarinnar en í stöðuuppfærslu sem Þorvaldur skrifaði á Facebook kemur hann á framfæri óánægju sinni með útspilið. „Þessi tillaga um auðlindaákvæði er yfirgengilegt hneyksli, svo miklu verri er hún en tillaga Stjórnlagaráðs sem 83% kjósenda lýstu sig samþykka í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012,“ skrifar Þorvaldur. „Orðin „sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar“ eru farin. Orðin „gegn fullu gjaldi“ eru farin. Orðin „Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli“ eru farin. Ég gæti haldið áfram“. Tillagan hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda en tillagan er svohljóðandi: „Auðlindir náttúru Íslands tilheyra íslensku þjóðinni. Nýting auðlinda skal grundvallast á sjálfbærri þróun. Náttúruauðlindir og landsréttindi sem ekki eru háð einkaeignarrétti eru þjóðareign. Enginn getur fengið þessi gæði eða réttindi tengd þeim til eignar eða varanlegra afnota. Handhafar löggjafarvalds og framkvæmdarvalds fara með forræði og ráðstöfunarrétt þeirra í umboði þjóðarinnar. Veiting heimilda til nýtingar á náttúruauðlindum og landsréttindum sem eru í þjóðareign eða í eigu íslenska ríkisins skal grundvallast á lögum og gæta skal jafnræðis og gagnsæis. Með lögum skal kveða á um gjaldtöku fyrir heimildir til nýtingar í ábataskyni.“
Alþingi Stjórnarskrá Tengdar fréttir Leggja fram tillögu að nýju auðlindaákvæði í stjórnarskrá: Auðlindir náttúru landsins tilheyri íslensku þjóðinni Auðlindir náttúru landsins tilheyra íslensku þjóðinni samkvæmt tillögu að breytingu á stjórnarskrá landsins. Einnig er lagt til að enginn geti fengið varanleg afnot af auðlindunum og gjald skuli tekið af nýtingu í ábataskyni. 10. maí 2019 19:24 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Leggja fram tillögu að nýju auðlindaákvæði í stjórnarskrá: Auðlindir náttúru landsins tilheyri íslensku þjóðinni Auðlindir náttúru landsins tilheyra íslensku þjóðinni samkvæmt tillögu að breytingu á stjórnarskrá landsins. Einnig er lagt til að enginn geti fengið varanleg afnot af auðlindunum og gjald skuli tekið af nýtingu í ábataskyni. 10. maí 2019 19:24