Aldrei fleiri lyfjatengd andlát Nadine Guðrún Yaghi skrifar 10. maí 2019 20:12 Þrjátíu og níu manns dóu vegna lyfjaeitrunar í fyrra, fleiri en nokkru sinni fyrr á einu ári. Flestir létu lífið vegna morfínskyldra lyfja og eru vísbendingar um að meira sé flutt ólöglega til landsins nú en áður. Þróunin er stórhættuleg að mati lyfjateymis embættis landlæknis. Fimmtíu og fimm andlát voru til skoðunar hjá Landlæknisembættinu í fyrra en embættið rannsakar dauðsföll þegar talið er að lyf hafi valdið andlátinu. Nú hefur dánameinaskrá staðfest að þrjátíu og níu andlát megi rekja til lyfjaeitrana og hafa þau aldrei verið fleiri. Í fyrra voru þau þrjátíu en síðasta áratug hafa þau verið að meðal tali tuttugu og átta á ári. Flest andlátin voru vegna ópíóíða eða morfínskyldra lyfja en athygli vekur að á sama tímabili dró talsvert úr ávísunum þeirra lyfja eða um 13,7%. Þetta gefur vísbendingu um að meira sé flutt ólöglega inn til landsins. „Við höfum náttúrulega áhyggjur af því að slík lyf séu að komast í umferð, ásamt ávísuðum lyfjum,“ segir Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjateymis hjá Embætti Landlæknis. Morfínskyld lyf eru sterk verkjalyf á borð við Oxycontin og Fentanyl. „Oftast er þetta einhvers konar misnotkun þar sem fólk ræður ekki við þá skammta sem það er að taka,“ segir Ólafur. „Sumir leysa þetta upp og sprauta sig en sennilega eru þau fleiri sem taka bara inn töfluna,“ segir Andrés Magnússon, yfirlæknir lyfjateymis Embættis Landlæknis. Af andlátunum í fyrra höfðu átján einstaklingar fengið litlu eða engu ávísað frá lækni. Aðrir höfðu fengið lyfjunum ávísað í einhverjum mæli síðustu mánuðina fyrir andlátið. „Það eru dæmi um einstaklinga sem við sjáum að eru að fá ávísað frá tugi lækna ávanabindandi lyf. Staðan er náttúrulega ennþá þannig á Íslandi að við erum að nota mun meira af þessum lyfjum heldur en nágrannaþjóðirnar,“ segir Ólafur. Stór hluti þeirra sem lést í fyrra hafði blandað lyfjunum saman við áfengi eða fíkniefni. Ólafur og Andrés óttast að fólk átti sig ekki á hættunni af misnotkun morfínskyldra lyfja. „Ópíóíðar eru hættulegir einir sér. Menn geta dáið til dæmis af einni töflu,“ segir Andrés. Þá hafa sjö andlát verið til skoðunar hjá Landlæknisembættinu fyrstu þrjá mánuði ársins. „Ég hef mjög miklar áhyggjur. Þetta eru náttúrulega hræðilegar fréttir. Fólk verður einhvern veginn að skilja að þegar það er að nota þessi lyf að þau eru mjög hættuleg,“ segir Andrés. Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Fjörutíu læknar fengið bréf vegna lyfjaávísana Það sem af er ári hafa yfir tvö hundruð manns fengið ávísað ávanabindandi lyfjum frá tíu eða fleiri læknum. Embætti landlæknis hefur sent rúmlega fjörutíu læknum bréf á árinu þar sem gerðar eru athugasemdir við lyfjaávísanir. 5. desember 2018 19:00 Á sjötta hundrað lækna ávísaði ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig Á sjötta hundrað lækna á Íslandi ávísuðu ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig í fyrra. Verkefnastjóri hjá Landlækni er gagnrýninn á sjálfsávísanir og segir fíknivanda þekktan atvinnusjúkdóm meðal heilbrigðisstarfsmanna. Dæmi séu um lækna hér á landi sem hafi verið sviptir starfsleyfi vegna fíknivanda. 6. febrúar 2019 19:00 Gripin með sjö þúsund Oxycontin töflur við komuna frá Tenerife Íslensk kona var handtekinn á Keflavíkurflugvelli þann 19. apríl síðastliðinn með mikið magn ávana- og fíknilyfja falið í tösku sinni. 29. apríl 2019 16:58 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Þrjátíu og níu manns dóu vegna lyfjaeitrunar í fyrra, fleiri en nokkru sinni fyrr á einu ári. Flestir létu lífið vegna morfínskyldra lyfja og eru vísbendingar um að meira sé flutt ólöglega til landsins nú en áður. Þróunin er stórhættuleg að mati lyfjateymis embættis landlæknis. Fimmtíu og fimm andlát voru til skoðunar hjá Landlæknisembættinu í fyrra en embættið rannsakar dauðsföll þegar talið er að lyf hafi valdið andlátinu. Nú hefur dánameinaskrá staðfest að þrjátíu og níu andlát megi rekja til lyfjaeitrana og hafa þau aldrei verið fleiri. Í fyrra voru þau þrjátíu en síðasta áratug hafa þau verið að meðal tali tuttugu og átta á ári. Flest andlátin voru vegna ópíóíða eða morfínskyldra lyfja en athygli vekur að á sama tímabili dró talsvert úr ávísunum þeirra lyfja eða um 13,7%. Þetta gefur vísbendingu um að meira sé flutt ólöglega inn til landsins. „Við höfum náttúrulega áhyggjur af því að slík lyf séu að komast í umferð, ásamt ávísuðum lyfjum,“ segir Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjateymis hjá Embætti Landlæknis. Morfínskyld lyf eru sterk verkjalyf á borð við Oxycontin og Fentanyl. „Oftast er þetta einhvers konar misnotkun þar sem fólk ræður ekki við þá skammta sem það er að taka,“ segir Ólafur. „Sumir leysa þetta upp og sprauta sig en sennilega eru þau fleiri sem taka bara inn töfluna,“ segir Andrés Magnússon, yfirlæknir lyfjateymis Embættis Landlæknis. Af andlátunum í fyrra höfðu átján einstaklingar fengið litlu eða engu ávísað frá lækni. Aðrir höfðu fengið lyfjunum ávísað í einhverjum mæli síðustu mánuðina fyrir andlátið. „Það eru dæmi um einstaklinga sem við sjáum að eru að fá ávísað frá tugi lækna ávanabindandi lyf. Staðan er náttúrulega ennþá þannig á Íslandi að við erum að nota mun meira af þessum lyfjum heldur en nágrannaþjóðirnar,“ segir Ólafur. Stór hluti þeirra sem lést í fyrra hafði blandað lyfjunum saman við áfengi eða fíkniefni. Ólafur og Andrés óttast að fólk átti sig ekki á hættunni af misnotkun morfínskyldra lyfja. „Ópíóíðar eru hættulegir einir sér. Menn geta dáið til dæmis af einni töflu,“ segir Andrés. Þá hafa sjö andlát verið til skoðunar hjá Landlæknisembættinu fyrstu þrjá mánuði ársins. „Ég hef mjög miklar áhyggjur. Þetta eru náttúrulega hræðilegar fréttir. Fólk verður einhvern veginn að skilja að þegar það er að nota þessi lyf að þau eru mjög hættuleg,“ segir Andrés.
Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Fjörutíu læknar fengið bréf vegna lyfjaávísana Það sem af er ári hafa yfir tvö hundruð manns fengið ávísað ávanabindandi lyfjum frá tíu eða fleiri læknum. Embætti landlæknis hefur sent rúmlega fjörutíu læknum bréf á árinu þar sem gerðar eru athugasemdir við lyfjaávísanir. 5. desember 2018 19:00 Á sjötta hundrað lækna ávísaði ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig Á sjötta hundrað lækna á Íslandi ávísuðu ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig í fyrra. Verkefnastjóri hjá Landlækni er gagnrýninn á sjálfsávísanir og segir fíknivanda þekktan atvinnusjúkdóm meðal heilbrigðisstarfsmanna. Dæmi séu um lækna hér á landi sem hafi verið sviptir starfsleyfi vegna fíknivanda. 6. febrúar 2019 19:00 Gripin með sjö þúsund Oxycontin töflur við komuna frá Tenerife Íslensk kona var handtekinn á Keflavíkurflugvelli þann 19. apríl síðastliðinn með mikið magn ávana- og fíknilyfja falið í tösku sinni. 29. apríl 2019 16:58 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Fjörutíu læknar fengið bréf vegna lyfjaávísana Það sem af er ári hafa yfir tvö hundruð manns fengið ávísað ávanabindandi lyfjum frá tíu eða fleiri læknum. Embætti landlæknis hefur sent rúmlega fjörutíu læknum bréf á árinu þar sem gerðar eru athugasemdir við lyfjaávísanir. 5. desember 2018 19:00
Á sjötta hundrað lækna ávísaði ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig Á sjötta hundrað lækna á Íslandi ávísuðu ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig í fyrra. Verkefnastjóri hjá Landlækni er gagnrýninn á sjálfsávísanir og segir fíknivanda þekktan atvinnusjúkdóm meðal heilbrigðisstarfsmanna. Dæmi séu um lækna hér á landi sem hafi verið sviptir starfsleyfi vegna fíknivanda. 6. febrúar 2019 19:00
Gripin með sjö þúsund Oxycontin töflur við komuna frá Tenerife Íslensk kona var handtekinn á Keflavíkurflugvelli þann 19. apríl síðastliðinn með mikið magn ávana- og fíknilyfja falið í tösku sinni. 29. apríl 2019 16:58