Útiliðið græðir miklu meira á oddaleik í handboltanum en í körfunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2019 15:45 Eyjamenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn eftr sigur í oddaleik í Schenker-höllinni fyrir fimm árum. vísir/stefán Á morgun fer fram oddaleikur á milli Hauka og ÍBV í úrslitakeppni Olís deildar karla í handbolta en hann fer fram einni viku eftir oddaleik KR og ÍR í úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta. Það var troðfullt í DHL-höll þeirra KR-inga á laugardaginn var og það verður örugglega líka mjög vel mætt í Schenkerhöll Haukanna á morgun. Það er aftur á móti eitt sem er mjög ólíkt milli þessara oddaleikja. Á meðan KR-ingar fengu alla innkomuna frá sínum oddaleik um síðustu helgi þá þurfa Haukar að skipta tekjunum með ÍBV eftir leikinn á morgun. KR-ingar þurftu reyndar að borga allan dómarakostnað á leiknum sínum en í handboltanum teljast ferðakostnaður Eyjamanna til Hafnarfjarðar til kostnaðar við leikinn þegar allt er gert upp. Þetta kemur vel fram í reglugerð HSÍ um handknattleiksmót en þar stendur: „Ef kemur til oddaleiks í úrslitakeppni eða umspili skal ágóða eða tapi af hverjum leik skal skipta jafnt milli leikaðila. Ferðakostnaður til og frá leikstað, skal teljast með kostnaði vegna leiks og skiptast jafnt á leikaðila. Gestaliðið skal leggja fram sönnun fyrir útlögðum ferðakostnaði. Ferðakostnaður getur verið kostnaður vegna allt að 19 manns hjá meistaraflokkum, þ.e. 14 leikmenn, starfsmenn A, B, C og D og einum stjórnarmanni. Húsaleiga skal aldrei verða meiri en 10% af aðgangseyri. Heimalið skal hafa til ráðstöfunar 50% af aðgöngumiðafjölda og gestir 50%. Gestir skulu skila óseldum miðum a.m.k. 1. klst. fyrir leik.“ Á þessu sést að útiliðið í oddaleikjum græðir miklu meira á oddaleiknum í handboltanum en það gerir í körfunni. „Félög hirða tekjur af heimaleikjum sínum í Íslandsmóti og þau bera einnig allan kostnað vegna framkvæmdar hans. Lið sem leikur á útivelli í Íslandsmóti ber allan kostnað vegna ferðalaga leikmanna,“ segir í reglugerð KKÍ. ÍR-ingar þurftu því bæði að sætta sig við silfur og að KR-ingarnir tóku allar tekjur af oddaleiknum um síðustu helgi. Eyjamenn munu hins vegar eflaust fá heilmikið í kassann verði vel mætt á Ásvelli á morgun. Dominos-deild karla Olís-deild karla Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Á morgun fer fram oddaleikur á milli Hauka og ÍBV í úrslitakeppni Olís deildar karla í handbolta en hann fer fram einni viku eftir oddaleik KR og ÍR í úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta. Það var troðfullt í DHL-höll þeirra KR-inga á laugardaginn var og það verður örugglega líka mjög vel mætt í Schenkerhöll Haukanna á morgun. Það er aftur á móti eitt sem er mjög ólíkt milli þessara oddaleikja. Á meðan KR-ingar fengu alla innkomuna frá sínum oddaleik um síðustu helgi þá þurfa Haukar að skipta tekjunum með ÍBV eftir leikinn á morgun. KR-ingar þurftu reyndar að borga allan dómarakostnað á leiknum sínum en í handboltanum teljast ferðakostnaður Eyjamanna til Hafnarfjarðar til kostnaðar við leikinn þegar allt er gert upp. Þetta kemur vel fram í reglugerð HSÍ um handknattleiksmót en þar stendur: „Ef kemur til oddaleiks í úrslitakeppni eða umspili skal ágóða eða tapi af hverjum leik skal skipta jafnt milli leikaðila. Ferðakostnaður til og frá leikstað, skal teljast með kostnaði vegna leiks og skiptast jafnt á leikaðila. Gestaliðið skal leggja fram sönnun fyrir útlögðum ferðakostnaði. Ferðakostnaður getur verið kostnaður vegna allt að 19 manns hjá meistaraflokkum, þ.e. 14 leikmenn, starfsmenn A, B, C og D og einum stjórnarmanni. Húsaleiga skal aldrei verða meiri en 10% af aðgangseyri. Heimalið skal hafa til ráðstöfunar 50% af aðgöngumiðafjölda og gestir 50%. Gestir skulu skila óseldum miðum a.m.k. 1. klst. fyrir leik.“ Á þessu sést að útiliðið í oddaleikjum græðir miklu meira á oddaleiknum í handboltanum en það gerir í körfunni. „Félög hirða tekjur af heimaleikjum sínum í Íslandsmóti og þau bera einnig allan kostnað vegna framkvæmdar hans. Lið sem leikur á útivelli í Íslandsmóti ber allan kostnað vegna ferðalaga leikmanna,“ segir í reglugerð KKÍ. ÍR-ingar þurftu því bæði að sætta sig við silfur og að KR-ingarnir tóku allar tekjur af oddaleiknum um síðustu helgi. Eyjamenn munu hins vegar eflaust fá heilmikið í kassann verði vel mætt á Ásvelli á morgun.
Dominos-deild karla Olís-deild karla Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira