Guðmundur Andri furðar sig á ofgnótt umfjöllunar RÚV um Eurovision Jakob Bjarnar skrifar 10. maí 2019 09:08 Guðmundur Andri er orðinn þreyttur á endalausri umfjöllun RÚV um Eurovision. Og spyr hvort ekki megi beina fé og atgervi að öðrum og þarfari verkefnum. Guðmundur Andri Thorsson, alþingismaður og rithöfundur, hefur fengið sig fullsaddan á látlausri umfjöllun Ríkisútvarpsins um Eurovision, þar sem oft á dag er fjallað „innvirðulega um keppnina.“ Þingmaðurinn veltir þessu fyrir sér á Facebooksíðu sinni nú í morgunsárið; segist vilja sýna þessu skilning, enda frjálslyndur og umburðarlyndur maður. „En mér finnst þetta – þið fyrirgefið – svolítið leiðinlegt.“Mætti nota féð í eitthvað þarfara Guðmundur Andri, sem ávallt hefur verið mikill stuðningsmaður RÚV, segist stundum hafa velt því fyrir sér hvort ekki megi minnka þetta eða jafnvel færa annað, til dæmis á Stöð 2 eða Hringbraut? „Nota svo eitthvað af peningunum sem í þetta fara til að endurvekja Hljómskálann sem Sigtryggur Baldursson var með og voru snilldarþættir og vettvangur fyrir íslenska tónlistarmenn sem eru satt að segja alltof fátíðir gestir í sjónvarpinu, fyrir utan þætti Gísla Marteins; út úr þeim þáttum komu mörg góð lög sem lifa, til dæmis Líttu sérhvert sólarlag.“Páll Magnússon greindi frá því á sínum tíma að RÚV hafi brugðið fæti fyrir Stöð 2 þegar sjónvarpsstöðin vildi gerast aðili að EBU.fbl/ernirHugleiðingar Guðmundar Andra hafa þegar vakið nokkra athygli og skapað athyglisverða umræðu. Á það er bent að Stöð 2 sé ekki meðlimur í evrópsku ríkisstöðvasamtökunum, sem stendur fyrir keppninni. Og því sé um tómt mál að tala.RÚV kom í veg fyrir aðild Stöðvar 2 á sínum tíma En, Gunnar Smári Egilsson blaðamaður flettir upp í annálum og segir það vissulega rétt, en það sé ekki sjálfgefið. Margar stórar einkastöðvar séu það svo sem TV" í Noregi, ITV í Bretlandi, Canal+ í Frakklandi og TV4 í Svíþjóð. Hann segir að fyrir þrjátíu árum hafi Stöð 2 sótt um og verið hafnað. Um það segir í frétt sem finna má á gagnasafni Mbl: „Páll [Magnússon] segir að RÚV hafi ekki verið í heiðarlegri og eðlilegri samkeppni við Stöð 2. Á ýmsum sviðum hefur RÚV beinlínis unnið gegn okkur með lúalegum hætti." Páll nefnir sem dæmi, að RÚV hafi komið í veg fyrir að Stöð 2 yrði aðili að EBU, Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. Umsókn okkar lá þar fyrir og uppfylltum við öll skilyrði sem EBU setti. Við vorum búin að fá vilyrði þaðan og menntamálaráðuneytið tók m.a. saman skýrslu um innlenda framleiðslu stöðvarinnar og starfsemi. RÚV var síðan það ósvífið að rengja skýrslu ráðuneytisins, fullyrtu í bréfi til EBU að sú skýrsla væri röng. Meðal annars á þeim grundvelli, var okkar umsókn hafnað." Eurovision Fjölmiðlar Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira
Guðmundur Andri Thorsson, alþingismaður og rithöfundur, hefur fengið sig fullsaddan á látlausri umfjöllun Ríkisútvarpsins um Eurovision, þar sem oft á dag er fjallað „innvirðulega um keppnina.“ Þingmaðurinn veltir þessu fyrir sér á Facebooksíðu sinni nú í morgunsárið; segist vilja sýna þessu skilning, enda frjálslyndur og umburðarlyndur maður. „En mér finnst þetta – þið fyrirgefið – svolítið leiðinlegt.“Mætti nota féð í eitthvað þarfara Guðmundur Andri, sem ávallt hefur verið mikill stuðningsmaður RÚV, segist stundum hafa velt því fyrir sér hvort ekki megi minnka þetta eða jafnvel færa annað, til dæmis á Stöð 2 eða Hringbraut? „Nota svo eitthvað af peningunum sem í þetta fara til að endurvekja Hljómskálann sem Sigtryggur Baldursson var með og voru snilldarþættir og vettvangur fyrir íslenska tónlistarmenn sem eru satt að segja alltof fátíðir gestir í sjónvarpinu, fyrir utan þætti Gísla Marteins; út úr þeim þáttum komu mörg góð lög sem lifa, til dæmis Líttu sérhvert sólarlag.“Páll Magnússon greindi frá því á sínum tíma að RÚV hafi brugðið fæti fyrir Stöð 2 þegar sjónvarpsstöðin vildi gerast aðili að EBU.fbl/ernirHugleiðingar Guðmundar Andra hafa þegar vakið nokkra athygli og skapað athyglisverða umræðu. Á það er bent að Stöð 2 sé ekki meðlimur í evrópsku ríkisstöðvasamtökunum, sem stendur fyrir keppninni. Og því sé um tómt mál að tala.RÚV kom í veg fyrir aðild Stöðvar 2 á sínum tíma En, Gunnar Smári Egilsson blaðamaður flettir upp í annálum og segir það vissulega rétt, en það sé ekki sjálfgefið. Margar stórar einkastöðvar séu það svo sem TV" í Noregi, ITV í Bretlandi, Canal+ í Frakklandi og TV4 í Svíþjóð. Hann segir að fyrir þrjátíu árum hafi Stöð 2 sótt um og verið hafnað. Um það segir í frétt sem finna má á gagnasafni Mbl: „Páll [Magnússon] segir að RÚV hafi ekki verið í heiðarlegri og eðlilegri samkeppni við Stöð 2. Á ýmsum sviðum hefur RÚV beinlínis unnið gegn okkur með lúalegum hætti." Páll nefnir sem dæmi, að RÚV hafi komið í veg fyrir að Stöð 2 yrði aðili að EBU, Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. Umsókn okkar lá þar fyrir og uppfylltum við öll skilyrði sem EBU setti. Við vorum búin að fá vilyrði þaðan og menntamálaráðuneytið tók m.a. saman skýrslu um innlenda framleiðslu stöðvarinnar og starfsemi. RÚV var síðan það ósvífið að rengja skýrslu ráðuneytisins, fullyrtu í bréfi til EBU að sú skýrsla væri röng. Meðal annars á þeim grundvelli, var okkar umsókn hafnað."
Eurovision Fjölmiðlar Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira