Halldóra: Stjórnmálastéttinni ekki treystandi til þess að setja hag þjóðarinnar umfram eigin Atli Ísleifsson skrifar 29. maí 2019 21:04 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata. vísir/vilhelm Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, segir ástæðuna fyrir því að fólk beri lítið traust til Alþingis vera að stjórnmálastéttin hafi sýnt að henni sé ekki treystandi til að fara með völd. Henni sé ekki treystandi til þess að setja hag þjóðarinnar umfram eigin hag. Þetta sagði Halldóra í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Hún sagði að stjórnmálamenn hafi ítrekað sýnt það í aðdraganda kosninga hversu tilbúnir þeir séu til að lofa öllu fögru til að halda völdum, en treysti svo á gleymni almennings frekar en efna loforðin. Hún sagði stærsta skrefið í þá átt að endurreisa traust til Alþingis væri líklega það að efna stærsta svikna loforðið. Árið 2012 hafi verið haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort að hér skyldi taka gildi ný stjórnarskrá byggð á tillögum stjórnlagaráðs. Tveir þriðju kjósenda, yfirgnæfandi meirihluti, hafi lýst því yfir að svo skildi verða.Ofan í skúffu „Nú, um sjö árum seinna, er nýja stjórnarskráin enn ofan í skúffu ríkisstjórnarinnar. Það þótti mikilvægara að mynda þessa margumræddu breiðu ríkisstjórn frá vinstri til hægri en að efna loforðið við þjóðina um nýja stjórnarskrá. Það þótti mikilvægara að leiða Sjálfstæðisflokkinn aftur til valda, þrátt fyrir öll þau ótal spillingarmál sem hann hefur komið að á nýliðnum árum og þrátt fyrir andstöðu hans við nýju stjórnarskrána og aðgerðir gegn henni - þá þótti það mikilvægara en að efna loforðið við þjóðina um nýja stjórnarskrá. Skortur á aðgerðum til að auka traust fela í sér gríðarlega hættu. Mikið vantraust til stjórnmála, stjórnmálamanna og lýðræðislegra stofnana getur verið undanfari þess að lýðræðisleg gildi víki fyrir stjórnlyndum þjóðernispopúlisma. Ég hef áhyggjur af þessari þróun. Ég hef sérstaklega áhyggjur af því hvernig við bregðumst við þessari þróun því það hefur verið tilhneiging okkar að reyna að ráðast beint gegn þessum öflum með því að setja tjáningarfrelsinu þrengri skorður, með því að reyna að þagga niður umræðu sem okkur þóknast ekki. En staðreyndin er sú að þöggunin nær sjaldnast markmiði sínu heldur nærir frekar og valdeflir þær raddir sem á að þagga,“ sagði Halldóra.Hlusta á raddir almennings Þingmaðurinn sagði hlutverk þingmanna vera að hlusta á raddir almennings, gefa áhyggjum þeirra gaum, stuðla að upplýstri umræðu og vinna að lausnum með gegnsæum ferlum og með skýrri aðkomu almennings. Undir lok ræðu sinnar beindi þingmaðurinn þeim orðum til þjóðarinnar að segja að „þið eruð stjórnarskrárgjafinn og það [sé ]okkar að framkvæma ykkar vilja við gerð grunnsamfélagssáttmálans okkar. Það er mín von að okkur auðnist að framkvæma þann vilja sem allra fyrst, til þess að við höfum öll betri leikreglur, þing sem þjóð, til þess að leysa úr áskorunum framtíðar saman. Við lítum á það sem verkefni okkar Pírata að framkvæma, með gagnsæi og heiðarleika að leiðarljósi, og það verður það áfram þar til markmiðinu er náð,“ sagði Halldóra. Alþingi Píratar Stjórnarskrá Tengdar fréttir EES-samningurinn hafi gjörbreytt íslensku samfélagi Áslaug Arna sagði framtíðina banka á dyrnar sama hversu margir vilja berjast gegn henni. 29. maí 2019 20:45 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Fleiri fréttir „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Sjá meira
Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, segir ástæðuna fyrir því að fólk beri lítið traust til Alþingis vera að stjórnmálastéttin hafi sýnt að henni sé ekki treystandi til að fara með völd. Henni sé ekki treystandi til þess að setja hag þjóðarinnar umfram eigin hag. Þetta sagði Halldóra í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Hún sagði að stjórnmálamenn hafi ítrekað sýnt það í aðdraganda kosninga hversu tilbúnir þeir séu til að lofa öllu fögru til að halda völdum, en treysti svo á gleymni almennings frekar en efna loforðin. Hún sagði stærsta skrefið í þá átt að endurreisa traust til Alþingis væri líklega það að efna stærsta svikna loforðið. Árið 2012 hafi verið haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort að hér skyldi taka gildi ný stjórnarskrá byggð á tillögum stjórnlagaráðs. Tveir þriðju kjósenda, yfirgnæfandi meirihluti, hafi lýst því yfir að svo skildi verða.Ofan í skúffu „Nú, um sjö árum seinna, er nýja stjórnarskráin enn ofan í skúffu ríkisstjórnarinnar. Það þótti mikilvægara að mynda þessa margumræddu breiðu ríkisstjórn frá vinstri til hægri en að efna loforðið við þjóðina um nýja stjórnarskrá. Það þótti mikilvægara að leiða Sjálfstæðisflokkinn aftur til valda, þrátt fyrir öll þau ótal spillingarmál sem hann hefur komið að á nýliðnum árum og þrátt fyrir andstöðu hans við nýju stjórnarskrána og aðgerðir gegn henni - þá þótti það mikilvægara en að efna loforðið við þjóðina um nýja stjórnarskrá. Skortur á aðgerðum til að auka traust fela í sér gríðarlega hættu. Mikið vantraust til stjórnmála, stjórnmálamanna og lýðræðislegra stofnana getur verið undanfari þess að lýðræðisleg gildi víki fyrir stjórnlyndum þjóðernispopúlisma. Ég hef áhyggjur af þessari þróun. Ég hef sérstaklega áhyggjur af því hvernig við bregðumst við þessari þróun því það hefur verið tilhneiging okkar að reyna að ráðast beint gegn þessum öflum með því að setja tjáningarfrelsinu þrengri skorður, með því að reyna að þagga niður umræðu sem okkur þóknast ekki. En staðreyndin er sú að þöggunin nær sjaldnast markmiði sínu heldur nærir frekar og valdeflir þær raddir sem á að þagga,“ sagði Halldóra.Hlusta á raddir almennings Þingmaðurinn sagði hlutverk þingmanna vera að hlusta á raddir almennings, gefa áhyggjum þeirra gaum, stuðla að upplýstri umræðu og vinna að lausnum með gegnsæum ferlum og með skýrri aðkomu almennings. Undir lok ræðu sinnar beindi þingmaðurinn þeim orðum til þjóðarinnar að segja að „þið eruð stjórnarskrárgjafinn og það [sé ]okkar að framkvæma ykkar vilja við gerð grunnsamfélagssáttmálans okkar. Það er mín von að okkur auðnist að framkvæma þann vilja sem allra fyrst, til þess að við höfum öll betri leikreglur, þing sem þjóð, til þess að leysa úr áskorunum framtíðar saman. Við lítum á það sem verkefni okkar Pírata að framkvæma, með gagnsæi og heiðarleika að leiðarljósi, og það verður það áfram þar til markmiðinu er náð,“ sagði Halldóra.
Alþingi Píratar Stjórnarskrá Tengdar fréttir EES-samningurinn hafi gjörbreytt íslensku samfélagi Áslaug Arna sagði framtíðina banka á dyrnar sama hversu margir vilja berjast gegn henni. 29. maí 2019 20:45 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Fleiri fréttir „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Sjá meira
EES-samningurinn hafi gjörbreytt íslensku samfélagi Áslaug Arna sagði framtíðina banka á dyrnar sama hversu margir vilja berjast gegn henni. 29. maí 2019 20:45