Hæðin háir ekki þeim smávaxnasta í Arsenal liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2019 14:00 Lucas Torreira er ekki hár í loftinu. Getty/Julian Finney Úrúgvæmaðurinn Lucas Torreira er ekki hár í loftinu en Arsenal treystir á að hann verði stór fyrirstaða fyrir liðsmenn Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Bakú í kvöld. Sigur í leiknum tryggir Arsenal bæði langþráðan Evróputitil og sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Leikur Chelsea og Arsenal verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en hann verður einnig sýndur í ofurháskerpu á Stöð 2 Sport UHD. Leikurinn hefst klukkan 19.00. Hinn smávaxni Lucas Torreira, sem er aðeins 1,68 metrar á hæð, hefur þegar unnið hug og hjörtu stuðningsmanna Arsenal fyrir keppnisskap sitt og ástríðu. Hann er á sínu fyrsta tímabili með Arsenal eftir að hafa komið frá ítalska félaginu Sampdoria síðasta sumar. Blaðamaður Telegraph hitti Lucas Torreira og ræddi við hann í tilefni af úrslitaleiknum í kvöld. Lucas Torreira sagði þar meðal annars frá kvölum sínum þegar hann var að byrja atvinnumannaferil sinn í Evrópu. Torreira kom til Pescara ásamt nokkrum löndum sínum þegar hann var aðeins sautján ára. Lucas Torreira var tilbúinn að gefa allt sitt til að sanna sig í Evrópu og sleppa við að snúa aftur til Suður-Ameríku.Lucas Torreira: 'I don’t think height impedes players - you just need desire to achieve big things'. @SamJDean reports https://t.co/3z8eRwNpTK — Telegraph Football (@TeleFootball) May 28, 2019„Ég var með þessar vörtur á fótunum. Ég náði ekki að æfa almennilega og skórnir meiddu mig. Mér datt samt ekki í hug að láta vita að ég væri að drepast úr sársauka. Þarna var möguleiki fyrir mig að breyta lífi mínu, breyta lífi fjölskyldunnar minnar og skapa mér nafn. Ég glímdi því lengi við verkina,“ sagði Lucas Torreira. Á endanum tók einhver eftir þessu og Lucas Torreira fékk þá hjálp sem hann þyrfti á að halda. Í framhaldinu fór ferillinn á flug, hann fór frá Pescara til Sampdoria og var svo keyptur til enska úrvalsdeildarliðsins eftir HM. Lucas Torreira segist stoltur af uppruna sínum og að hann ætli sér alltaf að sýna úrúgvæska baráttueðlið þegar hann kemur inn á völlinn. „Þú ert alltaf Úrúgvæmaður þegar þú stígur inn á völlinn. Ég reyni að sýna hver ég er og hvaðan ég kem,“ sagði Torreira. Enska úrvalsdeildin tekur mikið á líkamlega og þar er ekkert að hjálpa Torreira að hann er smávaxinn. Þar er það grimmd hans og baráttuvilji sem hefur skapað honum vinsældir meðal stuðningsmanna Arsenal. „Ég er leikmaður sem fer hundrað prósent í alla bolta. Ég vil berjast fyrir mínum draumum. Ég tel ekki að hæð hindri leikmenn við að ná sínum markmiðum. Sjáið bara Leo Messi sem dæmi. Þegar þú ert á vellinum þá er það mikilvægast hvernig þú hreyfir þig, hvert sjálfstraust þitt er og hver sé þrá þín í að ná alvöru árangri,“ sagði Torreira. Torreira veit líka að úrúgvæska þjóðin mun fylgjast með honum í kvöld. „Ég er eini leikmaðurinn frá Úrúgvæ sem er ennþá með í Meistaradeildinni eða Evrópudeildinni. Ég veit því vel að úrúgvæska þjóðin á eftir að horfa á þennan úrslitaleik,“ sagði Torreira. Evrópudeild UEFA Þjóðadeild UEFA Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Fleiri fréttir Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Sjá meira
Úrúgvæmaðurinn Lucas Torreira er ekki hár í loftinu en Arsenal treystir á að hann verði stór fyrirstaða fyrir liðsmenn Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Bakú í kvöld. Sigur í leiknum tryggir Arsenal bæði langþráðan Evróputitil og sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Leikur Chelsea og Arsenal verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en hann verður einnig sýndur í ofurháskerpu á Stöð 2 Sport UHD. Leikurinn hefst klukkan 19.00. Hinn smávaxni Lucas Torreira, sem er aðeins 1,68 metrar á hæð, hefur þegar unnið hug og hjörtu stuðningsmanna Arsenal fyrir keppnisskap sitt og ástríðu. Hann er á sínu fyrsta tímabili með Arsenal eftir að hafa komið frá ítalska félaginu Sampdoria síðasta sumar. Blaðamaður Telegraph hitti Lucas Torreira og ræddi við hann í tilefni af úrslitaleiknum í kvöld. Lucas Torreira sagði þar meðal annars frá kvölum sínum þegar hann var að byrja atvinnumannaferil sinn í Evrópu. Torreira kom til Pescara ásamt nokkrum löndum sínum þegar hann var aðeins sautján ára. Lucas Torreira var tilbúinn að gefa allt sitt til að sanna sig í Evrópu og sleppa við að snúa aftur til Suður-Ameríku.Lucas Torreira: 'I don’t think height impedes players - you just need desire to achieve big things'. @SamJDean reports https://t.co/3z8eRwNpTK — Telegraph Football (@TeleFootball) May 28, 2019„Ég var með þessar vörtur á fótunum. Ég náði ekki að æfa almennilega og skórnir meiddu mig. Mér datt samt ekki í hug að láta vita að ég væri að drepast úr sársauka. Þarna var möguleiki fyrir mig að breyta lífi mínu, breyta lífi fjölskyldunnar minnar og skapa mér nafn. Ég glímdi því lengi við verkina,“ sagði Lucas Torreira. Á endanum tók einhver eftir þessu og Lucas Torreira fékk þá hjálp sem hann þyrfti á að halda. Í framhaldinu fór ferillinn á flug, hann fór frá Pescara til Sampdoria og var svo keyptur til enska úrvalsdeildarliðsins eftir HM. Lucas Torreira segist stoltur af uppruna sínum og að hann ætli sér alltaf að sýna úrúgvæska baráttueðlið þegar hann kemur inn á völlinn. „Þú ert alltaf Úrúgvæmaður þegar þú stígur inn á völlinn. Ég reyni að sýna hver ég er og hvaðan ég kem,“ sagði Torreira. Enska úrvalsdeildin tekur mikið á líkamlega og þar er ekkert að hjálpa Torreira að hann er smávaxinn. Þar er það grimmd hans og baráttuvilji sem hefur skapað honum vinsældir meðal stuðningsmanna Arsenal. „Ég er leikmaður sem fer hundrað prósent í alla bolta. Ég vil berjast fyrir mínum draumum. Ég tel ekki að hæð hindri leikmenn við að ná sínum markmiðum. Sjáið bara Leo Messi sem dæmi. Þegar þú ert á vellinum þá er það mikilvægast hvernig þú hreyfir þig, hvert sjálfstraust þitt er og hver sé þrá þín í að ná alvöru árangri,“ sagði Torreira. Torreira veit líka að úrúgvæska þjóðin mun fylgjast með honum í kvöld. „Ég er eini leikmaðurinn frá Úrúgvæ sem er ennþá með í Meistaradeildinni eða Evrópudeildinni. Ég veit því vel að úrúgvæska þjóðin á eftir að horfa á þennan úrslitaleik,“ sagði Torreira.
Evrópudeild UEFA Þjóðadeild UEFA Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Fleiri fréttir Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Sjá meira