Engin viðhorfsbreyting orðið til Mannréttindadómstóls Evrópu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 29. maí 2019 06:15 Lyklaskipti voru höfð í ráðuneytinu 14. mars sl. Fréttablaðið/Stefán Engin viðhorfsbreyting hefur orðið í ráðuneytinu gagnvart Mannréttindadómstól Evrópu að sögn Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur dómsmálaráðherra. Í grein í Morgunblaðinu á laugardaginn vísaði Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, til dómstólsins sem erlendrar nefndar sem hefði ekkert umboð frá sjálfstæðum Íslendingum. Vísaði Sigríður til dómsins í Landsréttarmálinu sem atlögu pólitískt kjörinna dómara í Strassborg að íslensku dómskerfi. „Það er ekki um neina viðhorfsbreytingu að ræða,“ segir Þórdís í svari við fyrirspurn blaðsins um hvort viðhorf ráðuneytisins til dómstólsins hafi breyst eftir dóminn og hvort fyrrgreind viðhorf Sigríðar endurspegli viðhorf ráðuneytisins. Þórdís segir málið flókið og með marga vinkla og því skiljanlega mismunandi skoðanir á því. Hún segist hlusta á öll sjónarmið enda felist oft mesta ábyrgðin í að gera stöðuna ekki verri með illfærum inngripum. „Ég er sem fyrr ekki þeirrar skoðunar að Ísland eigi að fella niður aðild sína að Mannréttindasáttmálanum og við höfum skuldbundið okkur að þjóðarétti til að fullnusta þá dóma sem upp eru kveðnir um Ísland,“ bætir Þórdís við og segir fullnustu þeirra falla ýmist í skaut dómstóla eða stjórnvalda. „Það er þó alveg skýrt að við höfum ekki framselt dómsvald til Evrópu,“ segir Þórdís og telur eðlilegt að stjórnvöld hafi óskað endurskoðunar á fordæmalausri niðurstöðu sem stangist á við dóm Hæstaréttar og fari inn á svið íslenskra dómstóla við túlkun á landslögum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Engin viðhorfsbreyting hefur orðið í ráðuneytinu gagnvart Mannréttindadómstól Evrópu að sögn Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur dómsmálaráðherra. Í grein í Morgunblaðinu á laugardaginn vísaði Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, til dómstólsins sem erlendrar nefndar sem hefði ekkert umboð frá sjálfstæðum Íslendingum. Vísaði Sigríður til dómsins í Landsréttarmálinu sem atlögu pólitískt kjörinna dómara í Strassborg að íslensku dómskerfi. „Það er ekki um neina viðhorfsbreytingu að ræða,“ segir Þórdís í svari við fyrirspurn blaðsins um hvort viðhorf ráðuneytisins til dómstólsins hafi breyst eftir dóminn og hvort fyrrgreind viðhorf Sigríðar endurspegli viðhorf ráðuneytisins. Þórdís segir málið flókið og með marga vinkla og því skiljanlega mismunandi skoðanir á því. Hún segist hlusta á öll sjónarmið enda felist oft mesta ábyrgðin í að gera stöðuna ekki verri með illfærum inngripum. „Ég er sem fyrr ekki þeirrar skoðunar að Ísland eigi að fella niður aðild sína að Mannréttindasáttmálanum og við höfum skuldbundið okkur að þjóðarétti til að fullnusta þá dóma sem upp eru kveðnir um Ísland,“ bætir Þórdís við og segir fullnustu þeirra falla ýmist í skaut dómstóla eða stjórnvalda. „Það er þó alveg skýrt að við höfum ekki framselt dómsvald til Evrópu,“ segir Þórdís og telur eðlilegt að stjórnvöld hafi óskað endurskoðunar á fordæmalausri niðurstöðu sem stangist á við dóm Hæstaréttar og fari inn á svið íslenskra dómstóla við túlkun á landslögum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira