Skjótvirk leið til þess að lækka vexti Kristinn Ingi Jónsson skrifar 29. maí 2019 05:00 Sú ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands að lækka stýrivexti bankans um hálft prósentustig markar á vissan hátt tímamót í íslenskri hagsögu. Ólíkt því sem áður hefur þekkst gerir gjörbreytt staða Íslands – sem er orðið fjármagnsinnflytjandi með viðvarandi viðskiptaafgang – bankanum kleift að nota eitt af stýritækjum sínum – vextina – til þess að mýkja lendingu hagkerfisins í stað þess að þurfa að hækka vextina til þess að sporna gegn gengisfalli krónunnar, eins og gerðist fyrir liðlega tíu árum. Vaxtalækkun peningastefnunefndarinnar nú á miðju samdráttarskeiði – en bankinn gerir ráð fyrir 0,4 prósenta samdrætti í ár eftir 4,6 prósenta hagvöxt í fyrra – er þannig einkar ánægjuleg og gefur vonandi fyrirheit um að áfram verði haldið í að minnka vaxtamun við útlönd. Allar forsendur standa til þess að vextir hér færist nær vaxtastiginu í þeim ríkjum sem við berum okkur gjarnan saman við. En stýrivextir eru aðeins eitt af þeim stjórntækjum sem Seðlabankinn og stjórnvöld geta gripið til í því skyni að tryggja stöðugleika. Það þýðir lítt að leggja mat á aðhald peningastefnunnar eingöngu út frá raunstýrivaxtastiginu á meðan fjölmargir aðrir þættir hafa áhrif á vexti í bankakerfinu. Í þessu sambandi er nærtækt að nefna þær stífu eiginfjárkröfur sem gerðar eru til bankanna sem og þá séríslensku skatta – bankaskatt, almennan fjársýsluskatt á laun og sérstakan fjársýsluskatt á hagnað – sem leggjast á þá en báðir þessir þættir skila sér í auknum kostnaði í bankakerfinu og stuðla þannig að hærri útlánavöxtum. Til marks um það var meðal annars tekið fram í minnisblaði sem Bankasýslan tók saman fyrir starfshóp sem skrifaði nýverið hvítbók um fjármálakerfið að tíu prósenta lækkun á eftirlitsgjaldi til Fjármálaeftirlitsins auk helmingslækkunar á fjársýsluskatti á laun annars vegar og hagnað umfram milljarð króna hins vegar gæti lækkað vaxtamun vaxtaberandi eigna og skulda bankanna úr 2,6 prósentum í 2,3 prósent. Til viðbótar telur Bankasýslan að lægri eiginfjárkröfur og aukin hagræðing geti leitt til þess að vaxtamunurinn fari niður í allt að 2,1 prósent. Íslenska ríkið setur leikreglurnar á bankamarkaði og hefur það því í hendi sér að draga úr kostnaði í bankakerfinu og skapa þannig skilyrði fyrir lægri vexti. Lækkun stýrivaxta er góðra gjalda verð en fljótlegasta leiðin til þess að ná fram lægra vaxtastigi væri að draga úr kröfum um eigið fé bankanna og færa skattaumhverfi þeirra til samræmis við það sem gengur og gerist í samkeppnisríkjunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristinn Ingi Jónsson Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Sú ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands að lækka stýrivexti bankans um hálft prósentustig markar á vissan hátt tímamót í íslenskri hagsögu. Ólíkt því sem áður hefur þekkst gerir gjörbreytt staða Íslands – sem er orðið fjármagnsinnflytjandi með viðvarandi viðskiptaafgang – bankanum kleift að nota eitt af stýritækjum sínum – vextina – til þess að mýkja lendingu hagkerfisins í stað þess að þurfa að hækka vextina til þess að sporna gegn gengisfalli krónunnar, eins og gerðist fyrir liðlega tíu árum. Vaxtalækkun peningastefnunefndarinnar nú á miðju samdráttarskeiði – en bankinn gerir ráð fyrir 0,4 prósenta samdrætti í ár eftir 4,6 prósenta hagvöxt í fyrra – er þannig einkar ánægjuleg og gefur vonandi fyrirheit um að áfram verði haldið í að minnka vaxtamun við útlönd. Allar forsendur standa til þess að vextir hér færist nær vaxtastiginu í þeim ríkjum sem við berum okkur gjarnan saman við. En stýrivextir eru aðeins eitt af þeim stjórntækjum sem Seðlabankinn og stjórnvöld geta gripið til í því skyni að tryggja stöðugleika. Það þýðir lítt að leggja mat á aðhald peningastefnunnar eingöngu út frá raunstýrivaxtastiginu á meðan fjölmargir aðrir þættir hafa áhrif á vexti í bankakerfinu. Í þessu sambandi er nærtækt að nefna þær stífu eiginfjárkröfur sem gerðar eru til bankanna sem og þá séríslensku skatta – bankaskatt, almennan fjársýsluskatt á laun og sérstakan fjársýsluskatt á hagnað – sem leggjast á þá en báðir þessir þættir skila sér í auknum kostnaði í bankakerfinu og stuðla þannig að hærri útlánavöxtum. Til marks um það var meðal annars tekið fram í minnisblaði sem Bankasýslan tók saman fyrir starfshóp sem skrifaði nýverið hvítbók um fjármálakerfið að tíu prósenta lækkun á eftirlitsgjaldi til Fjármálaeftirlitsins auk helmingslækkunar á fjársýsluskatti á laun annars vegar og hagnað umfram milljarð króna hins vegar gæti lækkað vaxtamun vaxtaberandi eigna og skulda bankanna úr 2,6 prósentum í 2,3 prósent. Til viðbótar telur Bankasýslan að lægri eiginfjárkröfur og aukin hagræðing geti leitt til þess að vaxtamunurinn fari niður í allt að 2,1 prósent. Íslenska ríkið setur leikreglurnar á bankamarkaði og hefur það því í hendi sér að draga úr kostnaði í bankakerfinu og skapa þannig skilyrði fyrir lægri vexti. Lækkun stýrivaxta er góðra gjalda verð en fljótlegasta leiðin til þess að ná fram lægra vaxtastigi væri að draga úr kröfum um eigið fé bankanna og færa skattaumhverfi þeirra til samræmis við það sem gengur og gerist í samkeppnisríkjunum.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun