Tufa: Búið að vera óeðlilega mikið álag á öllum liðum Smári Jökull Jónsson skrifar 28. maí 2019 20:31 Srdjan Tufegdzig. Vísir/Ernir Srdjan Tufegdzig þjálfari Grindavíkur var ánægður að hans lið væri komið í 8-liða úrslit bikarkeppninar í fyrsta sinn í ansi mörg ár. „Mér fannst þetta hörku erfiður leikur. Vestraliðið var flott í dag, ferskir og gáfu okkur alvöru leik. Mér fannst sigurinn samt aldrei vera í hættu. Við vorum 2-0 yfir í hálfleik og í seinni hálfleik fengum við betri færi en í fyrri hálfleiknum og áttum að klára leikinn aðeins fyrr,“ sagði Tufa í viðtali við Vísi eftir leik. „Við fengum mark á okkur sem setti óþarfa spennu í þetta en ég er ánægður með strákana að klára þetta. Ég er búinn að heyra að þetta sé í fyrsta sinn í 20 ár sem Grindavík kemst í 8-liða úrslit og það er mjög ánægjulegt.“ Fyrsta mark Grindavíkur kom á 12.mínútu og það skrifast á Giacamo Ratto markvörð Vestra, en hann missti aukaspyrnu Gunnars Þorsteinssonar frá miðlínu innfyrir marklínuna. „Við vitum að mark breytir leikjum mjög oft og við vorum heppnir að fá mark snemma. Leikurinn var þó ekkert auðveldur heldur erfiður leikur sem við náðum að vinna.“ Grindvíkingar misstu þrjá menn af velli vegna meiðsla í dag, þá Dag Inga Gunnarsson, Mark Mcausland og Elias Tamburini. Þar fyrir utan voru þeir Vladimir Tufegdzig og Rene Joensen fjarri góðu gamni í dag vegna meiðsla. „Það er búið að vera óeðlilega mikið álag á öllum liðum. Ég var að tala í dag við tvo þjálfara í efstu deild og menn eru yfirleitt með 2-4 menn sem eru að meiðast í síðustu þremur leikjum. Á laugardag spilum við níunda leikinn á 33 dögum sem segir að við erum að spila á þriggja og hálfs daga fresti sem segir okkur að við erum að spila aðeins of mikið.“ Við slepptum Tufa ekki frá okkur án þess að spyrja hann klassísku spurningarinnar um óskamótherja í næstu umferð. Svarið sem hann gaf var ekki síður klassískt. „Ég ætla ekki að velja lið, ég vil spila áfram hér heima og reyna að koma okkur í undanúrslit.“ Mjólkurbikarinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Srdjan Tufegdzig þjálfari Grindavíkur var ánægður að hans lið væri komið í 8-liða úrslit bikarkeppninar í fyrsta sinn í ansi mörg ár. „Mér fannst þetta hörku erfiður leikur. Vestraliðið var flott í dag, ferskir og gáfu okkur alvöru leik. Mér fannst sigurinn samt aldrei vera í hættu. Við vorum 2-0 yfir í hálfleik og í seinni hálfleik fengum við betri færi en í fyrri hálfleiknum og áttum að klára leikinn aðeins fyrr,“ sagði Tufa í viðtali við Vísi eftir leik. „Við fengum mark á okkur sem setti óþarfa spennu í þetta en ég er ánægður með strákana að klára þetta. Ég er búinn að heyra að þetta sé í fyrsta sinn í 20 ár sem Grindavík kemst í 8-liða úrslit og það er mjög ánægjulegt.“ Fyrsta mark Grindavíkur kom á 12.mínútu og það skrifast á Giacamo Ratto markvörð Vestra, en hann missti aukaspyrnu Gunnars Þorsteinssonar frá miðlínu innfyrir marklínuna. „Við vitum að mark breytir leikjum mjög oft og við vorum heppnir að fá mark snemma. Leikurinn var þó ekkert auðveldur heldur erfiður leikur sem við náðum að vinna.“ Grindvíkingar misstu þrjá menn af velli vegna meiðsla í dag, þá Dag Inga Gunnarsson, Mark Mcausland og Elias Tamburini. Þar fyrir utan voru þeir Vladimir Tufegdzig og Rene Joensen fjarri góðu gamni í dag vegna meiðsla. „Það er búið að vera óeðlilega mikið álag á öllum liðum. Ég var að tala í dag við tvo þjálfara í efstu deild og menn eru yfirleitt með 2-4 menn sem eru að meiðast í síðustu þremur leikjum. Á laugardag spilum við níunda leikinn á 33 dögum sem segir að við erum að spila á þriggja og hálfs daga fresti sem segir okkur að við erum að spila aðeins of mikið.“ Við slepptum Tufa ekki frá okkur án þess að spyrja hann klassísku spurningarinnar um óskamótherja í næstu umferð. Svarið sem hann gaf var ekki síður klassískt. „Ég ætla ekki að velja lið, ég vil spila áfram hér heima og reyna að koma okkur í undanúrslit.“
Mjólkurbikarinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira