MacKenzie Bezos ætlar að gefa helming auðæfa sinna Samúel Karl Ólason skrifar 28. maí 2019 14:46 Jeff og MacKenzie Bezos. AP/Evan Agostini MacKenzie Bezos, fyrrverandi eiginkona Jeff Bezos, stofnanda Amazon og ríkasta manns heims, ætlar að gefa helming auðæfa sinna til góðgerðarmála. Eignir hennar eru metnar á um 35 milljarða dala en hún hefur nú gengið til liðs við þá Mark Zucherberg, Richard Branson og Robert F. Smith og hafa þau öll heitið því að gefa helming auðæfa sinna á ævi þeirra. Bezos-hjónin skildu fyrr á þessu ári og fékk MacKenzie fjögur prósent verðmætis Amazon. Fleiri auðjöfrar hafa einnig heitið því sama en það voru þeir Bill Gates og Warren Buffett sem hófu áheitið, sem gengur undir nafninu Giving Pledge. Árið 2010 hétu 40 af ríkustu aðilum Bandaríkjanna að verja helmingi auðæfa sinna til góðgerðarmála og hafa sífellt fleiri gefið heit í kjölfarið, samkvæmt Forbes.Í bréfi sem hefur verið birt á vef Giving Pledge segir Bezos að hún eigi óvenju mikinn auð til að deila. Hún tekur ekki fram til hvaða góðgerðarmál hún ætlar að styðja og segist hún ætla að vanda vel til verks.„Ég ætla þó ekki að bíða. Og ég mun halda áfram þar til peningaskápurinn er tómur,“ skrifar Bezos. Amazon Bandaríkin Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
MacKenzie Bezos, fyrrverandi eiginkona Jeff Bezos, stofnanda Amazon og ríkasta manns heims, ætlar að gefa helming auðæfa sinna til góðgerðarmála. Eignir hennar eru metnar á um 35 milljarða dala en hún hefur nú gengið til liðs við þá Mark Zucherberg, Richard Branson og Robert F. Smith og hafa þau öll heitið því að gefa helming auðæfa sinna á ævi þeirra. Bezos-hjónin skildu fyrr á þessu ári og fékk MacKenzie fjögur prósent verðmætis Amazon. Fleiri auðjöfrar hafa einnig heitið því sama en það voru þeir Bill Gates og Warren Buffett sem hófu áheitið, sem gengur undir nafninu Giving Pledge. Árið 2010 hétu 40 af ríkustu aðilum Bandaríkjanna að verja helmingi auðæfa sinna til góðgerðarmála og hafa sífellt fleiri gefið heit í kjölfarið, samkvæmt Forbes.Í bréfi sem hefur verið birt á vef Giving Pledge segir Bezos að hún eigi óvenju mikinn auð til að deila. Hún tekur ekki fram til hvaða góðgerðarmál hún ætlar að styðja og segist hún ætla að vanda vel til verks.„Ég ætla þó ekki að bíða. Og ég mun halda áfram þar til peningaskápurinn er tómur,“ skrifar Bezos.
Amazon Bandaríkin Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira