Segir að of seint hafi verið að bjarga WOW strax í september 2018 Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. maí 2019 14:30 Ein farþegaþota WOW air á Keflavíkurflugvell í mars síðastliðnum. Fréttablaðið/Ernir Helmingur þess fjármagns sem safnaðist í skuldabréfaútboði WOW AIR í haust kom til vegna skuldbreytinga þannig að fjármagnið nýttist ekki beint til rekstar Wow að sögn höfundar nýrrar bókar um flugfélagið. Hann telur að eftir útboðið hafi orðið ljóst að ekki var hægt að bjarga félaginu. Skuldabréfaútboði Wow air lauk þann 18. september á síðasta ári en alls nam stærð þess um 60 milljónum evra. Í tilkynningu frá félaginu kom fram að 50 milljónir evra hafi þegar verið seldar og 10 milljónir yrðu seldar í framhaldinu. Pareto Securities hafði umsjón með skuldabréfaútboðinu ásamt Arctica Finance. Tæpum sex mánuðum síðar var félagið komið í þrot. Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu hefur safnað heimildum og rætt við fjölda fólks um flugfélagið og gefur í dag út bókina WOW - ris og fall flugfélags. Stefán segir að nú sé í fyrsta skipti varpað ljósi á hverjir þátttakendur voru í skuldabréfaútboðinu og um hvaða fjárhæðir var að ræða.Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu hefur safnað heimildum og rætt við fjölda fólks um Wow air og gefur í dag út bókina WOW - ris og fall flugfélags.„Áhugaverðast er sú staðreynd að meirihluti þess fjármagns sem safnaðist í skuldabréfaútboðinu kom frá aðilum sem voru mjög nátengdir Skúla Mogensen þ.e. þeir voru annaðhvort í viðskiptum við Skúla eða tengdust honum fjölskylduböndum,“ segir Stefán. Aðspurður um hvort það sé eitthvað óeðlilegt þó að Skúli hafi tengst viðkomandi segist Stefán ekki hafa lagt neitt mat á það. En hins vegar hafi komið í ljós að stór hluti fjármagns í skuldabréfaútboðinu hafi komið til vegna skuldbreytingar sem þýði að fjármagnið nýttist ekki beint til rekstrar flugfélagsins heldur fól einfaldlega í sér skuldbreytingu á lánum eða fyrirgreiðslu sem félagið hafði fengið þá þegar. Stefán segir að meðal þeirra sem hafi skuldbreytt lánum hafi verið flugvélaframleiðandann Airbus, flugvélaleigufyrirtækin Avalon og Air Lease Corporation. Þá bendi gögnin einnig til þess að fjárfestingafélög í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar fjárfestis og Margrétar Ásgeirsdóttur fyrrum eiginkonu Skúla hafi verið búin að leggja Wow air til einhvers konar fyrirgreiðslu. „Það má segja aðí heild hafi um helmingur fjármuna í skuldabréfaútboðinu komið inn á grundvelli skuldbreytinga. Þá var framlag Skúla sjálfs um 10%,“ segir Stefán.Aðrir fjárfestar kanna stöðu sína Stefán segir að aðrir fjárfestar sem komu með fjármagn séu að kanna stöðu sína. „Þarna er staðfest að áhuginn á útboðinu var afar takmarkaður og það var erfitt að loka því í september 2018. Það er líka vitað að þeir sem komu inn með fjármagn eru að kanna stöðu sína út frá upplýsingagjöf frá félaginu. Af samtölum mínum við þessa aðila má ráða að þeir telja útboðið líta öðruvísi út eftir þessar upplýsingar. Þeir verða svo að svara hvort þeir ætli að leita réttar síns eða krefjast frekari upplýsinga af hálfu þeirra sem stóðu fyrir útboðinu,“ segir Stefán. Stefán segir að meðal þeirra sem fjárfestu í Wow air hafi verið norskur lífeyrissjóður sem tók þátt í útboðinu og lagði félaginu til tvær milljónir evra. „Forsvarsmenn hans þurfa væntanlega að svara fyrir það gagnvart sínum sjóðfélögum, þ.e. hvaða sjónarmið lágu að baki þátttöku í útboðinu,“ segir Stefán. Aðspurður um hvort hann telji að hægt hefði verið að bjarga Wow air miðað við þær upplýsingar sem hann hefur safnað svarar Stefán. „Mér sýnist afskaplega sennilegt að þegar komið var að þeim tíma þegar útboðið klárast í september 2018 hafi verið orðið um seinan að bjarga félaginu,“ segir Stefán. Efnahagsmál Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Björgólfur Thor fjárfesti fyrir hálfan milljarð í skuldabréfaútboði WOW air Félag skráð í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar skráði sig fyrir 3 milljónum evra í skuldafjárútboði flugfélagsins WOW air sem haldið var í haust. 28. maí 2019 08:53 Farþegum fækkaði um fjórðung fyrsta mánuðinn án WOW air Skiptifarþegum á Keflavíkurflugvelli fækkaði um rúman helming á milli ára og er það sagt skýrast af því að hátt hlutfall farþega WOW air hafi verið skiptifarþegar. 13. maí 2019 17:00 Færri Wow-liðar atvinnulausir Milli mánaðanna apríl og maí hefur fækkað um sextíu í hópi þeirra fyrrverandi starfsmanna WOW air sem skráðir eru atvinnulausir hjá Vinnumálastofnun. 22. maí 2019 06:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Helmingur þess fjármagns sem safnaðist í skuldabréfaútboði WOW AIR í haust kom til vegna skuldbreytinga þannig að fjármagnið nýttist ekki beint til rekstar Wow að sögn höfundar nýrrar bókar um flugfélagið. Hann telur að eftir útboðið hafi orðið ljóst að ekki var hægt að bjarga félaginu. Skuldabréfaútboði Wow air lauk þann 18. september á síðasta ári en alls nam stærð þess um 60 milljónum evra. Í tilkynningu frá félaginu kom fram að 50 milljónir evra hafi þegar verið seldar og 10 milljónir yrðu seldar í framhaldinu. Pareto Securities hafði umsjón með skuldabréfaútboðinu ásamt Arctica Finance. Tæpum sex mánuðum síðar var félagið komið í þrot. Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu hefur safnað heimildum og rætt við fjölda fólks um flugfélagið og gefur í dag út bókina WOW - ris og fall flugfélags. Stefán segir að nú sé í fyrsta skipti varpað ljósi á hverjir þátttakendur voru í skuldabréfaútboðinu og um hvaða fjárhæðir var að ræða.Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu hefur safnað heimildum og rætt við fjölda fólks um Wow air og gefur í dag út bókina WOW - ris og fall flugfélags.„Áhugaverðast er sú staðreynd að meirihluti þess fjármagns sem safnaðist í skuldabréfaútboðinu kom frá aðilum sem voru mjög nátengdir Skúla Mogensen þ.e. þeir voru annaðhvort í viðskiptum við Skúla eða tengdust honum fjölskylduböndum,“ segir Stefán. Aðspurður um hvort það sé eitthvað óeðlilegt þó að Skúli hafi tengst viðkomandi segist Stefán ekki hafa lagt neitt mat á það. En hins vegar hafi komið í ljós að stór hluti fjármagns í skuldabréfaútboðinu hafi komið til vegna skuldbreytingar sem þýði að fjármagnið nýttist ekki beint til rekstrar flugfélagsins heldur fól einfaldlega í sér skuldbreytingu á lánum eða fyrirgreiðslu sem félagið hafði fengið þá þegar. Stefán segir að meðal þeirra sem hafi skuldbreytt lánum hafi verið flugvélaframleiðandann Airbus, flugvélaleigufyrirtækin Avalon og Air Lease Corporation. Þá bendi gögnin einnig til þess að fjárfestingafélög í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar fjárfestis og Margrétar Ásgeirsdóttur fyrrum eiginkonu Skúla hafi verið búin að leggja Wow air til einhvers konar fyrirgreiðslu. „Það má segja aðí heild hafi um helmingur fjármuna í skuldabréfaútboðinu komið inn á grundvelli skuldbreytinga. Þá var framlag Skúla sjálfs um 10%,“ segir Stefán.Aðrir fjárfestar kanna stöðu sína Stefán segir að aðrir fjárfestar sem komu með fjármagn séu að kanna stöðu sína. „Þarna er staðfest að áhuginn á útboðinu var afar takmarkaður og það var erfitt að loka því í september 2018. Það er líka vitað að þeir sem komu inn með fjármagn eru að kanna stöðu sína út frá upplýsingagjöf frá félaginu. Af samtölum mínum við þessa aðila má ráða að þeir telja útboðið líta öðruvísi út eftir þessar upplýsingar. Þeir verða svo að svara hvort þeir ætli að leita réttar síns eða krefjast frekari upplýsinga af hálfu þeirra sem stóðu fyrir útboðinu,“ segir Stefán. Stefán segir að meðal þeirra sem fjárfestu í Wow air hafi verið norskur lífeyrissjóður sem tók þátt í útboðinu og lagði félaginu til tvær milljónir evra. „Forsvarsmenn hans þurfa væntanlega að svara fyrir það gagnvart sínum sjóðfélögum, þ.e. hvaða sjónarmið lágu að baki þátttöku í útboðinu,“ segir Stefán. Aðspurður um hvort hann telji að hægt hefði verið að bjarga Wow air miðað við þær upplýsingar sem hann hefur safnað svarar Stefán. „Mér sýnist afskaplega sennilegt að þegar komið var að þeim tíma þegar útboðið klárast í september 2018 hafi verið orðið um seinan að bjarga félaginu,“ segir Stefán.
Efnahagsmál Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Björgólfur Thor fjárfesti fyrir hálfan milljarð í skuldabréfaútboði WOW air Félag skráð í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar skráði sig fyrir 3 milljónum evra í skuldafjárútboði flugfélagsins WOW air sem haldið var í haust. 28. maí 2019 08:53 Farþegum fækkaði um fjórðung fyrsta mánuðinn án WOW air Skiptifarþegum á Keflavíkurflugvelli fækkaði um rúman helming á milli ára og er það sagt skýrast af því að hátt hlutfall farþega WOW air hafi verið skiptifarþegar. 13. maí 2019 17:00 Færri Wow-liðar atvinnulausir Milli mánaðanna apríl og maí hefur fækkað um sextíu í hópi þeirra fyrrverandi starfsmanna WOW air sem skráðir eru atvinnulausir hjá Vinnumálastofnun. 22. maí 2019 06:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Björgólfur Thor fjárfesti fyrir hálfan milljarð í skuldabréfaútboði WOW air Félag skráð í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar skráði sig fyrir 3 milljónum evra í skuldafjárútboði flugfélagsins WOW air sem haldið var í haust. 28. maí 2019 08:53
Farþegum fækkaði um fjórðung fyrsta mánuðinn án WOW air Skiptifarþegum á Keflavíkurflugvelli fækkaði um rúman helming á milli ára og er það sagt skýrast af því að hátt hlutfall farþega WOW air hafi verið skiptifarþegar. 13. maí 2019 17:00
Færri Wow-liðar atvinnulausir Milli mánaðanna apríl og maí hefur fækkað um sextíu í hópi þeirra fyrrverandi starfsmanna WOW air sem skráðir eru atvinnulausir hjá Vinnumálastofnun. 22. maí 2019 06:00