Glópagull og gagnaver Tómas Guðbjartsson skrifar 28. maí 2019 08:00 Um 90% af þeirri raforku sem gagnaver á Íslandi nota er ráðstafað í vinnslu rafmyntar, sérstaklega Bitcoin, sem með réttu má kalla glópagull. Bitcoin-námugröftur er þegar orðinn risaiðnaður á Íslandi en í ár má gera ráð fyrir að það fari 110 MW af raforku til gagnavera, sem er á við tvær áætlaðar Hvalárvirkjanir og meiri orka en öll íslensk heimili í landinu notuðu sameiginlega árið 2018. Þessi orkuhít er ekki síður alþjóðlegt vandamál en á heimsvísu þarf Bitcoin meira rafmagn en notað er á öllu Írlandi. Hér á landi kallar þessi uppbygging gagnavera á virkjun fossa og jarðhitasvæða – sem oftar en ekki eru hluti af ósnortnum víðernum. Það er því íslenskri náttúru sem blæðir og blóðtapið er umtalsvert. Það má því spyrja: Er þetta þess virði? Bitcoin er fyrirbæri sem fæstir skilja og gjaldmiðill sem nær ekkert er notaður í hefðbundnum daglegum viðskiptum. Í staðinn hentar hann vel fyrir ógegnsæ viðskipti, t.d. starfsemi glæpahringja, enda erfitt að rekja greiðslur milli aðila. Auk þess sveiflast verðgildið eins og hjartalínurit, eða um 50% á síðastliðnu ári. Þessi „stóriðja“ getur því „gufað upp“ eins og síldin forðum. Og hvað gerir Eyjólfur þá? Ekki bætir úr skák að gagnaver veita nær engin störf og greiða sáralitla skatta hér á landi. Það eru hins vegar orkufyrirtæki eins og HS Orka sem hoppa hæð sína, enda selja þau orku til gagnavera sem upphaflega var ætluð höktandi kísiliðju. En erlendir eigendur gagnavera eru frekir og vilja meira glópagull – og þá er bara að virkja meira. Þar er engu eirt eins og áætlanir HS Orku um virkjanir í Hvalá og Tungufljóti sanna. Áhugi fjárfesta er greinilega mikill því hlutabréf í fyrirtækinu ganga kaupum og sölum fyrir metfé. Er þetta rétt forgangsröðun? Viljum við Íslendingar nota orkuna okkar í svona brask og er virkilega þörf á frekari virkjunum? Mér finnst svarið augljóst: Nei! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Rafmyntir Tómas Guðbjartsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Um 90% af þeirri raforku sem gagnaver á Íslandi nota er ráðstafað í vinnslu rafmyntar, sérstaklega Bitcoin, sem með réttu má kalla glópagull. Bitcoin-námugröftur er þegar orðinn risaiðnaður á Íslandi en í ár má gera ráð fyrir að það fari 110 MW af raforku til gagnavera, sem er á við tvær áætlaðar Hvalárvirkjanir og meiri orka en öll íslensk heimili í landinu notuðu sameiginlega árið 2018. Þessi orkuhít er ekki síður alþjóðlegt vandamál en á heimsvísu þarf Bitcoin meira rafmagn en notað er á öllu Írlandi. Hér á landi kallar þessi uppbygging gagnavera á virkjun fossa og jarðhitasvæða – sem oftar en ekki eru hluti af ósnortnum víðernum. Það er því íslenskri náttúru sem blæðir og blóðtapið er umtalsvert. Það má því spyrja: Er þetta þess virði? Bitcoin er fyrirbæri sem fæstir skilja og gjaldmiðill sem nær ekkert er notaður í hefðbundnum daglegum viðskiptum. Í staðinn hentar hann vel fyrir ógegnsæ viðskipti, t.d. starfsemi glæpahringja, enda erfitt að rekja greiðslur milli aðila. Auk þess sveiflast verðgildið eins og hjartalínurit, eða um 50% á síðastliðnu ári. Þessi „stóriðja“ getur því „gufað upp“ eins og síldin forðum. Og hvað gerir Eyjólfur þá? Ekki bætir úr skák að gagnaver veita nær engin störf og greiða sáralitla skatta hér á landi. Það eru hins vegar orkufyrirtæki eins og HS Orka sem hoppa hæð sína, enda selja þau orku til gagnavera sem upphaflega var ætluð höktandi kísiliðju. En erlendir eigendur gagnavera eru frekir og vilja meira glópagull – og þá er bara að virkja meira. Þar er engu eirt eins og áætlanir HS Orku um virkjanir í Hvalá og Tungufljóti sanna. Áhugi fjárfesta er greinilega mikill því hlutabréf í fyrirtækinu ganga kaupum og sölum fyrir metfé. Er þetta rétt forgangsröðun? Viljum við Íslendingar nota orkuna okkar í svona brask og er virkilega þörf á frekari virkjunum? Mér finnst svarið augljóst: Nei!
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar