Íslenskar hitaveitur verma 500 milljónir fermetra húsnæðis í Kína Heimir Már Pétursson skrifar 26. maí 2019 19:41 Sigsteinn Grétarsson, forstjóri Arctic Green Energy. skjáskot Hitaveitur sem íslenskt fyrirtæki kemur að því að byggja í tugum borga í Kína munu hita upp allt að fimm hundruð milljónir fermetra og draga stórlega úr mengun í borgunum. Forstjóri fyrirtækisins segir möguleika Kínverja og annarra asíuríkja í jarðhitamálum mjög mikla og geta spilað stórt hlutverk í minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda. Íslenska jarðhitafyrirtækið Arctic Green Energy og kínverski orkurisinn Sinopec eiga í sameiningu fyrirtækið Sinopec Green Energy sem er nú með samninga um nýtingu jarðvarma í sextíu borgum í Kína. Stærsta verkefnið er í borginni Xiongan sem er ný græn borg sem verið er að byggja skammt frá höfuðborginni Beijing þar sem um 4,5 milljónir manna munu búa.Byggja græna borg skammt frá Beijing Nýja borgin sem mætti kalla Hinn mikli árþúsundafriður á íslensku mun teygja sig yfir mjög stórt landsvæði eða tæplega tvö þúsund ferkílómetra. Sigsteinn Grétarsson forstjóri Arctic Green Energy segir nýju borgina verða græn borg og tengja tvær minni og eldri borgir. „Hér er allt hitað með jarðhita en var hitað með kolum áður. Uppbyggingin á nýja miðbænum verður hérna aðeins til hliðar við okkur. En hérna var í rauninni sýnt fram á að þetta var hægt, að skipta yfir. Og þótt að það sé hlýtt í dag verður mjög kalt hér á veturna. Þetta kerfi hefur sannað sig, það er að segja íslenska módeilið er að virka í Kína,“ segir Sigsteinn. Aðferðin felst í því að vatni úr borholum er safnað saman í dælustöðvar þar sem það er keyrt í gegnum varmaskipti í tveimur lokuðum kerfum. En vatninu er síðan dælt aftur niður í jörðina þannig að hringrásin er nánast algjör. Slökkt er á hitaveitunni yfir sumartímann og þá er neysluvatn hitað með gasi og rafmagni.Frá Peking í Kína.Gríðarstórar og ónýttar auðlindir Kerfið hitar nú þegar upp 40 milljónir fermetra húsnæðis á þessu svæði en fermetrarnir verða 70 milljónir þegar fyrsta áfanga er lokið. En auðlindin er gríðarlega stór. „Jarðvísindamenn meta hana þannig að hægt væri að hita 280 milljónir fermetra með þessari auðlind,“ segir Sigsteinn. Sigsteinn segir Kínverja og aðrar asíuþjóðir eiga miklar auðlindir á lághitasvæðum sem dugi vel til húshitunar og nýting þeirra geti dregið úr brennslu á milljónum tonna af kolum. Á næstu fimm til tíu árum muni hitaveitur draga úr losun á koltvísýringi í Kína upp á um 75 milljónir tonna. Hitaveitan í Xiongan færir íbúunum ekki eingöng hreint loft og hita í íbúðirnar hún hefur ekki sýnileg áhrif á umhverfi sitt að öðru leyti, því hjarta hitaveitunnar er í kjallaranum á einu fjölbílishúsanna. „Já, já. Þetta sést ekkert að utan og það er það góða þegar hægt er að plana þetta svona fram í tímann og við getum komið þessu svona fyrir. Þannig að þetta hefur engin áhrif á umhverfið annað en bara hreint loft,“ segir Sigsteinn.Tók á móti Ólafi Ragnari á nærbuxunum Hann segir Ólaf Ragnar Grímsson hafa átt stóran þátt í því í forsetatíð sinni að koma þessu stærsta hitaveituverkefni heims á laggirnar í samvinnu Íslendinga og Kínverja. Hann hafi undir lok forsetatíðar sinnar komið til Xiongan til að til að halda upp á að tíu ár voru liðin frá upphafi samstarfsins. Eftir að hafa skoðað mannvirkin vildi forsetinn síðan kynna sér útkomuna fyrir íbúana. „Það var bara rokið inn í eina blokkina og hringt á bjöllu. Þar mætti eldri kínverskur maður á brókinni og bauð Ólafi inni og þeir spjölluðu heilmikið saman. Hann lýsti þvi hvernig breytingin hefði verið. En hann bjó áður fyrr einhvers staðar hér fyrir utan og átti mjög kalda vetur.“Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands.VÍSIR/ANTONOg fannst ekkert tiltökumál að taka á móti forseta Íslands á brókinni?„Nei, nei alls ekki. Þeir voru nú hálf hissa á þessu kínversku embættismennirnir sem voru að fylgja Ólafi Ragnari eftir. En þetta var skemmtileg uppákoma,“ segir Sigsteinn Grétarsson. Kína Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fleiri fréttir Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Sjá meira
Hitaveitur sem íslenskt fyrirtæki kemur að því að byggja í tugum borga í Kína munu hita upp allt að fimm hundruð milljónir fermetra og draga stórlega úr mengun í borgunum. Forstjóri fyrirtækisins segir möguleika Kínverja og annarra asíuríkja í jarðhitamálum mjög mikla og geta spilað stórt hlutverk í minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda. Íslenska jarðhitafyrirtækið Arctic Green Energy og kínverski orkurisinn Sinopec eiga í sameiningu fyrirtækið Sinopec Green Energy sem er nú með samninga um nýtingu jarðvarma í sextíu borgum í Kína. Stærsta verkefnið er í borginni Xiongan sem er ný græn borg sem verið er að byggja skammt frá höfuðborginni Beijing þar sem um 4,5 milljónir manna munu búa.Byggja græna borg skammt frá Beijing Nýja borgin sem mætti kalla Hinn mikli árþúsundafriður á íslensku mun teygja sig yfir mjög stórt landsvæði eða tæplega tvö þúsund ferkílómetra. Sigsteinn Grétarsson forstjóri Arctic Green Energy segir nýju borgina verða græn borg og tengja tvær minni og eldri borgir. „Hér er allt hitað með jarðhita en var hitað með kolum áður. Uppbyggingin á nýja miðbænum verður hérna aðeins til hliðar við okkur. En hérna var í rauninni sýnt fram á að þetta var hægt, að skipta yfir. Og þótt að það sé hlýtt í dag verður mjög kalt hér á veturna. Þetta kerfi hefur sannað sig, það er að segja íslenska módeilið er að virka í Kína,“ segir Sigsteinn. Aðferðin felst í því að vatni úr borholum er safnað saman í dælustöðvar þar sem það er keyrt í gegnum varmaskipti í tveimur lokuðum kerfum. En vatninu er síðan dælt aftur niður í jörðina þannig að hringrásin er nánast algjör. Slökkt er á hitaveitunni yfir sumartímann og þá er neysluvatn hitað með gasi og rafmagni.Frá Peking í Kína.Gríðarstórar og ónýttar auðlindir Kerfið hitar nú þegar upp 40 milljónir fermetra húsnæðis á þessu svæði en fermetrarnir verða 70 milljónir þegar fyrsta áfanga er lokið. En auðlindin er gríðarlega stór. „Jarðvísindamenn meta hana þannig að hægt væri að hita 280 milljónir fermetra með þessari auðlind,“ segir Sigsteinn. Sigsteinn segir Kínverja og aðrar asíuþjóðir eiga miklar auðlindir á lághitasvæðum sem dugi vel til húshitunar og nýting þeirra geti dregið úr brennslu á milljónum tonna af kolum. Á næstu fimm til tíu árum muni hitaveitur draga úr losun á koltvísýringi í Kína upp á um 75 milljónir tonna. Hitaveitan í Xiongan færir íbúunum ekki eingöng hreint loft og hita í íbúðirnar hún hefur ekki sýnileg áhrif á umhverfi sitt að öðru leyti, því hjarta hitaveitunnar er í kjallaranum á einu fjölbílishúsanna. „Já, já. Þetta sést ekkert að utan og það er það góða þegar hægt er að plana þetta svona fram í tímann og við getum komið þessu svona fyrir. Þannig að þetta hefur engin áhrif á umhverfið annað en bara hreint loft,“ segir Sigsteinn.Tók á móti Ólafi Ragnari á nærbuxunum Hann segir Ólaf Ragnar Grímsson hafa átt stóran þátt í því í forsetatíð sinni að koma þessu stærsta hitaveituverkefni heims á laggirnar í samvinnu Íslendinga og Kínverja. Hann hafi undir lok forsetatíðar sinnar komið til Xiongan til að til að halda upp á að tíu ár voru liðin frá upphafi samstarfsins. Eftir að hafa skoðað mannvirkin vildi forsetinn síðan kynna sér útkomuna fyrir íbúana. „Það var bara rokið inn í eina blokkina og hringt á bjöllu. Þar mætti eldri kínverskur maður á brókinni og bauð Ólafi inni og þeir spjölluðu heilmikið saman. Hann lýsti þvi hvernig breytingin hefði verið. En hann bjó áður fyrr einhvers staðar hér fyrir utan og átti mjög kalda vetur.“Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands.VÍSIR/ANTONOg fannst ekkert tiltökumál að taka á móti forseta Íslands á brókinni?„Nei, nei alls ekki. Þeir voru nú hálf hissa á þessu kínversku embættismennirnir sem voru að fylgja Ólafi Ragnari eftir. En þetta var skemmtileg uppákoma,“ segir Sigsteinn Grétarsson.
Kína Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fleiri fréttir Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Sjá meira