Aukin gyðingaandúð í Þýskalandi áhyggjuefni Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 26. maí 2019 15:56 Kollhúfa, eða kippa, sem karlkyns gyðingar bera. getty/Vyacheslav Madiyevskyy Embættismaður þýsku ríkisstjórnarinn sem tekur fyrir málefni gyðingaandúðar í landinu hefur varað gyðinga við því að klæðast kollhúfum meðal almennings. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Felix Klein varaði gyðinga við því að klæðast kippum, hefðbundnum kollhúfum, á ákveðnum svæðum í landinu vegna uppgangs gyðingaandúðar. Reuven Rivlin, forseti Ísraels, sagði að hvatningin væri „staðfesting á því að, á ný, væru gyðingar ekki öruggir í Þýskalandi.“ Fjöldi glæpa vegna gyðingaandúðar snögghækkaði í Þýskalandi á síðasta ári. Í skýrslu frá ríkinu kemur fram að hatursglæpir sem framdir voru gegn gyðingum voru 1.646 árið 2018, sem er 10 prósenta aukning frá því árið áður. Líkamsárásir gegn gyðingum í Þýskalandi voru einnig fleiri, en 62 atvik voru tilkynnt, en þau voru 37 árið 2018. Í viðtali við þýska dagblaðið Handelsblatt sagði Kaatarina Barley, dómsmálaráðherra Þýskalands, að aukning antísemítískra glæpa væri „skömm fyrir landið.“Evrópskir gyðingar áhyggjufullir vegna aukinnar gyðingaandúðar „Ég get ekki mælt með því við gyðinga að klæðast kollhúfunum öllum stundum, hvar sem er í Þýskalandi.“ Klein sagði að „aflétting hamla og skrílslæti“ samfélagsins gæti verið ástæða aukningar andsemítískra glæpa. Hann kallaði einnig eftir því að lögreglumenn, kennarar og lögmenn hlytu þjálfun í því að greina „hvað væri leyfilegt og hvað ekki“ þegar verið væri að „fást við gyðingaandúð.“ Hann gerði þessar athugasemdir eftir að helsti lagasérfræðingur Þýskalands á gyðingaandúð sagði að fordómar væru enn til staðar í þýsku samfélagi. „Gyðingaandúð hefur alltaf verið til staðar hér. En ég held að nýlega hafi hún orðið meira áberandi, ofbeldisfyllri og hneykslanlegri,“ sagði Claudia Vanoni í samtali við fréttastofu AFP. Rivlin sagðist vera í áfalli vegna varnarorða Klein og hann liti á þau sem einhverskonar uppgjöf gegn gyðingaandúð. „Við munum aldrei láta undan, við munum aldrei bregðast við gyðingaandúð með því að gefast upp, og við gerum ráð fyrir því, og krefjumst þess, að bandamenn okkar bregðist eins við,“ sagði Rivlin. Hann staðfesti einnig „siðferðilega stöðu þýsku ríkisstjórnarinnar og skuldbindingu hennar við samfélag gyðinga.“ Samtök gyðinga hafa varað við því að uppgangur og lýðhylli öfgahægrihópa í Evrópu ali á gyðingaandúð og hatri gegn öðrum minnihlutahópum. Síða 2017 hefur öfga hægri flokkurinn Alternative for Germany (AFD) verið einn helsti stjórnarandstöðuflokkurinn í Þýskalandi. AFD er opinberlega andsnúinn innflytjendum en hefur neitað því að vera antísemítískur flokkur. Hins vegar hafa athugasemdir flokksmanna AFD, þar á meðal athugasemdir um Helförina, verið harðlega gagnrýndar af samtökum gyðinga og öðrum stjórnmálamönnum. Á síðasta ári birtist skoðanakönnun þar sem þúsundir evrópskra gyðinga lýstu áhyggjum sínum vegna gyðingaandúðar. Þýskaland Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Fleiri fréttir Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Sjá meira
Embættismaður þýsku ríkisstjórnarinn sem tekur fyrir málefni gyðingaandúðar í landinu hefur varað gyðinga við því að klæðast kollhúfum meðal almennings. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Felix Klein varaði gyðinga við því að klæðast kippum, hefðbundnum kollhúfum, á ákveðnum svæðum í landinu vegna uppgangs gyðingaandúðar. Reuven Rivlin, forseti Ísraels, sagði að hvatningin væri „staðfesting á því að, á ný, væru gyðingar ekki öruggir í Þýskalandi.“ Fjöldi glæpa vegna gyðingaandúðar snögghækkaði í Þýskalandi á síðasta ári. Í skýrslu frá ríkinu kemur fram að hatursglæpir sem framdir voru gegn gyðingum voru 1.646 árið 2018, sem er 10 prósenta aukning frá því árið áður. Líkamsárásir gegn gyðingum í Þýskalandi voru einnig fleiri, en 62 atvik voru tilkynnt, en þau voru 37 árið 2018. Í viðtali við þýska dagblaðið Handelsblatt sagði Kaatarina Barley, dómsmálaráðherra Þýskalands, að aukning antísemítískra glæpa væri „skömm fyrir landið.“Evrópskir gyðingar áhyggjufullir vegna aukinnar gyðingaandúðar „Ég get ekki mælt með því við gyðinga að klæðast kollhúfunum öllum stundum, hvar sem er í Þýskalandi.“ Klein sagði að „aflétting hamla og skrílslæti“ samfélagsins gæti verið ástæða aukningar andsemítískra glæpa. Hann kallaði einnig eftir því að lögreglumenn, kennarar og lögmenn hlytu þjálfun í því að greina „hvað væri leyfilegt og hvað ekki“ þegar verið væri að „fást við gyðingaandúð.“ Hann gerði þessar athugasemdir eftir að helsti lagasérfræðingur Þýskalands á gyðingaandúð sagði að fordómar væru enn til staðar í þýsku samfélagi. „Gyðingaandúð hefur alltaf verið til staðar hér. En ég held að nýlega hafi hún orðið meira áberandi, ofbeldisfyllri og hneykslanlegri,“ sagði Claudia Vanoni í samtali við fréttastofu AFP. Rivlin sagðist vera í áfalli vegna varnarorða Klein og hann liti á þau sem einhverskonar uppgjöf gegn gyðingaandúð. „Við munum aldrei láta undan, við munum aldrei bregðast við gyðingaandúð með því að gefast upp, og við gerum ráð fyrir því, og krefjumst þess, að bandamenn okkar bregðist eins við,“ sagði Rivlin. Hann staðfesti einnig „siðferðilega stöðu þýsku ríkisstjórnarinnar og skuldbindingu hennar við samfélag gyðinga.“ Samtök gyðinga hafa varað við því að uppgangur og lýðhylli öfgahægrihópa í Evrópu ali á gyðingaandúð og hatri gegn öðrum minnihlutahópum. Síða 2017 hefur öfga hægri flokkurinn Alternative for Germany (AFD) verið einn helsti stjórnarandstöðuflokkurinn í Þýskalandi. AFD er opinberlega andsnúinn innflytjendum en hefur neitað því að vera antísemítískur flokkur. Hins vegar hafa athugasemdir flokksmanna AFD, þar á meðal athugasemdir um Helförina, verið harðlega gagnrýndar af samtökum gyðinga og öðrum stjórnmálamönnum. Á síðasta ári birtist skoðanakönnun þar sem þúsundir evrópskra gyðinga lýstu áhyggjum sínum vegna gyðingaandúðar.
Þýskaland Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Fleiri fréttir Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Sjá meira