Kjölfesta í 90 ár Bjarni Benediktsson skrifar 25. maí 2019 08:00 Hinn 25. maí 1929 ákváðu þingmenn Frjálslynda flokksins og Íhaldsflokksins að sameina krafta sína í nýjum flokki: Sjálfstæðisflokknum. Stefnumál hans skyldu annars vegar vera fullt sjálfstæði landsins, og hins vegar að vinna í innanlandsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum. Fyrra stefnumálið gekk eftir 15 árum síðar og það síðara hefur verið kjarni stefnu Sjálfstæðisflokksins í 90 ár. Með því að standa trúr við grunnstefin sem slegin voru fyrir 90 árum hefur flokkurinn verið brimbrjótur í sókn fámennrar þjóðar úr fátækt til velmegunar. Oft hefur gefið á bátinn. Aukið einstaklings- og atvinnufrelsi fékkst ekki án átaka. Að koma þjóð úr höftum var barátta. Að berjast gegn afturhaldsöflum kallar á pólitískan kjark. Forystufólk Sjálfstæðisflokksins hefur skilið hve mikilvægt það er fyrir okkur Íslendinga að hræðast ekki opin og gagnkvæm samskipti við aðrar þjóðir – skilið betur en aðrir hve mikilvægt það er að nýta fullveldið til að eiga alþjóðlegt samstarf, hvort heldur er í öryggis- og varnarmálum, í frjálsum viðskiptum, eða á sviði lista og menningar. Sjálfstæðisflokkurinn hræðist ekki fullveldið heldur vill nýta það til heilla fyrir land og þjóð. Tilvera flokksins byggist á því að rækta sambandið við almenning og eiga við hann erindi. Til þess þarf að slípa og móta hugmyndir í takt við nýja tíma og áskoranir – skapa sýn til framtíðar. Það getur aldrei verið sjálfstætt markmið fyrir stjórnmálaflokk að lifa af í umróti samtímans. Stjórnmálaflokkur sem hefur engan annan tilgang verður aldrei hreyfiafl breytinga – verður aldrei kjölfesta sem öll samfélög þurfa á að halda. Stjórnmálaflokkur sem er á flótta undan samtíðinni, hræðist breytingar, forðast nýja hugsun og hleypur undan áskorunum framtíðarinnar, mun visna upp. Slíkur stjórnmálaflokkur hefur Sjálfstæðisflokkurinn aldrei verið. Þvert á móti.Alþjóðlega sinnaður framfaraflokkur Markmiðið í upphafi var að Íslendingar yrðu þjóð meðal þjóða. Alþjóðaviðskipti og alþjóðleg samvinna hefur verið og verður einn af hornsteinum sjálfstæðisstefnunnar. Þannig hefur Sjálfstæðisflokkurinn rutt brautina fyrir það alþjóðasamstarf sem skipt hefur þjóðina hvað mestu. Ólafur Thors var forsætis- og utanríkisráðherra þegar Ísland sótti um aðild að Sameinuðu þjóðunum, Bjarni Benediktsson var utanríkisráðherra þegar Ísland gekk í NATO og forsætisráðherra þegar við gerðumst aðilar að EFTA. Davíð Oddsson var forsætisráðherra þegar samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið var gerður. Afstaða okkar sjálfstæðismanna til alþjóðlegrar samvinnu hefur alltaf verið skýr og einörð. Við höfum staðið vörð um fullveldið og nýtt þá möguleika sem sjálfstæðið gefur okkur í alþjóðlegu samstarfi.Frelsi og stöðugleiki Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt aðild að miklum meirihluta þeirra ríkisstjórna sem myndaðar hafa verið frá stofnun hans. Þannig hefur hann tekið þátt í að skapa skilyrði fyrir samfélag sem á ótrúlega skömmum tíma fór frá því að vera eitt það fátækasta í Evrópu til þess að vera með þeim auðugustu. Rótgróin trú sjálfstæðismanna á að sterkt atvinnulíf væri allra hagur hefur leikið lykilhlutverk á þeirri framfarabraut. Að aðeins þannig sé unnt að standa undir fyrirheitum um að gefa öllum tækifæri til menntunar, aðgang að heilbrigðiskerfi óháð efnahag og sterkt öryggisnet almannatrygginga fyrir þá sem þurfa á því að halda. Saga Sjálfstæðisflokksins er samofin atvinnusögu Íslands. Frelsisskrefin hafa verið mörg, sum lítil og önnur stór. Frá því flokkurinn tók aftur sæti við ríkisstjórnarborðið, árið 2013, hefur endurreisn efnahagsmálanna og afnám fjármagnshafta verið í forgangi, samhliða átaki í velferðarmálum. Ríkissjóður hefur verið rekinn með verulegum afgangi undanfarin ár og skuldir greiddar niður. Ábyrg ríkisfjármál eru undirstaða stöðugleika og veita þjóðarbúinu viðnámsþrótt þegar dregur úr vexti, eins og nýjar hagspár boða. Með samstilltum aðgerðum hefur skuldastaða heimilanna gjörbreyst – skuldir lækkað og eigið fé aukist. Skattar hafa verið lækkaðir og tollar og vörugjöld afnumin af flestum vöruflokkum. Launafólk hefur meira á milli handanna. Fram á við er mest um vert að tryggja stöðugleika, frið á vinnumarkaði, súrefni fyrir atvinnulífið og samkeppnishæfni landsins, sem ekki snýst einungis um fyrirtæki heldur líka að fólk velji áfram að búa hér og starfa. Hugsjón okkar er í eðli sínu einföld, byggð á frelsi einstaklingsins og mannhelgi hans. Við erum þess fullviss að þjóðfélagi verði „ekki stjórnað með oflæti eða orðaskaki,” eins og Bjarni Benediktsson, (eldri) minnti á í áramótagrein í Morgunblaðinu 1965: „Oft er sagt, og vissulega með réttu, að veðurfar, gróður og fiskigöngur séu ekki að þakka ríkisstjórn. Gamalkunnugt er, að jafnt rignir á réttláta sem rangláta. En ríkisstjórn ræður því, hvernig hún bregst við atburðunum. Treystir hún eingöngu á forsjá sína og bannar þegnunum að bjarga sér eftir því, sem þeirra eigin vit og þroski segir til um? Eða treystir hún fyrst og fremst á frumkvæði, manndóm og dug borgaranna og telur skyldu sína að greiða fyrir framkvæmdum þeirra, en leggur ekki á þær hömlur og hindranir?“Breytt pólitískt landslag Hið pólitíska landslag hefur breyst mikið á 90 árum, en sennilega hafa breytingarnar orðið hvað mestar á undanförnum áratug. Ný framboð koma og fara líkt og dægurflugur. Flokkar eru stofnaðir um eitt mál eða sérhagsmuni ákveðins hóps. Í slíku umróti skiptir miklu að þeir flokkar sem eiga djúpar rætur í sögu þjóðar og breiðan hóp fylgismanna standi í fæturna, en feykist ekki undan í örvæntingarfullri leit að vinsældum. Sjálfstæðisflokkurinn er ein stærsta fjöldahreyfing landsins. Á landsfundum koma saman fulltrúar allra sjálfstæðisfélaganna, takast á um málefnin, oft duglega, og komast að niðurstöðu sem flestir geta sætt sig við. Þetta hefur verið aðalsmerki okkar sjálfstæðismanna, að geta tekist á um stefnumálin. Styrkurinn felst í því að virða niðurstöðu meirihlutans og standa þétt saman í baráttunni. Við, kjörnir fulltrúar flokksins, sækjum mikinn kraft og stuðning í almenna flokksmenn sem hafa ítrekað sýnt að þegar á þarf að halda stendur þeim enginn á sporði. Það er markmið okkar sjálfstæðismanna að þótt flokkurinn eldist gangi hann stöðugt í endurnýjun lífdaga. Við treystum ungu fólki til trúnaðarstarfa og teljum mikilvægt að fulltrúar flokksins endurspegli breitt bakland og fjölbreytileika. Þannig höfum við lagt áherslu á að jafna hlut karla og kvenna í trúnaðarstöðum. Árangurinn á sveitarstjórnarstiginu er sérstaklega ánægjulegur, en alls sitja 57 konur í sveitarstjórnum fyrir Sjálfstæðisflokkinn, eða um helmingur allra fulltrúa okkar.Innblástur til góðra verka Þrátt fyrir nýjar leiðir til samskipta og þá ótrúlegu möguleika sem tæknin býður upp á, er það bjargföst skoðun mín að ekkert komi í staðinn fyrir að geta sest niður með fólki og rætt málin, augliti til auglits. Til þess að geta átt slík samtöl um allt land ákvað þingflokkur Sjálfstæðisflokksins að fara í hringferð á afmælisárinu. Við lögðum upp í febrúar og á tveimur mánuðum komum við á yfir fimmtíu staði, hlustuðum á og töluðum við þúsundir einstaklinga um allt land. Þarna fundum við hvað brennur á fólki og tókum með okkur ýmis erindi til baka. Samgöngur, aðgengi að þjónustu, umhverfismál og atvinnumál voru alls staðar til umræðu og ekki síst ósk fólks um að fá að nýta hindranalaust það frumkvæði og kraft sem býr í því – hvort sem sá kraftur brýst fram í súkkulaðigerð á Vestfjörðum, sögusafni á Norðurlandi, hótelrekstri á Suðurlandi eða á læknastofu í Reykjavík. Þessi ferð hefur orðið okkur innblástur til góðra verka og verður endurtekin hið fyrsta. Fjölskylduhátíð við Valhöll Í dag býður Sjálfstæðisflokkurinn til fjölskylduhátíðar milli klukkan 11 og 13 við Valhöll í Reykjavík. Þetta er fyrsti liður af mörgum í afmælisdagskránni sem mun setja svip sinn á þetta ár, en sjálfstæðisfélög um land allt standa einnig fyrir ýmsum viðburðum í dag. Upplýsingar um þá má finna á vef flokksins, xd.is.Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarni Benediktsson Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Sjá meira
Hinn 25. maí 1929 ákváðu þingmenn Frjálslynda flokksins og Íhaldsflokksins að sameina krafta sína í nýjum flokki: Sjálfstæðisflokknum. Stefnumál hans skyldu annars vegar vera fullt sjálfstæði landsins, og hins vegar að vinna í innanlandsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum. Fyrra stefnumálið gekk eftir 15 árum síðar og það síðara hefur verið kjarni stefnu Sjálfstæðisflokksins í 90 ár. Með því að standa trúr við grunnstefin sem slegin voru fyrir 90 árum hefur flokkurinn verið brimbrjótur í sókn fámennrar þjóðar úr fátækt til velmegunar. Oft hefur gefið á bátinn. Aukið einstaklings- og atvinnufrelsi fékkst ekki án átaka. Að koma þjóð úr höftum var barátta. Að berjast gegn afturhaldsöflum kallar á pólitískan kjark. Forystufólk Sjálfstæðisflokksins hefur skilið hve mikilvægt það er fyrir okkur Íslendinga að hræðast ekki opin og gagnkvæm samskipti við aðrar þjóðir – skilið betur en aðrir hve mikilvægt það er að nýta fullveldið til að eiga alþjóðlegt samstarf, hvort heldur er í öryggis- og varnarmálum, í frjálsum viðskiptum, eða á sviði lista og menningar. Sjálfstæðisflokkurinn hræðist ekki fullveldið heldur vill nýta það til heilla fyrir land og þjóð. Tilvera flokksins byggist á því að rækta sambandið við almenning og eiga við hann erindi. Til þess þarf að slípa og móta hugmyndir í takt við nýja tíma og áskoranir – skapa sýn til framtíðar. Það getur aldrei verið sjálfstætt markmið fyrir stjórnmálaflokk að lifa af í umróti samtímans. Stjórnmálaflokkur sem hefur engan annan tilgang verður aldrei hreyfiafl breytinga – verður aldrei kjölfesta sem öll samfélög þurfa á að halda. Stjórnmálaflokkur sem er á flótta undan samtíðinni, hræðist breytingar, forðast nýja hugsun og hleypur undan áskorunum framtíðarinnar, mun visna upp. Slíkur stjórnmálaflokkur hefur Sjálfstæðisflokkurinn aldrei verið. Þvert á móti.Alþjóðlega sinnaður framfaraflokkur Markmiðið í upphafi var að Íslendingar yrðu þjóð meðal þjóða. Alþjóðaviðskipti og alþjóðleg samvinna hefur verið og verður einn af hornsteinum sjálfstæðisstefnunnar. Þannig hefur Sjálfstæðisflokkurinn rutt brautina fyrir það alþjóðasamstarf sem skipt hefur þjóðina hvað mestu. Ólafur Thors var forsætis- og utanríkisráðherra þegar Ísland sótti um aðild að Sameinuðu þjóðunum, Bjarni Benediktsson var utanríkisráðherra þegar Ísland gekk í NATO og forsætisráðherra þegar við gerðumst aðilar að EFTA. Davíð Oddsson var forsætisráðherra þegar samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið var gerður. Afstaða okkar sjálfstæðismanna til alþjóðlegrar samvinnu hefur alltaf verið skýr og einörð. Við höfum staðið vörð um fullveldið og nýtt þá möguleika sem sjálfstæðið gefur okkur í alþjóðlegu samstarfi.Frelsi og stöðugleiki Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt aðild að miklum meirihluta þeirra ríkisstjórna sem myndaðar hafa verið frá stofnun hans. Þannig hefur hann tekið þátt í að skapa skilyrði fyrir samfélag sem á ótrúlega skömmum tíma fór frá því að vera eitt það fátækasta í Evrópu til þess að vera með þeim auðugustu. Rótgróin trú sjálfstæðismanna á að sterkt atvinnulíf væri allra hagur hefur leikið lykilhlutverk á þeirri framfarabraut. Að aðeins þannig sé unnt að standa undir fyrirheitum um að gefa öllum tækifæri til menntunar, aðgang að heilbrigðiskerfi óháð efnahag og sterkt öryggisnet almannatrygginga fyrir þá sem þurfa á því að halda. Saga Sjálfstæðisflokksins er samofin atvinnusögu Íslands. Frelsisskrefin hafa verið mörg, sum lítil og önnur stór. Frá því flokkurinn tók aftur sæti við ríkisstjórnarborðið, árið 2013, hefur endurreisn efnahagsmálanna og afnám fjármagnshafta verið í forgangi, samhliða átaki í velferðarmálum. Ríkissjóður hefur verið rekinn með verulegum afgangi undanfarin ár og skuldir greiddar niður. Ábyrg ríkisfjármál eru undirstaða stöðugleika og veita þjóðarbúinu viðnámsþrótt þegar dregur úr vexti, eins og nýjar hagspár boða. Með samstilltum aðgerðum hefur skuldastaða heimilanna gjörbreyst – skuldir lækkað og eigið fé aukist. Skattar hafa verið lækkaðir og tollar og vörugjöld afnumin af flestum vöruflokkum. Launafólk hefur meira á milli handanna. Fram á við er mest um vert að tryggja stöðugleika, frið á vinnumarkaði, súrefni fyrir atvinnulífið og samkeppnishæfni landsins, sem ekki snýst einungis um fyrirtæki heldur líka að fólk velji áfram að búa hér og starfa. Hugsjón okkar er í eðli sínu einföld, byggð á frelsi einstaklingsins og mannhelgi hans. Við erum þess fullviss að þjóðfélagi verði „ekki stjórnað með oflæti eða orðaskaki,” eins og Bjarni Benediktsson, (eldri) minnti á í áramótagrein í Morgunblaðinu 1965: „Oft er sagt, og vissulega með réttu, að veðurfar, gróður og fiskigöngur séu ekki að þakka ríkisstjórn. Gamalkunnugt er, að jafnt rignir á réttláta sem rangláta. En ríkisstjórn ræður því, hvernig hún bregst við atburðunum. Treystir hún eingöngu á forsjá sína og bannar þegnunum að bjarga sér eftir því, sem þeirra eigin vit og þroski segir til um? Eða treystir hún fyrst og fremst á frumkvæði, manndóm og dug borgaranna og telur skyldu sína að greiða fyrir framkvæmdum þeirra, en leggur ekki á þær hömlur og hindranir?“Breytt pólitískt landslag Hið pólitíska landslag hefur breyst mikið á 90 árum, en sennilega hafa breytingarnar orðið hvað mestar á undanförnum áratug. Ný framboð koma og fara líkt og dægurflugur. Flokkar eru stofnaðir um eitt mál eða sérhagsmuni ákveðins hóps. Í slíku umróti skiptir miklu að þeir flokkar sem eiga djúpar rætur í sögu þjóðar og breiðan hóp fylgismanna standi í fæturna, en feykist ekki undan í örvæntingarfullri leit að vinsældum. Sjálfstæðisflokkurinn er ein stærsta fjöldahreyfing landsins. Á landsfundum koma saman fulltrúar allra sjálfstæðisfélaganna, takast á um málefnin, oft duglega, og komast að niðurstöðu sem flestir geta sætt sig við. Þetta hefur verið aðalsmerki okkar sjálfstæðismanna, að geta tekist á um stefnumálin. Styrkurinn felst í því að virða niðurstöðu meirihlutans og standa þétt saman í baráttunni. Við, kjörnir fulltrúar flokksins, sækjum mikinn kraft og stuðning í almenna flokksmenn sem hafa ítrekað sýnt að þegar á þarf að halda stendur þeim enginn á sporði. Það er markmið okkar sjálfstæðismanna að þótt flokkurinn eldist gangi hann stöðugt í endurnýjun lífdaga. Við treystum ungu fólki til trúnaðarstarfa og teljum mikilvægt að fulltrúar flokksins endurspegli breitt bakland og fjölbreytileika. Þannig höfum við lagt áherslu á að jafna hlut karla og kvenna í trúnaðarstöðum. Árangurinn á sveitarstjórnarstiginu er sérstaklega ánægjulegur, en alls sitja 57 konur í sveitarstjórnum fyrir Sjálfstæðisflokkinn, eða um helmingur allra fulltrúa okkar.Innblástur til góðra verka Þrátt fyrir nýjar leiðir til samskipta og þá ótrúlegu möguleika sem tæknin býður upp á, er það bjargföst skoðun mín að ekkert komi í staðinn fyrir að geta sest niður með fólki og rætt málin, augliti til auglits. Til þess að geta átt slík samtöl um allt land ákvað þingflokkur Sjálfstæðisflokksins að fara í hringferð á afmælisárinu. Við lögðum upp í febrúar og á tveimur mánuðum komum við á yfir fimmtíu staði, hlustuðum á og töluðum við þúsundir einstaklinga um allt land. Þarna fundum við hvað brennur á fólki og tókum með okkur ýmis erindi til baka. Samgöngur, aðgengi að þjónustu, umhverfismál og atvinnumál voru alls staðar til umræðu og ekki síst ósk fólks um að fá að nýta hindranalaust það frumkvæði og kraft sem býr í því – hvort sem sá kraftur brýst fram í súkkulaðigerð á Vestfjörðum, sögusafni á Norðurlandi, hótelrekstri á Suðurlandi eða á læknastofu í Reykjavík. Þessi ferð hefur orðið okkur innblástur til góðra verka og verður endurtekin hið fyrsta. Fjölskylduhátíð við Valhöll Í dag býður Sjálfstæðisflokkurinn til fjölskylduhátíðar milli klukkan 11 og 13 við Valhöll í Reykjavík. Þetta er fyrsti liður af mörgum í afmælisdagskránni sem mun setja svip sinn á þetta ár, en sjálfstæðisfélög um land allt standa einnig fyrir ýmsum viðburðum í dag. Upplýsingar um þá má finna á vef flokksins, xd.is.Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar