„Holdgervingur illskunnar“ hlaut lífstíðardóm Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. maí 2019 23:30 Patterson rændi hinni þrettán ára gömlu Jayme Closs í október á síðasta ári. Mynd/Facebook Karlmaður í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða foreldra hinnar þrettán ára Jayme Closs í fyrra og halda henni svo fanginni í tæpa þrjá mánuði. Jake Patterson, 21 árs, játaði í mars að hafa skotið foreldra Jayme, þau Denise og James Closs, til bana á heimili þeirra í október síðastliðnum, rænt stúlkunni og haldið henni í gíslingu í afskekktum kofa í grennd við bæinn Gordon í Wisconsinríki.Sjá einnig: Jayme Closs fær sjálf fundarlaunin Jayme slapp úr prísundinni í janúar eftir 88 daga í haldi Pattersons. Hún var m.a. neydd til að fela sig undir rúmi ræningja síns í allt að tólf klukkutíma í senn án þess að fá vott né þurrt, að því er fjölmiðlar vestanhafs hafa haft upp úr skjölum málsins.„Hann getur ekki svipt mig frelsinu“ Dómsuppkvaðningin í dag var tilfinningaþrungin, samkvæmt fréttaflutningi af málinu. Fjölskyldumeðlimir Jayme mættu margir í dómsal og lýstu hryllilegum áhrifum voðaverkanna á stúlkuna. Þá var dómarinn í málinu, James Babler, harðorður í garð Pattersons. „Þú ert holdgervingur illskunnar,“ sagði Babler, og beindi þá orðum sínum að sakborningnum. „Ég er ekki í vafa um það að þú sért ein hættulegasta manneskjan sem uppi hefur verið.“Sjálf var Jayme ekki viðstödd dómsuppkvaðninguna en lögmaður hennar las upp yfirlýsingu fyrir hennar hönd. „Í október síðastliðnum svipti Jake Patterson mig ýmsu sem ég elska. Það hryggir mig mest að hann hafi tekið mömmu mína og pabba frá mér,“ sagði í yfirlýsingu Jayme. „En hann getur ekki svipt mig frelsinu. Hann hélt að hann gæti slegið eign sinni á mig en hann hafði rangt fyrir sér. Ég var sterkari. Ég mun alltaf búa yfir frelsi mínu en hann ekki.“Valdi Jayme af handahófi Patterson, sem sagðist sjá eftir því sem hann gerði fyrir dómi í dag, hlaut tvo lífstíðardóma fyrir morðin á foreldrum Jayme, og 40 ára dóm til viðbótar fyrir mannránið. Yfirvöld komust ekki á sporið um aðild hans að málinu fyrr en Jayme fannst í janúar og vísaði lögreglu á hann. Áður hefur komið fram að Patterson virðist hafa valið Jayme af handahófi en hann sá hana fyrst þegar hún steig upp í rútu á leið í skólann. Hann hafi þó þegar í stað ákveðið að ræna henni og undirbjó sig vel fyrir mannránið. Hann rakaði til að mynda af sér allt hár, til að vera fullviss um að hann myndi ekki skilja eftir sig ummerki á vettvangi glæpsins. Bandaríkin Tengdar fréttir Sá þrettán ára stúlku stíga upp í rútu og ákvað að ræna henni Hinn 21 árs gamli Jake Thomas Patterson, sem hefur verið ákærður fyrir að myrða foreldra þrettán ára gamallar stúlku og ræna henni, sá hana stíga upp í skólarútu og ákvað að ræna henni. 14. janúar 2019 23:06 Fannst á lífi 87 dögum eftir morðið á foreldrunum Haft er eftir kennara við skóla á svæðinu að nágranni hafi gengið fram á Closs á fimmtudag. 11. janúar 2019 07:41 Jayme Closs fær sjálf fundarlaunin Bandaríska stúlkan Jayme Closs fannst á vegi í Wisconsin þann 10. janúar síðastliðinn eftir að hafa verið haldið fanginni af 21 árs karlmanni í 88 daga. 24. janúar 2019 21:47 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Karlmaður í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða foreldra hinnar þrettán ára Jayme Closs í fyrra og halda henni svo fanginni í tæpa þrjá mánuði. Jake Patterson, 21 árs, játaði í mars að hafa skotið foreldra Jayme, þau Denise og James Closs, til bana á heimili þeirra í október síðastliðnum, rænt stúlkunni og haldið henni í gíslingu í afskekktum kofa í grennd við bæinn Gordon í Wisconsinríki.Sjá einnig: Jayme Closs fær sjálf fundarlaunin Jayme slapp úr prísundinni í janúar eftir 88 daga í haldi Pattersons. Hún var m.a. neydd til að fela sig undir rúmi ræningja síns í allt að tólf klukkutíma í senn án þess að fá vott né þurrt, að því er fjölmiðlar vestanhafs hafa haft upp úr skjölum málsins.„Hann getur ekki svipt mig frelsinu“ Dómsuppkvaðningin í dag var tilfinningaþrungin, samkvæmt fréttaflutningi af málinu. Fjölskyldumeðlimir Jayme mættu margir í dómsal og lýstu hryllilegum áhrifum voðaverkanna á stúlkuna. Þá var dómarinn í málinu, James Babler, harðorður í garð Pattersons. „Þú ert holdgervingur illskunnar,“ sagði Babler, og beindi þá orðum sínum að sakborningnum. „Ég er ekki í vafa um það að þú sért ein hættulegasta manneskjan sem uppi hefur verið.“Sjálf var Jayme ekki viðstödd dómsuppkvaðninguna en lögmaður hennar las upp yfirlýsingu fyrir hennar hönd. „Í október síðastliðnum svipti Jake Patterson mig ýmsu sem ég elska. Það hryggir mig mest að hann hafi tekið mömmu mína og pabba frá mér,“ sagði í yfirlýsingu Jayme. „En hann getur ekki svipt mig frelsinu. Hann hélt að hann gæti slegið eign sinni á mig en hann hafði rangt fyrir sér. Ég var sterkari. Ég mun alltaf búa yfir frelsi mínu en hann ekki.“Valdi Jayme af handahófi Patterson, sem sagðist sjá eftir því sem hann gerði fyrir dómi í dag, hlaut tvo lífstíðardóma fyrir morðin á foreldrum Jayme, og 40 ára dóm til viðbótar fyrir mannránið. Yfirvöld komust ekki á sporið um aðild hans að málinu fyrr en Jayme fannst í janúar og vísaði lögreglu á hann. Áður hefur komið fram að Patterson virðist hafa valið Jayme af handahófi en hann sá hana fyrst þegar hún steig upp í rútu á leið í skólann. Hann hafi þó þegar í stað ákveðið að ræna henni og undirbjó sig vel fyrir mannránið. Hann rakaði til að mynda af sér allt hár, til að vera fullviss um að hann myndi ekki skilja eftir sig ummerki á vettvangi glæpsins.
Bandaríkin Tengdar fréttir Sá þrettán ára stúlku stíga upp í rútu og ákvað að ræna henni Hinn 21 árs gamli Jake Thomas Patterson, sem hefur verið ákærður fyrir að myrða foreldra þrettán ára gamallar stúlku og ræna henni, sá hana stíga upp í skólarútu og ákvað að ræna henni. 14. janúar 2019 23:06 Fannst á lífi 87 dögum eftir morðið á foreldrunum Haft er eftir kennara við skóla á svæðinu að nágranni hafi gengið fram á Closs á fimmtudag. 11. janúar 2019 07:41 Jayme Closs fær sjálf fundarlaunin Bandaríska stúlkan Jayme Closs fannst á vegi í Wisconsin þann 10. janúar síðastliðinn eftir að hafa verið haldið fanginni af 21 árs karlmanni í 88 daga. 24. janúar 2019 21:47 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Sá þrettán ára stúlku stíga upp í rútu og ákvað að ræna henni Hinn 21 árs gamli Jake Thomas Patterson, sem hefur verið ákærður fyrir að myrða foreldra þrettán ára gamallar stúlku og ræna henni, sá hana stíga upp í skólarútu og ákvað að ræna henni. 14. janúar 2019 23:06
Fannst á lífi 87 dögum eftir morðið á foreldrunum Haft er eftir kennara við skóla á svæðinu að nágranni hafi gengið fram á Closs á fimmtudag. 11. janúar 2019 07:41
Jayme Closs fær sjálf fundarlaunin Bandaríska stúlkan Jayme Closs fannst á vegi í Wisconsin þann 10. janúar síðastliðinn eftir að hafa verið haldið fanginni af 21 árs karlmanni í 88 daga. 24. janúar 2019 21:47
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“