Kringlan plastpokalaus innan árs Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. maí 2019 09:32 Í Kringlunni eru starfræktar á annað hundrað verslanir, fjöldi veitingahúsa og kvikmyndahú Vísir/Vilhelm Verslunarmiðstöðin Kringlan ætlar að vera plastpokalaus árið 2020 og verslunum Kringlunnar verður þá eingöngu heimilt að bjóða viðskiptavinum sínum upp á umhverfisvæna poka. Haft er eftir Sigurjón Erni Þórissyni, framkvæmdastjóra Kringlunnar, í tilkynningunni að undanfarin 10 ár hafi verið unnið í því að gera starfsemi verslunarmiðstöðvarinnar umhverfisvænni. „Grænu skrefin hófust þegar við ákváðum fyrir áratug að setja rekstraraðilum Kringlunnar markmið um að flokka allan þann pappa og það plast sem fellur til í húsinu en eins og gefur að skilja er um gríðarlegt mikið magn að ræða sem fellur til á hverju ári,“ segir Sigurjón. „Því næst snérum við okkur að lífrænum úrgangi. Hann er nú allur flokkaður og afgreiddur með réttum hætti. Þriðja græna skrefið snéri að endurnýjun á ljósaburði Kringlunnar. Hún var framkvæmd með umhverfisvernd að leiðarljósi en LED ljósin spila þar stóran þátt. Stærstur hluti bílastæðahúsa og stór hluti verslunarkjarnans er nú lýstur með slíkri lýsingu,” segir framkvæmdastjórinn ennfremur. Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar.Vísir Það verði þó að stíga enn fleiri skref að mati Sigurjóns og nú sé komið að því að gera Kringluna plastpokalausa. „Flestum er kunnugt um þá umhverfisvá sem fylgir notkun plasts og plastpoka og þá er það verðugt verkefni fyrir Kringluna að takast á við. Þetta næsta græna spor Kringlunnar felur í sér að Kringlan geri samkomulag við verslanir í húsinu um að hætta notkun á plastpokum fyrir þær vörur sem seldar eru og snúi sér þess í stað á notkun umhverfisvænni umbúða,” segir Sigurjón. Verkefnið hófst síðla árs 2017 og þá þegar gengu margar verslanir til samstarfs við Kringluna um að skipta plasti út fyrir umhverfisvænar umbúðir. Þær verslanir eru sérstaklega merktar í gluggum þeirra með grænum miða sem á stendur: „Við styðjum verkefnið plastpokalaus Kringla“. Um þriðjungur verslana Kringlunnar er nú þegar búinn að segja skilið við plastpokana og segist Sigurjón vona að strax 1. janúar 2020 verði Kringlan orðin alfarið plastpokalaus. Neytendur Reykjavík Umhverfismál Kringlan Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Verslunarmiðstöðin Kringlan ætlar að vera plastpokalaus árið 2020 og verslunum Kringlunnar verður þá eingöngu heimilt að bjóða viðskiptavinum sínum upp á umhverfisvæna poka. Haft er eftir Sigurjón Erni Þórissyni, framkvæmdastjóra Kringlunnar, í tilkynningunni að undanfarin 10 ár hafi verið unnið í því að gera starfsemi verslunarmiðstöðvarinnar umhverfisvænni. „Grænu skrefin hófust þegar við ákváðum fyrir áratug að setja rekstraraðilum Kringlunnar markmið um að flokka allan þann pappa og það plast sem fellur til í húsinu en eins og gefur að skilja er um gríðarlegt mikið magn að ræða sem fellur til á hverju ári,“ segir Sigurjón. „Því næst snérum við okkur að lífrænum úrgangi. Hann er nú allur flokkaður og afgreiddur með réttum hætti. Þriðja græna skrefið snéri að endurnýjun á ljósaburði Kringlunnar. Hún var framkvæmd með umhverfisvernd að leiðarljósi en LED ljósin spila þar stóran þátt. Stærstur hluti bílastæðahúsa og stór hluti verslunarkjarnans er nú lýstur með slíkri lýsingu,” segir framkvæmdastjórinn ennfremur. Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar.Vísir Það verði þó að stíga enn fleiri skref að mati Sigurjóns og nú sé komið að því að gera Kringluna plastpokalausa. „Flestum er kunnugt um þá umhverfisvá sem fylgir notkun plasts og plastpoka og þá er það verðugt verkefni fyrir Kringluna að takast á við. Þetta næsta græna spor Kringlunnar felur í sér að Kringlan geri samkomulag við verslanir í húsinu um að hætta notkun á plastpokum fyrir þær vörur sem seldar eru og snúi sér þess í stað á notkun umhverfisvænni umbúða,” segir Sigurjón. Verkefnið hófst síðla árs 2017 og þá þegar gengu margar verslanir til samstarfs við Kringluna um að skipta plasti út fyrir umhverfisvænar umbúðir. Þær verslanir eru sérstaklega merktar í gluggum þeirra með grænum miða sem á stendur: „Við styðjum verkefnið plastpokalaus Kringla“. Um þriðjungur verslana Kringlunnar er nú þegar búinn að segja skilið við plastpokana og segist Sigurjón vona að strax 1. janúar 2020 verði Kringlan orðin alfarið plastpokalaus.
Neytendur Reykjavík Umhverfismál Kringlan Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira