Fleiri andlát tengd Alzheimer Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 24. maí 2019 07:30 Alzheimer-sjúklingum sagt fjölga en þó ekki til jafns við tölur Landlæknisembættisins. Nordicphotos/Getty Tölur um skráningu dauðsfalla af völdum Alzheimer-sjúkdómsins segja ekki til um réttan fjölda þeirra sem sjúkdómurinn dregur til dauða. Í tölum frá Landlæknisembættinu má sjá mikla aukningu á fjölda þessara einstaklinga. Árið 1996 voru þeir 12 en árið 2018 voru þeir 192. Steinunn Þórðardóttir, yfirlæknir heilabilunareiningar Landspítalans, segir ástæðuna fyrir auknum fjölda dauðsfalla af völdum Alzheimer að mestu leyti vera vegna breytinga á skráningum dauðsfalla. „Menn voru á því að Alzheimer gæti ekki verið dánarorsök en þetta er búið að breytast mikið á undanförnum árum. Það er farið að skrá Alzheimer-sjúkdóm miklu oftar á dánarvottorð sem dánarorsök.“Steinunn Þórðardóttir, lyf- og öldrunarlæknirJón G. Snædal, yfirlæknir í öldrunarlækningum á Landspítala, er sammála Steinunni og segir að skráning á dauðsföllum tengdum sjúkdómnum hafi ekki hafist fyrr en upp úr árinu 1990. „Rétt um 1990, sennilega nokkru fyrr, þá var mér sagt að ég hefði skráð á dánarvottorð þann fyrsta sem hefði dáið úr Alzheimer á Íslandi,“ segir Jón. Sá einstaklingur hafi ekki verið sá fyrsti sem lést af völdum sjúkdómsins hér. Jón segir einnig að tölur Landlæknisembættisins sýni eingöngu fram á vankanta á skráningu á slíkum dauðsföllum. „Þessar tölur segja okkur ekkert til um það hvort fleiri séu að deyja úr Alzheimer, þær sýna okkur einungis að fólki hefur verið gefin önnur dánarorsök,“ segir Jón. „Dánarorsök margra þeirra sem deyja úr Alzheimer er skráð sem einhver fylgikvilli sjúkdómsins, til að mynda lungnabólga.“ Tölur Landlæknisembættisins sýna að með hækkun skráninga á dauðsföllum af völdum Alzheimer fækkar dauðsföllum af völdum inflúensu og lungnabólgu á móti. Árið 1996 voru þau 153 en 90 í fyrra. Steinunn og Jón eru sammála um að fjöldi þeirra sem þjást af Alzheimer sé að aukast en ekki til jafns við tölur Landlæknisembættisins. Ástæðuna segja þau vera hærri lífaldur. „Fólk er að lifa lengur og þar með þjást fleiri af sjúkdómnum þar sem aldur er stærsti áhrifaþátturinn“ segir Steinunn.Jón G. Snædal, yfirlæknir öldrunarsviðs LandspítalaÍ tölum Embættis landlæknis kemur einnig fram að mun fleiri konur látist af Alzheimer en karlar og segir Steinunn meginástæðuna vera þá að konur lifi lengur en karlar. Tölurnar sýna að 128 konur hafi Alzheimer sem skráða dánarorsök árið 2018 en einungis 64 karlar. Jón tekur undir orð Steinunnar en segir jafnframt að dánarorsök karla sé oftar en kvenna skráð sem hjartaáfall. „Hjartaáföll eru tíðari hjá körlum en konum og líklegt er að í einhverjum tilfellum sé einstaklingur sem deyr úr Alzheimer skráður með hjartaáfall sem dánarorsök.“ Þessi útskýring Jóns kemur heim og saman við tölur Landlæknisembættisins. Þar eru hjartasjúkdómar skráðir sem dánarorsök 247 karla en 195 kvenna. Samkvæmt Steinunni og Jóni er mikilvægt að upplýsingar sem þessar séu skráðar réttilega til að einstaklingar með Alzheimer fái sem besta þjónustu. „Nágrannalönd okkar eru með góða stefnu í umönnun einstaklinga með Alzheimer en til þess að við getum miðað okkur við þau er mikilvægt að við höfum réttar upplýsingar um efnið,“ segir Steinunn og bætir við að hún finni fyrir aukinni velvild í garð málaflokksins. Þó segir Steinunn að aukið fjármagn þurfi til að halda utan um þá gagnagrunna sem til þarf. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Sjá meira
Tölur um skráningu dauðsfalla af völdum Alzheimer-sjúkdómsins segja ekki til um réttan fjölda þeirra sem sjúkdómurinn dregur til dauða. Í tölum frá Landlæknisembættinu má sjá mikla aukningu á fjölda þessara einstaklinga. Árið 1996 voru þeir 12 en árið 2018 voru þeir 192. Steinunn Þórðardóttir, yfirlæknir heilabilunareiningar Landspítalans, segir ástæðuna fyrir auknum fjölda dauðsfalla af völdum Alzheimer að mestu leyti vera vegna breytinga á skráningum dauðsfalla. „Menn voru á því að Alzheimer gæti ekki verið dánarorsök en þetta er búið að breytast mikið á undanförnum árum. Það er farið að skrá Alzheimer-sjúkdóm miklu oftar á dánarvottorð sem dánarorsök.“Steinunn Þórðardóttir, lyf- og öldrunarlæknirJón G. Snædal, yfirlæknir í öldrunarlækningum á Landspítala, er sammála Steinunni og segir að skráning á dauðsföllum tengdum sjúkdómnum hafi ekki hafist fyrr en upp úr árinu 1990. „Rétt um 1990, sennilega nokkru fyrr, þá var mér sagt að ég hefði skráð á dánarvottorð þann fyrsta sem hefði dáið úr Alzheimer á Íslandi,“ segir Jón. Sá einstaklingur hafi ekki verið sá fyrsti sem lést af völdum sjúkdómsins hér. Jón segir einnig að tölur Landlæknisembættisins sýni eingöngu fram á vankanta á skráningu á slíkum dauðsföllum. „Þessar tölur segja okkur ekkert til um það hvort fleiri séu að deyja úr Alzheimer, þær sýna okkur einungis að fólki hefur verið gefin önnur dánarorsök,“ segir Jón. „Dánarorsök margra þeirra sem deyja úr Alzheimer er skráð sem einhver fylgikvilli sjúkdómsins, til að mynda lungnabólga.“ Tölur Landlæknisembættisins sýna að með hækkun skráninga á dauðsföllum af völdum Alzheimer fækkar dauðsföllum af völdum inflúensu og lungnabólgu á móti. Árið 1996 voru þau 153 en 90 í fyrra. Steinunn og Jón eru sammála um að fjöldi þeirra sem þjást af Alzheimer sé að aukast en ekki til jafns við tölur Landlæknisembættisins. Ástæðuna segja þau vera hærri lífaldur. „Fólk er að lifa lengur og þar með þjást fleiri af sjúkdómnum þar sem aldur er stærsti áhrifaþátturinn“ segir Steinunn.Jón G. Snædal, yfirlæknir öldrunarsviðs LandspítalaÍ tölum Embættis landlæknis kemur einnig fram að mun fleiri konur látist af Alzheimer en karlar og segir Steinunn meginástæðuna vera þá að konur lifi lengur en karlar. Tölurnar sýna að 128 konur hafi Alzheimer sem skráða dánarorsök árið 2018 en einungis 64 karlar. Jón tekur undir orð Steinunnar en segir jafnframt að dánarorsök karla sé oftar en kvenna skráð sem hjartaáfall. „Hjartaáföll eru tíðari hjá körlum en konum og líklegt er að í einhverjum tilfellum sé einstaklingur sem deyr úr Alzheimer skráður með hjartaáfall sem dánarorsök.“ Þessi útskýring Jóns kemur heim og saman við tölur Landlæknisembættisins. Þar eru hjartasjúkdómar skráðir sem dánarorsök 247 karla en 195 kvenna. Samkvæmt Steinunni og Jóni er mikilvægt að upplýsingar sem þessar séu skráðar réttilega til að einstaklingar með Alzheimer fái sem besta þjónustu. „Nágrannalönd okkar eru með góða stefnu í umönnun einstaklinga með Alzheimer en til þess að við getum miðað okkur við þau er mikilvægt að við höfum réttar upplýsingar um efnið,“ segir Steinunn og bætir við að hún finni fyrir aukinni velvild í garð málaflokksins. Þó segir Steinunn að aukið fjármagn þurfi til að halda utan um þá gagnagrunna sem til þarf.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Sjá meira