Mistök Hörður Ægisson skrifar 24. maí 2019 07:00 Seðlabanki Íslands er ein mikilvægasta og valdamesta stofnun landsins. Næsti seðlabankastjóri, sem verður skipaður síðar á þessu ári, mun meðal annars fá það krefjandi verkefni að leiða sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins þannig að til verður ein öflug þrjú hundruð manna stofnun með heildarsýn á hagkerfið. Sextán manns sækjast eftir starfinu og fyrr í þessum mánuði tilkynnti forsætisráðuneytið um skipan þriggja manna hæfisnefndar sem hefur það hlutverk að meta hæfi umsækjenda. Þótt hæfismatið sé aðeins leiðbeinandi en ekki ráðgefandi má öllum vera ljóst að forsætisráðherra, sem hefur skipunarvaldið, verður ekki stætt á að skipa aðra umsækjendur í embættið en þá sem nefndin mun meta hæfasta. Hæfisnefndin hefur því í reynd ríka aðkomu að vali á næsta seðlabankastjóra landsins. Um þetta er engin ástæða til að deila. Nú háttar svo til að formaður hæfisnefndarinnar, Sigríður Benediktsdóttir, er jafnframt bankaráðsmaður í Landsbankanum. Tveir umsækjendur um embætti seðlabankastjóra, eins og greint var frá í Fréttablaðinu í vikunni, hafa séð ástæðu til að kvarta yfir meintu vanhæfi Sigríðar vegna setu í bankaráðinu á sama tíma og hún leiðir nefndina. Enginn efast almennt um hæfi Sigríðar, sem er hagfræðingur við Yale-háskóla og starfaði um nokkurra ára skeið sem framkvæmdastjóri í Seðlabankanum. Um það snýst hins vegar ekki málið. Landsbankinn er stærsti viðskiptavinur Seðlabankans og á því verulegra hagsmuna að gæta sem snýr að ýmsum ákvörðunum bankans. Það hlýtur því að skjóta skökku við að bankaráðsmaður hjá Landsbankanum, sem er hlutafélag með sjálfstæða stjórn og í samkeppni við aðrar fjármálastofnanir, hafi umtalsverða aðkomu að því að ákveða hver verði næsti seðlabankastjóri. Við sameiningu Seðlabankans og FME, sem ætti að óbreyttu að verða að veruleika um næstkomandi áramót, verður það seðlabankastjóri sem mun bera æðstu ábyrgð á eftirliti með starfsemi allra fjármálafyrirtækja landsins. Með öðrum orðum er sú staða því núna uppi að bankaráðsmaður í Landsbankanum mun ákveða hverjir komi til greina til að hafa eftirlit með bankanum. Þetta gengur augljóslega ekki upp. Sigríður hefur meðal annars vísað til þess að hún hafi fengið „grænt ljós“ frá bankastjóra Landsbankans áður en hún tók að sér nefndarstarfið. Hér hlýtur að gæta einhvers misskilnings enda getur sú skýring tæpast staðist. Bankastjórinn hefur ekkert boðvald yfir bankaráðsmönnum Landsbankans. Það er hann sem heyrir undir bankaráðið en ekki öfugt. Staðfest er að Sigríður ráðfærði sig ekki við formann bankaráðsins áður en hún samþykkti að taka við formennsku hæfisnefndarinnar enda þótt slíkt sé ávallt gert í málum af þessu tagi. Hér hafa orðið mistök við skipan nefndarinnar, bæði af hálfu forsætisráðuneytisins og eins Sigríðar þegar hún samþykkti að taka að sér starfið, sem hljóta að verða leiðrétt sem fyrst. Ákveði formaður hæfisnefndarinnar ekki sjálfur að eiga frumkvæðið og stíga til hliðar hlýtur forsætisráðherra að taka af skarið. Það blasir við öllum að óbreytt staða er ekki í boði sé á annað borð áhugi á því að vanda til verka við val á yfirmanni einnar mikilvægustu stofnunar landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Seðlabankinn Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Seðlabanki Íslands er ein mikilvægasta og valdamesta stofnun landsins. Næsti seðlabankastjóri, sem verður skipaður síðar á þessu ári, mun meðal annars fá það krefjandi verkefni að leiða sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins þannig að til verður ein öflug þrjú hundruð manna stofnun með heildarsýn á hagkerfið. Sextán manns sækjast eftir starfinu og fyrr í þessum mánuði tilkynnti forsætisráðuneytið um skipan þriggja manna hæfisnefndar sem hefur það hlutverk að meta hæfi umsækjenda. Þótt hæfismatið sé aðeins leiðbeinandi en ekki ráðgefandi má öllum vera ljóst að forsætisráðherra, sem hefur skipunarvaldið, verður ekki stætt á að skipa aðra umsækjendur í embættið en þá sem nefndin mun meta hæfasta. Hæfisnefndin hefur því í reynd ríka aðkomu að vali á næsta seðlabankastjóra landsins. Um þetta er engin ástæða til að deila. Nú háttar svo til að formaður hæfisnefndarinnar, Sigríður Benediktsdóttir, er jafnframt bankaráðsmaður í Landsbankanum. Tveir umsækjendur um embætti seðlabankastjóra, eins og greint var frá í Fréttablaðinu í vikunni, hafa séð ástæðu til að kvarta yfir meintu vanhæfi Sigríðar vegna setu í bankaráðinu á sama tíma og hún leiðir nefndina. Enginn efast almennt um hæfi Sigríðar, sem er hagfræðingur við Yale-háskóla og starfaði um nokkurra ára skeið sem framkvæmdastjóri í Seðlabankanum. Um það snýst hins vegar ekki málið. Landsbankinn er stærsti viðskiptavinur Seðlabankans og á því verulegra hagsmuna að gæta sem snýr að ýmsum ákvörðunum bankans. Það hlýtur því að skjóta skökku við að bankaráðsmaður hjá Landsbankanum, sem er hlutafélag með sjálfstæða stjórn og í samkeppni við aðrar fjármálastofnanir, hafi umtalsverða aðkomu að því að ákveða hver verði næsti seðlabankastjóri. Við sameiningu Seðlabankans og FME, sem ætti að óbreyttu að verða að veruleika um næstkomandi áramót, verður það seðlabankastjóri sem mun bera æðstu ábyrgð á eftirliti með starfsemi allra fjármálafyrirtækja landsins. Með öðrum orðum er sú staða því núna uppi að bankaráðsmaður í Landsbankanum mun ákveða hverjir komi til greina til að hafa eftirlit með bankanum. Þetta gengur augljóslega ekki upp. Sigríður hefur meðal annars vísað til þess að hún hafi fengið „grænt ljós“ frá bankastjóra Landsbankans áður en hún tók að sér nefndarstarfið. Hér hlýtur að gæta einhvers misskilnings enda getur sú skýring tæpast staðist. Bankastjórinn hefur ekkert boðvald yfir bankaráðsmönnum Landsbankans. Það er hann sem heyrir undir bankaráðið en ekki öfugt. Staðfest er að Sigríður ráðfærði sig ekki við formann bankaráðsins áður en hún samþykkti að taka við formennsku hæfisnefndarinnar enda þótt slíkt sé ávallt gert í málum af þessu tagi. Hér hafa orðið mistök við skipan nefndarinnar, bæði af hálfu forsætisráðuneytisins og eins Sigríðar þegar hún samþykkti að taka að sér starfið, sem hljóta að verða leiðrétt sem fyrst. Ákveði formaður hæfisnefndarinnar ekki sjálfur að eiga frumkvæðið og stíga til hliðar hlýtur forsætisráðherra að taka af skarið. Það blasir við öllum að óbreytt staða er ekki í boði sé á annað borð áhugi á því að vanda til verka við val á yfirmanni einnar mikilvægustu stofnunar landsins.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun