Fjórir Íslendingar í varðhaldi vegna umfangsmikils kókaínsmygls Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. maí 2019 18:30 Fjórir Íslendingar eru í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa smyglað á annan tug kílóa af kókaíni til landsins. Þetta er eitt mesta magn kókaíns sem náðst hefur í einu hér á landi. Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar málið í samstarfi við þýsk lögregluyfirvöld. Málið kom upp á Keflavíkurflugvelli þann 12. maí síðastliðinn og voru fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald í kjölfarið. Málið á uppruna sinn í Frankfurt í Þýskalandi en lögreglan á Suðurnesjum í samstarfi við þýsk lögregluyfirvöld, tollgæsluna á Keflavíkurflugvelli og lögregluna á höfuðborgarsvæðinu vinna nú að rannsókn málsins. Þetta staðfestir Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum og segir að unnið sé að umfangsmikilli rannsókn er varðar innflutning fíkniefna. Hann segir að lögregla hafi lagt hald á umtalsvert magn fíkniefna og fjármuna í tenglsum við málið. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um kókaín að ræða og er magnið með því mesta sem haldlagt hefur verið hér á landi í einu, eða meira en tíu kíló. Jón Halldór vildi ekki staðfesta þetta. Ljóst er að götuvirði efnisins hleypur á hundruðum milljóna en götuverð á kókaíni er um 14.600 krónur samkvæmt verðlagskönnun SÁÁ. Þannig eru tíu kíló virði 146 milljóna króna. Mikið hefur verið fjallð um aukið framboð og eftirpurn eftir kókaíni hér á landi á síðustu mánuðum. Til að mynda sýnir nýleg rannsókn Rannsóknarstofu Háskóla Íslands í eiturefnafræðum að magn kókaíns í frárennslisvatni í Reykjavík hafi rúmlega fjórfaldast á tveimur árum. Þá hefur mikil fjölgun orðið á innlögnum kókaínfíkla á sjúkrahúsinu Vogi en mun fleiri voru innritaðir árið 2018 en rétt fyrir efnahagshrunið 2008. Þá hefur neysla ungmenna á kókaíni aukist mikið samkvæmt upplýsingum frá Vogi og efnin að verða sterkari. Fréttastofa hefur ekki upplýsingar um styrkleika kókaínsins í umræddu máli. Fólkið sem er í gæsluvarðahaldi vegna málsins eru Íslendingar, samkvæmt heimildum fréttastofu. Jón Halldór segir að rannsókn málsins miði vel en verst frekari frétta af rannsókn þess. Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tollgæslan Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Fleiri fréttir Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Sjá meira
Fjórir Íslendingar eru í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa smyglað á annan tug kílóa af kókaíni til landsins. Þetta er eitt mesta magn kókaíns sem náðst hefur í einu hér á landi. Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar málið í samstarfi við þýsk lögregluyfirvöld. Málið kom upp á Keflavíkurflugvelli þann 12. maí síðastliðinn og voru fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald í kjölfarið. Málið á uppruna sinn í Frankfurt í Þýskalandi en lögreglan á Suðurnesjum í samstarfi við þýsk lögregluyfirvöld, tollgæsluna á Keflavíkurflugvelli og lögregluna á höfuðborgarsvæðinu vinna nú að rannsókn málsins. Þetta staðfestir Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum og segir að unnið sé að umfangsmikilli rannsókn er varðar innflutning fíkniefna. Hann segir að lögregla hafi lagt hald á umtalsvert magn fíkniefna og fjármuna í tenglsum við málið. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um kókaín að ræða og er magnið með því mesta sem haldlagt hefur verið hér á landi í einu, eða meira en tíu kíló. Jón Halldór vildi ekki staðfesta þetta. Ljóst er að götuvirði efnisins hleypur á hundruðum milljóna en götuverð á kókaíni er um 14.600 krónur samkvæmt verðlagskönnun SÁÁ. Þannig eru tíu kíló virði 146 milljóna króna. Mikið hefur verið fjallð um aukið framboð og eftirpurn eftir kókaíni hér á landi á síðustu mánuðum. Til að mynda sýnir nýleg rannsókn Rannsóknarstofu Háskóla Íslands í eiturefnafræðum að magn kókaíns í frárennslisvatni í Reykjavík hafi rúmlega fjórfaldast á tveimur árum. Þá hefur mikil fjölgun orðið á innlögnum kókaínfíkla á sjúkrahúsinu Vogi en mun fleiri voru innritaðir árið 2018 en rétt fyrir efnahagshrunið 2008. Þá hefur neysla ungmenna á kókaíni aukist mikið samkvæmt upplýsingum frá Vogi og efnin að verða sterkari. Fréttastofa hefur ekki upplýsingar um styrkleika kókaínsins í umræddu máli. Fólkið sem er í gæsluvarðahaldi vegna málsins eru Íslendingar, samkvæmt heimildum fréttastofu. Jón Halldór segir að rannsókn málsins miði vel en verst frekari frétta af rannsókn þess.
Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tollgæslan Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Fleiri fréttir Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Sjá meira