Fjórir Íslendingar í varðhaldi vegna umfangsmikils kókaínsmygls Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. maí 2019 18:30 Fjórir Íslendingar eru í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa smyglað á annan tug kílóa af kókaíni til landsins. Þetta er eitt mesta magn kókaíns sem náðst hefur í einu hér á landi. Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar málið í samstarfi við þýsk lögregluyfirvöld. Málið kom upp á Keflavíkurflugvelli þann 12. maí síðastliðinn og voru fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald í kjölfarið. Málið á uppruna sinn í Frankfurt í Þýskalandi en lögreglan á Suðurnesjum í samstarfi við þýsk lögregluyfirvöld, tollgæsluna á Keflavíkurflugvelli og lögregluna á höfuðborgarsvæðinu vinna nú að rannsókn málsins. Þetta staðfestir Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum og segir að unnið sé að umfangsmikilli rannsókn er varðar innflutning fíkniefna. Hann segir að lögregla hafi lagt hald á umtalsvert magn fíkniefna og fjármuna í tenglsum við málið. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um kókaín að ræða og er magnið með því mesta sem haldlagt hefur verið hér á landi í einu, eða meira en tíu kíló. Jón Halldór vildi ekki staðfesta þetta. Ljóst er að götuvirði efnisins hleypur á hundruðum milljóna en götuverð á kókaíni er um 14.600 krónur samkvæmt verðlagskönnun SÁÁ. Þannig eru tíu kíló virði 146 milljóna króna. Mikið hefur verið fjallð um aukið framboð og eftirpurn eftir kókaíni hér á landi á síðustu mánuðum. Til að mynda sýnir nýleg rannsókn Rannsóknarstofu Háskóla Íslands í eiturefnafræðum að magn kókaíns í frárennslisvatni í Reykjavík hafi rúmlega fjórfaldast á tveimur árum. Þá hefur mikil fjölgun orðið á innlögnum kókaínfíkla á sjúkrahúsinu Vogi en mun fleiri voru innritaðir árið 2018 en rétt fyrir efnahagshrunið 2008. Þá hefur neysla ungmenna á kókaíni aukist mikið samkvæmt upplýsingum frá Vogi og efnin að verða sterkari. Fréttastofa hefur ekki upplýsingar um styrkleika kókaínsins í umræddu máli. Fólkið sem er í gæsluvarðahaldi vegna málsins eru Íslendingar, samkvæmt heimildum fréttastofu. Jón Halldór segir að rannsókn málsins miði vel en verst frekari frétta af rannsókn þess. Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tollgæslan Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Fjórir Íslendingar eru í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa smyglað á annan tug kílóa af kókaíni til landsins. Þetta er eitt mesta magn kókaíns sem náðst hefur í einu hér á landi. Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar málið í samstarfi við þýsk lögregluyfirvöld. Málið kom upp á Keflavíkurflugvelli þann 12. maí síðastliðinn og voru fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald í kjölfarið. Málið á uppruna sinn í Frankfurt í Þýskalandi en lögreglan á Suðurnesjum í samstarfi við þýsk lögregluyfirvöld, tollgæsluna á Keflavíkurflugvelli og lögregluna á höfuðborgarsvæðinu vinna nú að rannsókn málsins. Þetta staðfestir Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum og segir að unnið sé að umfangsmikilli rannsókn er varðar innflutning fíkniefna. Hann segir að lögregla hafi lagt hald á umtalsvert magn fíkniefna og fjármuna í tenglsum við málið. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um kókaín að ræða og er magnið með því mesta sem haldlagt hefur verið hér á landi í einu, eða meira en tíu kíló. Jón Halldór vildi ekki staðfesta þetta. Ljóst er að götuvirði efnisins hleypur á hundruðum milljóna en götuverð á kókaíni er um 14.600 krónur samkvæmt verðlagskönnun SÁÁ. Þannig eru tíu kíló virði 146 milljóna króna. Mikið hefur verið fjallð um aukið framboð og eftirpurn eftir kókaíni hér á landi á síðustu mánuðum. Til að mynda sýnir nýleg rannsókn Rannsóknarstofu Háskóla Íslands í eiturefnafræðum að magn kókaíns í frárennslisvatni í Reykjavík hafi rúmlega fjórfaldast á tveimur árum. Þá hefur mikil fjölgun orðið á innlögnum kókaínfíkla á sjúkrahúsinu Vogi en mun fleiri voru innritaðir árið 2018 en rétt fyrir efnahagshrunið 2008. Þá hefur neysla ungmenna á kókaíni aukist mikið samkvæmt upplýsingum frá Vogi og efnin að verða sterkari. Fréttastofa hefur ekki upplýsingar um styrkleika kókaínsins í umræddu máli. Fólkið sem er í gæsluvarðahaldi vegna málsins eru Íslendingar, samkvæmt heimildum fréttastofu. Jón Halldór segir að rannsókn málsins miði vel en verst frekari frétta af rannsókn þess.
Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tollgæslan Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira