Skjátími er ekki bara skjátími Salvör Nordal skrifar 23. maí 2019 07:00 Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið um notkun barna á skjátækjum. Embætti umboðsmanns barna hefur ítrekað fengið fyrirspurnir um skjánotkun barna og mögulegar takmarkanir á henni en ákall hefur verið frá fagfólki og foreldrum um setningu viðmiða um skjánotkun og skjátíma barna. Á læknadögum 2018 var skjánotkun barna og unglinga meðal umfjöllunarefna en umboðsmaður barna tók þátt í þeirri umræðu. Samkvæmt lögum um umboðsmann barna er honum ætlað að hafa frumkvæði að stefnumarkandi umræðu um málefni barna. Eftir læknadaga kallaði umboðsmaður barna saman ýmsa sérfræðinga með það að markmiði að mynda faghóp um setningu viðmiða um skjánotkun barna. Mikill áhugi var innan hópsins sem fundaði reglulega á starfstímanum og var það niðurstaða hópsins að miða ekki við tímatakmarkanir á skjánotkun enda sýna rannsóknir að það sem gert er í skjátækjum skiptir meira máli en tímalengdin. Líkt og fullorðnir nota börn skjátæki sín á margvíslegan og uppbyggilegan hátt eins og til að semja tónlist, búa til stuttmyndir, eiga í samskiptum við vini og félaga, sækja sér fræðslu um eigin réttindi og ýmiss konar upplýsingar fyrir nám og daglegt líf. Viðmiðin voru kynnt í síðasta mánuði og taka þau mið af mismunandi aldursskeiðum barna. Viðmiðin má finna á heimasíðunni www.heilsuvera.is og á heimasíðu umboðsmanns barna, www.barn.is, en að þeim standa Embætti landlæknis, umboðsmaður barna, Barnaheill, Heilsugæslan, Heimili og skóli og SAFT. Í umræddum viðmiðum er byggt á nýjustu rannsóknum og ályktunum sérfræðinga á þessu sviði. Áhersla er lögð á að skjátími bitni ekki á grunnþörfum barna eins og heilbrigðu líferni, samveru við foreldra, nægum svefni og félagslegum samskiptum. Þá er mælt með því að foreldrar og börn setji sér eigin reglur um skjátíma á heimilum. Foreldrar eru fyrirmyndir og því afar mikilvægt að þeir hugi jafnframt að eigin skjánotkun. Bandarísku barnalæknasamtökin hafa gefið út stefnuyfirlýsingu þar sem lögð er áhersla á mikilvægi þess að börn taki þátt í tómstundum og hreyfingu, fái nægan svefn og að foreldrar og börn fái fræðslu um skjánotkun. Þá voru nýlega sett fram viðmið í Bretlandi um skjánotkun barna og unglinga af „The Royal College of Paediatrics and Child Health“, sem sér um þjálfun sérfræðinga í barnalækningum, án viðmiða um tímalengd skjánotkunar, en ekki er talið fullsannað að mikil notkun skjátækja sé börnum skaðleg. Þess í stað var farin sú leið að aðstoða fjölskyldur við að móta sér eigin reglur um skjánotkun með áherslu á grunnþarfir barna eins og svefn, næringu og samverustundir fjölskyldu. Umboðsmaður barna bindur vonir við að umrædd skjáviðmið nýtist sem flestum foreldrum við að eiga samtal við börn um uppbyggilega notkun skjátækja á heimilum.Höfundur er umboðsmaður barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Salvör Nordal Tækni Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið um notkun barna á skjátækjum. Embætti umboðsmanns barna hefur ítrekað fengið fyrirspurnir um skjánotkun barna og mögulegar takmarkanir á henni en ákall hefur verið frá fagfólki og foreldrum um setningu viðmiða um skjánotkun og skjátíma barna. Á læknadögum 2018 var skjánotkun barna og unglinga meðal umfjöllunarefna en umboðsmaður barna tók þátt í þeirri umræðu. Samkvæmt lögum um umboðsmann barna er honum ætlað að hafa frumkvæði að stefnumarkandi umræðu um málefni barna. Eftir læknadaga kallaði umboðsmaður barna saman ýmsa sérfræðinga með það að markmiði að mynda faghóp um setningu viðmiða um skjánotkun barna. Mikill áhugi var innan hópsins sem fundaði reglulega á starfstímanum og var það niðurstaða hópsins að miða ekki við tímatakmarkanir á skjánotkun enda sýna rannsóknir að það sem gert er í skjátækjum skiptir meira máli en tímalengdin. Líkt og fullorðnir nota börn skjátæki sín á margvíslegan og uppbyggilegan hátt eins og til að semja tónlist, búa til stuttmyndir, eiga í samskiptum við vini og félaga, sækja sér fræðslu um eigin réttindi og ýmiss konar upplýsingar fyrir nám og daglegt líf. Viðmiðin voru kynnt í síðasta mánuði og taka þau mið af mismunandi aldursskeiðum barna. Viðmiðin má finna á heimasíðunni www.heilsuvera.is og á heimasíðu umboðsmanns barna, www.barn.is, en að þeim standa Embætti landlæknis, umboðsmaður barna, Barnaheill, Heilsugæslan, Heimili og skóli og SAFT. Í umræddum viðmiðum er byggt á nýjustu rannsóknum og ályktunum sérfræðinga á þessu sviði. Áhersla er lögð á að skjátími bitni ekki á grunnþörfum barna eins og heilbrigðu líferni, samveru við foreldra, nægum svefni og félagslegum samskiptum. Þá er mælt með því að foreldrar og börn setji sér eigin reglur um skjátíma á heimilum. Foreldrar eru fyrirmyndir og því afar mikilvægt að þeir hugi jafnframt að eigin skjánotkun. Bandarísku barnalæknasamtökin hafa gefið út stefnuyfirlýsingu þar sem lögð er áhersla á mikilvægi þess að börn taki þátt í tómstundum og hreyfingu, fái nægan svefn og að foreldrar og börn fái fræðslu um skjánotkun. Þá voru nýlega sett fram viðmið í Bretlandi um skjánotkun barna og unglinga af „The Royal College of Paediatrics and Child Health“, sem sér um þjálfun sérfræðinga í barnalækningum, án viðmiða um tímalengd skjánotkunar, en ekki er talið fullsannað að mikil notkun skjátækja sé börnum skaðleg. Þess í stað var farin sú leið að aðstoða fjölskyldur við að móta sér eigin reglur um skjánotkun með áherslu á grunnþarfir barna eins og svefn, næringu og samverustundir fjölskyldu. Umboðsmaður barna bindur vonir við að umrædd skjáviðmið nýtist sem flestum foreldrum við að eiga samtal við börn um uppbyggilega notkun skjátækja á heimilum.Höfundur er umboðsmaður barna.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun