Stóraukin aðsókn í kennaranám Guðríður Arnardóttir skrifar 22. maí 2019 08:15 Þau ánægjulegu tíðindi berast nú að aðsókn í kennaranám hefur stóraukist þar sem heildarfjöldi umsækjenda um M.Ed nám hefur aukist úr 186 í 264. Þetta er aukning um ríflega 40%. Án efa má þakka aðgerðaráætlun stjórnvalda um þennan aukna áhuga þar sem fimmta árið verður nú launað starfsnám að hluta, nemar munu njóta sérkjara hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna og síðast en ekki síst geta kennaranemar sótt um allt að 800 þúsund króna námsstyrk. Lofa skal það sem vel er gert og hér má glögglega sjá að skýr markmið og raunhæfar aðgerðir skila okkur strax árangri. Fyrir Alþingi liggur hins vegar frumvarp um breytingar á lögum um menntun og ráðningu kennara. Umdeilt frumvarp sem er um margt gallað. Meðal annars er gert ráð fyrir einu leyfisbréfi kennara í leik-, grunn- og framhaldsskóla með tilheyrandi gjaldfellingu sérhæfingar á þessum þremur skólastigum. Framhaldsskólakennarar hafa bent á að frumvarpið þarfnist vandaðri rýni og alls ekki óvíst að sátt megi skapa meðal kennarastéttanna um ný frumvarpsdrög á nýju þingi á komandi hausti. Félag framhaldsskólakennara ásamt okkar helstu sérfræðingum í menntun kennara hafa eindregið varað við frumvarpinu og teljum við það þokkalega byrjun á máli sem þarf að vinna betur. En Alþingi getur án afleiðinga frestað afgreiðslu frumvarpsins og gefið okkur svigrúm til að rýna það frekar og skoða þá ágalla sem á málinu eru. Aðgerðaáætlun mennta- og menningarmálaráðherra stendur óhögguð hvort sem er enda um sjálfstæða aðgerð að ræða.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Þau ánægjulegu tíðindi berast nú að aðsókn í kennaranám hefur stóraukist þar sem heildarfjöldi umsækjenda um M.Ed nám hefur aukist úr 186 í 264. Þetta er aukning um ríflega 40%. Án efa má þakka aðgerðaráætlun stjórnvalda um þennan aukna áhuga þar sem fimmta árið verður nú launað starfsnám að hluta, nemar munu njóta sérkjara hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna og síðast en ekki síst geta kennaranemar sótt um allt að 800 þúsund króna námsstyrk. Lofa skal það sem vel er gert og hér má glögglega sjá að skýr markmið og raunhæfar aðgerðir skila okkur strax árangri. Fyrir Alþingi liggur hins vegar frumvarp um breytingar á lögum um menntun og ráðningu kennara. Umdeilt frumvarp sem er um margt gallað. Meðal annars er gert ráð fyrir einu leyfisbréfi kennara í leik-, grunn- og framhaldsskóla með tilheyrandi gjaldfellingu sérhæfingar á þessum þremur skólastigum. Framhaldsskólakennarar hafa bent á að frumvarpið þarfnist vandaðri rýni og alls ekki óvíst að sátt megi skapa meðal kennarastéttanna um ný frumvarpsdrög á nýju þingi á komandi hausti. Félag framhaldsskólakennara ásamt okkar helstu sérfræðingum í menntun kennara hafa eindregið varað við frumvarpinu og teljum við það þokkalega byrjun á máli sem þarf að vinna betur. En Alþingi getur án afleiðinga frestað afgreiðslu frumvarpsins og gefið okkur svigrúm til að rýna það frekar og skoða þá ágalla sem á málinu eru. Aðgerðaáætlun mennta- og menningarmálaráðherra stendur óhögguð hvort sem er enda um sjálfstæða aðgerð að ræða.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar