Tíunda hvert barn er sett á örvandi lyf Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. maí 2019 19:00 Tíunda hvert íslenskt barn á aldrinum 10-14 ára fékk ávísað örvandi lyfjum, eins og Ritalíni og Concerta í fyrra. Á síðustu tveimur árum hefur fjölgað um fjórtán prósent í hópnum og hefur hann aldrei verið stærri. Í Svíþjóð, þar sem næst mest er notað af lyfjunum, fengu nærri þrefalt færri börn ávísað lyfjunum.Árið 2017 birti Landlæknir samantekt um tauga- og geðlyfjanotkun barna á Íslandi þar sem fram kom að leik- og grunnskólabörn notuðu margfalt meira af lyfjunum en jafnaldrar þeirra Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Þetta eru til dæmis lyf sem gefin eru við ADHD og kvíða, þunglyndislyf, róandi lyf og svefnlyf. Embættið hefur fylgst grannt með þróuninni og tekið saman tölur um lyfjanotkun barna að nýju. Þar sést að dregið hefur úr lyfjanotkun barna á leikskólaaldri. „Það eru færri börn sem fá þessi lyf og það eru minni skammtar,“ segir Ólafur B Einarsson, verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis. Notkun hjá yngsta hópnum sé nú orðin sambærileg því sem tíðkast hjá jafnöldrum þeirra á Norðurlöndunum. „En við sjáum enn þá aukningu hjá eldri börnum frá 10 til 14 ára og þá sérstaklega í örvandi lyfjum og eins líka svefnlyfjum,“ segir Ólafur. Þetta er rúmlega fjórtán prósent aukning í ávísunum örvandi lyfja frá 2016. „Það eru um það bil 2400 börn á þessum aldri árið 2018 sem fengu ávísað örvandi lyjfum við ADHD,“ segir Ólafur. Til samanburðar voru börnin 2030 árið 2016. Þetta þýðir að ellefu prósent barna á aldrinum 10 til14 ára fái örvandi lyf á borð við Rítalín og Concerta. Í Svíþjóð, þar sem næst mest er ávísað af örvandi lyfjunum, fá 3,9 prósent barna á þessum aldri lyfin. Ólafur segir að á sama tíma og notkun eykst hér á landi hafi hún lítið breyst í Svíþjóð. Embættið reyni að vekja athygli á þróuninni. „í frétt sem við vorum með fyrir tveimur árum var vakin athygli hjá læknum sem sinna þeim yngstu,“ segir Ólafur. Þá er 20,2 prósent aukning í fjölda 10-14 ára barna sem fengu ávísað. Árið 2016 fengu 532 börn á þessum aldri svefnlyf ávísað en þau voru 670 í fyrra. Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Tíunda hvert íslenskt barn á aldrinum 10-14 ára fékk ávísað örvandi lyfjum, eins og Ritalíni og Concerta í fyrra. Á síðustu tveimur árum hefur fjölgað um fjórtán prósent í hópnum og hefur hann aldrei verið stærri. Í Svíþjóð, þar sem næst mest er notað af lyfjunum, fengu nærri þrefalt færri börn ávísað lyfjunum.Árið 2017 birti Landlæknir samantekt um tauga- og geðlyfjanotkun barna á Íslandi þar sem fram kom að leik- og grunnskólabörn notuðu margfalt meira af lyfjunum en jafnaldrar þeirra Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Þetta eru til dæmis lyf sem gefin eru við ADHD og kvíða, þunglyndislyf, róandi lyf og svefnlyf. Embættið hefur fylgst grannt með þróuninni og tekið saman tölur um lyfjanotkun barna að nýju. Þar sést að dregið hefur úr lyfjanotkun barna á leikskólaaldri. „Það eru færri börn sem fá þessi lyf og það eru minni skammtar,“ segir Ólafur B Einarsson, verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis. Notkun hjá yngsta hópnum sé nú orðin sambærileg því sem tíðkast hjá jafnöldrum þeirra á Norðurlöndunum. „En við sjáum enn þá aukningu hjá eldri börnum frá 10 til 14 ára og þá sérstaklega í örvandi lyfjum og eins líka svefnlyfjum,“ segir Ólafur. Þetta er rúmlega fjórtán prósent aukning í ávísunum örvandi lyfja frá 2016. „Það eru um það bil 2400 börn á þessum aldri árið 2018 sem fengu ávísað örvandi lyjfum við ADHD,“ segir Ólafur. Til samanburðar voru börnin 2030 árið 2016. Þetta þýðir að ellefu prósent barna á aldrinum 10 til14 ára fái örvandi lyf á borð við Rítalín og Concerta. Í Svíþjóð, þar sem næst mest er ávísað af örvandi lyfjunum, fá 3,9 prósent barna á þessum aldri lyfin. Ólafur segir að á sama tíma og notkun eykst hér á landi hafi hún lítið breyst í Svíþjóð. Embættið reyni að vekja athygli á þróuninni. „í frétt sem við vorum með fyrir tveimur árum var vakin athygli hjá læknum sem sinna þeim yngstu,“ segir Ólafur. Þá er 20,2 prósent aukning í fjölda 10-14 ára barna sem fengu ávísað. Árið 2016 fengu 532 börn á þessum aldri svefnlyf ávísað en þau voru 670 í fyrra.
Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira