Krefur Boeing um milljarða vegna flugslyssins í Eþíópíu Kjartan Kjartansson skrifar 21. maí 2019 13:38 Boeing hefur verið til náinnar skoðunar eftir tvö keimlík flugslys á skömmum tíma. Vísir/EPA Frönsk ekkja manns sem fórst með Boeing 737 Max-farþegaþotu Ethiopian Airlines í mars hefur stefnt bandaríska flugvélaframleiðandanum. Í stefnunni sakar hún Boeing um að hafa ekki gert flugmönnum nægilega grein fyrir hættu sem stafaði af sjálfstýringu vélarinnar. Enginn þeirra 157 sem voru um borð komust lífs af þegar þotan hrapaði nærri Addis Ababa. Þeirra á meðal var eiginmaður Nadege Dubois-Seex. Hún krefst 276 milljóna dollara í miskabætur frá Boeing, jafnvirði 34 milljarða íslenskra króna. Talið er að hugbúnaður sem átti að koma í veg fyrir ofris hafi stefnt þotunni ítrekað niður á við þar til hún brotlenti. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að stjórnendum Boeing hafi verið kunnugt um galla í sjálfstýringunni en að þeir hafi ekki gert flugmálayfirvöldum viðvart fyrr en eftir að samskonar þota indónesíska flugfélagsins Lion Air fórst með 189 manns um borð í október. Í stefnunni vísar lögmaður ekkjunnar til þess að yfir tvö hundruð tilkynningar um flugatvik hafi borist vegna skynjara sem sjálfstýring þotunnar reiddi sig á, að því er segir í frétt Reuters. „Enn og aftur hefur græðgi fyrirtækja sett hagnað ofar öryggi með sorglegum afleiðingum fyrir almenning,“ segir Nomaan Husain, bandarísku lögmaður konunnar. 737 Max-þoturnar voru kyrrsettar eftir seinna flugslysið. Boeing vonast til þess að koma þeim í loftið aftur í sumar þegar flugmálayfirvöld hafa lagt blessun sína yfir uppfærslu á hugbúnaði þeirra. Tugir fjölskyldna hafa stefnt Boeing vegna slyssins í Indónesíu og fleiri mál hafa verið höfðuð vegna mannskaðans í Eþíópíu sömuleiðis. Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Boeing vissi af vandanum fyrir flugslysin mannskæðu Verkfræðingar Boeing uppgötvuðu að viðvörunarmerki sem hefði getað hjálpað flugmönnum tveggja flugvéla sem fórust væri ekki virkt í öllum vélum áður en sú fyrri hrapaði í Indónesíu í október. 6. maí 2019 12:13 Boeing lýkur við uppfærslu á hugbúnaði 737 MAX vélanna Boeing hyggst nú vinna með fulltrúum bandarískra flugmálayfirvalda með að skipuleggja tilraunaflug og fá tilskilin leyfi þannig að aftur verði hægt að taka vélarnar í notkun. 16. maí 2019 22:07 Hermdu eftir flugi Lion Air: „Hræðileg staða til að vera í“ "Þetta er hræðileg staða til að vera í, það er erfitt að ímynda sér þetta,“ sagði ástralski flugmaðurinn Chris Brady í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes Australia sem sýndur var í gær. Þar var farið ofan í saumana á þeim vandamálum sem hrjáð hafa Boeing 737 MAX-vélarnar að undanförnu og meðal annars hermt eftir flugi Lion Air sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári. 8. maí 2019 13:39 Leiðbeiningar Boeing komu ekki í veg fyrir slysið Sjálfstýring Boeing-vélarinnar sem fórst í Eþíópíu virðist hafa kveikt á sér þó að flugmennirnir hafi fylgt leiðbeiningum um að slökkva á henni. 3. apríl 2019 10:15 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Sjá meira
Frönsk ekkja manns sem fórst með Boeing 737 Max-farþegaþotu Ethiopian Airlines í mars hefur stefnt bandaríska flugvélaframleiðandanum. Í stefnunni sakar hún Boeing um að hafa ekki gert flugmönnum nægilega grein fyrir hættu sem stafaði af sjálfstýringu vélarinnar. Enginn þeirra 157 sem voru um borð komust lífs af þegar þotan hrapaði nærri Addis Ababa. Þeirra á meðal var eiginmaður Nadege Dubois-Seex. Hún krefst 276 milljóna dollara í miskabætur frá Boeing, jafnvirði 34 milljarða íslenskra króna. Talið er að hugbúnaður sem átti að koma í veg fyrir ofris hafi stefnt þotunni ítrekað niður á við þar til hún brotlenti. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að stjórnendum Boeing hafi verið kunnugt um galla í sjálfstýringunni en að þeir hafi ekki gert flugmálayfirvöldum viðvart fyrr en eftir að samskonar þota indónesíska flugfélagsins Lion Air fórst með 189 manns um borð í október. Í stefnunni vísar lögmaður ekkjunnar til þess að yfir tvö hundruð tilkynningar um flugatvik hafi borist vegna skynjara sem sjálfstýring þotunnar reiddi sig á, að því er segir í frétt Reuters. „Enn og aftur hefur græðgi fyrirtækja sett hagnað ofar öryggi með sorglegum afleiðingum fyrir almenning,“ segir Nomaan Husain, bandarísku lögmaður konunnar. 737 Max-þoturnar voru kyrrsettar eftir seinna flugslysið. Boeing vonast til þess að koma þeim í loftið aftur í sumar þegar flugmálayfirvöld hafa lagt blessun sína yfir uppfærslu á hugbúnaði þeirra. Tugir fjölskyldna hafa stefnt Boeing vegna slyssins í Indónesíu og fleiri mál hafa verið höfðuð vegna mannskaðans í Eþíópíu sömuleiðis.
Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Boeing vissi af vandanum fyrir flugslysin mannskæðu Verkfræðingar Boeing uppgötvuðu að viðvörunarmerki sem hefði getað hjálpað flugmönnum tveggja flugvéla sem fórust væri ekki virkt í öllum vélum áður en sú fyrri hrapaði í Indónesíu í október. 6. maí 2019 12:13 Boeing lýkur við uppfærslu á hugbúnaði 737 MAX vélanna Boeing hyggst nú vinna með fulltrúum bandarískra flugmálayfirvalda með að skipuleggja tilraunaflug og fá tilskilin leyfi þannig að aftur verði hægt að taka vélarnar í notkun. 16. maí 2019 22:07 Hermdu eftir flugi Lion Air: „Hræðileg staða til að vera í“ "Þetta er hræðileg staða til að vera í, það er erfitt að ímynda sér þetta,“ sagði ástralski flugmaðurinn Chris Brady í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes Australia sem sýndur var í gær. Þar var farið ofan í saumana á þeim vandamálum sem hrjáð hafa Boeing 737 MAX-vélarnar að undanförnu og meðal annars hermt eftir flugi Lion Air sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári. 8. maí 2019 13:39 Leiðbeiningar Boeing komu ekki í veg fyrir slysið Sjálfstýring Boeing-vélarinnar sem fórst í Eþíópíu virðist hafa kveikt á sér þó að flugmennirnir hafi fylgt leiðbeiningum um að slökkva á henni. 3. apríl 2019 10:15 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Sjá meira
Boeing vissi af vandanum fyrir flugslysin mannskæðu Verkfræðingar Boeing uppgötvuðu að viðvörunarmerki sem hefði getað hjálpað flugmönnum tveggja flugvéla sem fórust væri ekki virkt í öllum vélum áður en sú fyrri hrapaði í Indónesíu í október. 6. maí 2019 12:13
Boeing lýkur við uppfærslu á hugbúnaði 737 MAX vélanna Boeing hyggst nú vinna með fulltrúum bandarískra flugmálayfirvalda með að skipuleggja tilraunaflug og fá tilskilin leyfi þannig að aftur verði hægt að taka vélarnar í notkun. 16. maí 2019 22:07
Hermdu eftir flugi Lion Air: „Hræðileg staða til að vera í“ "Þetta er hræðileg staða til að vera í, það er erfitt að ímynda sér þetta,“ sagði ástralski flugmaðurinn Chris Brady í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes Australia sem sýndur var í gær. Þar var farið ofan í saumana á þeim vandamálum sem hrjáð hafa Boeing 737 MAX-vélarnar að undanförnu og meðal annars hermt eftir flugi Lion Air sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári. 8. maí 2019 13:39
Leiðbeiningar Boeing komu ekki í veg fyrir slysið Sjálfstýring Boeing-vélarinnar sem fórst í Eþíópíu virðist hafa kveikt á sér þó að flugmennirnir hafi fylgt leiðbeiningum um að slökkva á henni. 3. apríl 2019 10:15