Alonso ekki með í Indy 500 Bragi Þórðarson skrifar 20. maí 2019 17:30 Alonso var svekktur eftir tímatökurnar á Indianapolis brautinni Getty Fernando Alonso mun ekki taka þátt í Indy 500 kappakstrinum í Bandaríkjunum um næstu helgi eftir að Spánverjinn datt út í tímatökum. Alonso er að reyna við þreföldu kórónu mótorsportsins, þ. e. að vinna Mónakó Formúlu 1 kappaksturinn, Le Mans þolaksturskeppnina og 500 mílna Indianapolis kappaksturinn. Spánverjinn vann í Mónakó fyrir Renault Formúlu liðið árið 2006 og Le Mans í fyrra með Toyota. Aðeins þrettán ökuþórum hefur tekist að vinna tvær af þremur keppnunum í þreföldu kórónunni. Einungis Graham Hill hefur unnið allar þrjár keppnirnar. Fernando reyndi fyrst við Indy 500 kappaksturinn árið 2017. Þá keppti hann með Andretti liðinu en þó var bíll hans merktur McLaren. Alonso leiddi alls 27 hringi árið 2017 en varð frá að hverfa með vélarbilun. McLaren kom með sinn eigin bíl í ár fyrir Alonso sem virtist hafa verið kolröng ákvörðun. ,,Þetta hefur verið erfið vika fyrir liðið, okkur þykir leitt að aðdáendur okkar muni ekki sjá okkur keppa’’ sagði liðið á samfélagsmiðlum. McLaren bíllinn virtist aldrei vera í fullkomnu jafnvægi á brautinni sem varð til þess að tvöfaldi Formúlu 1 meistarinn komst ekki uppúr tímatökum. Aðeins þrír af þeim 36 bílum sem keppa detta út úr tímatökum, hinn 37 ára gamli Alonso var því gríðarlega svekktur með úrslitin. Akstursíþróttir Formúla Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Fernando Alonso mun ekki taka þátt í Indy 500 kappakstrinum í Bandaríkjunum um næstu helgi eftir að Spánverjinn datt út í tímatökum. Alonso er að reyna við þreföldu kórónu mótorsportsins, þ. e. að vinna Mónakó Formúlu 1 kappaksturinn, Le Mans þolaksturskeppnina og 500 mílna Indianapolis kappaksturinn. Spánverjinn vann í Mónakó fyrir Renault Formúlu liðið árið 2006 og Le Mans í fyrra með Toyota. Aðeins þrettán ökuþórum hefur tekist að vinna tvær af þremur keppnunum í þreföldu kórónunni. Einungis Graham Hill hefur unnið allar þrjár keppnirnar. Fernando reyndi fyrst við Indy 500 kappaksturinn árið 2017. Þá keppti hann með Andretti liðinu en þó var bíll hans merktur McLaren. Alonso leiddi alls 27 hringi árið 2017 en varð frá að hverfa með vélarbilun. McLaren kom með sinn eigin bíl í ár fyrir Alonso sem virtist hafa verið kolröng ákvörðun. ,,Þetta hefur verið erfið vika fyrir liðið, okkur þykir leitt að aðdáendur okkar muni ekki sjá okkur keppa’’ sagði liðið á samfélagsmiðlum. McLaren bíllinn virtist aldrei vera í fullkomnu jafnvægi á brautinni sem varð til þess að tvöfaldi Formúlu 1 meistarinn komst ekki uppúr tímatökum. Aðeins þrír af þeim 36 bílum sem keppa detta út úr tímatökum, hinn 37 ára gamli Alonso var því gríðarlega svekktur með úrslitin.
Akstursíþróttir Formúla Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn