Hvenær kviknar líf? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar 20. maí 2019 08:26 Það hefur verið sorglegt að fylgjast með athafnasemi Alþingis að undanförnu við að rýmka heimildir til fóstureyðinga. Nú skal barnshafandi móðir geta án sérstakra skilyrða mælt fyrir um eyðingu fósturs síns til loka 22. viku meðgöngu. Með þessu eru Íslendingar komnir lengra fram í líftíma fóstursins með þessi mörk, heldur en nær allar aðrar þjóðir í kringum okkur. Sú var tíðin þegar rætt var um fóstureyðingar að margir töldu að líf barns kviknaði við getnaðinn. Eftir það ætti sér einungis stað vöxtur á líkama og þroska. Voru þá margir þeirrar skoðunar að ekki skyldi leyfa fóstureyðingar nema við alveg sérstakar aðstæður, svo sem ef ofbeldisverk hefði leitt til þungunar eða móður og barni væri alvarleg hætta búin af meðgöngu. Svona talar enginn lengur. Persónulegt frelsi barnshafandi konu er ekki talið leyfa það. Það á þannig að falla undir persónulegt frelsi að fá án skilyrða að deyða líf sem kviknað hefur ef óskir móður falla í þá átt. Þrátt fyrir þetta voru óheftar heimildir til að eyða fóstri fyrir breytinguna miðaðar við miklu skemmri líftíma þess en nú er orðið, þar sem kvenfrelsisbaráttan, eins og þetta er kallað, hélt áfram. Í stjórnarskrá okkar er veitt sérstök vernd fyrir mannslíf. Þannig segir í 2. mgr. 69. gr. hennar að í lögum megi aldrei mæla fyrir um dauðarefsingu. Spurning er hvenær líf manneskjunnar kvikni og öðlist þannig vernd, m.a. þá sem þarna er kveðið á um? Mætti í lögum mæla fyrir um dauðarefsingu fósturs sem talið væri ógna lífi móður sinnar ef svo stæði á að hún vildi ekki deyða fóstrið? Dæmið er sjálfsagt ekki raunhæft en er samt þess eðlis að vert er að leita fræðilegs svars við þessu. Það ætti að vera til þess fallið að auka skilning okkar á málefninu.Hvort er verra? Menn geta spurt sig hvort þeim þyki verra að beita dauðarefsingum á hættulegustu stórglæpamenn eða svipta saklaus börn lífi sem hafið hafa lífshlaupið, þó að ekki hafi ennþá séð dagsljós. Þó að ég sé sjálfur andvígur dauðarefsingum ætti ég ekki í neinum vandræðum með að svara þessu fyrir mig. Í 21. gr. erfðalaga er svo að finna svofellt ákvæði: „Barn, sem getið er, áður en arfleifandi fellur frá, tekur arf eftir hann, ef það fæðist lifandi.“ Hér er ljóst að ófætt barn getur átt réttindi, þó að þau séu bundin því skilyrði að barnið fæðist lifandi. Í ljós hefur komið að til er fólk sem telur að leyfa eigi fóstureyðingu (miklu?) lengur fram á líftíma fósturs en nú var ákveðið. Sjálfur forsætisráðherra þjóðarinnar hefur látið hafa eftir sér að hún styðji slík sjónarmið. Kannski hún vilji leyfa eyðingu á fóstri alveg fram að fæðingu, eins og sést hefur að sumt fólk virðist vilja? Hvers vegna að stoppa þar? Fyrr á tíð brugðust konur við vandamálum sem þær stóðu frammi fyrir vegna barnsfæðinga með því að bera börnin út eftir fæðingu þeirra. Enginn þarf að efast um erfið lífsskilyrði þeirra kvenna sem til slíkra ráða gripu. Vilja einhverjir taka upp sambærilega hætti nú? Til dæmis forsætisráðherrann? Nú til dags vita menn hvernig börn verða til. Er ekki bara ráðlegt að þær konur, sem ekki vilja eignast börn, beiti sjálfsákvörðunarrétti sínum þannig að ekki sé hætta á að þær verði barnshafandi? Ég bara spyr.Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinar Gunnlaugsson Þungunarrof Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur verið sorglegt að fylgjast með athafnasemi Alþingis að undanförnu við að rýmka heimildir til fóstureyðinga. Nú skal barnshafandi móðir geta án sérstakra skilyrða mælt fyrir um eyðingu fósturs síns til loka 22. viku meðgöngu. Með þessu eru Íslendingar komnir lengra fram í líftíma fóstursins með þessi mörk, heldur en nær allar aðrar þjóðir í kringum okkur. Sú var tíðin þegar rætt var um fóstureyðingar að margir töldu að líf barns kviknaði við getnaðinn. Eftir það ætti sér einungis stað vöxtur á líkama og þroska. Voru þá margir þeirrar skoðunar að ekki skyldi leyfa fóstureyðingar nema við alveg sérstakar aðstæður, svo sem ef ofbeldisverk hefði leitt til þungunar eða móður og barni væri alvarleg hætta búin af meðgöngu. Svona talar enginn lengur. Persónulegt frelsi barnshafandi konu er ekki talið leyfa það. Það á þannig að falla undir persónulegt frelsi að fá án skilyrða að deyða líf sem kviknað hefur ef óskir móður falla í þá átt. Þrátt fyrir þetta voru óheftar heimildir til að eyða fóstri fyrir breytinguna miðaðar við miklu skemmri líftíma þess en nú er orðið, þar sem kvenfrelsisbaráttan, eins og þetta er kallað, hélt áfram. Í stjórnarskrá okkar er veitt sérstök vernd fyrir mannslíf. Þannig segir í 2. mgr. 69. gr. hennar að í lögum megi aldrei mæla fyrir um dauðarefsingu. Spurning er hvenær líf manneskjunnar kvikni og öðlist þannig vernd, m.a. þá sem þarna er kveðið á um? Mætti í lögum mæla fyrir um dauðarefsingu fósturs sem talið væri ógna lífi móður sinnar ef svo stæði á að hún vildi ekki deyða fóstrið? Dæmið er sjálfsagt ekki raunhæft en er samt þess eðlis að vert er að leita fræðilegs svars við þessu. Það ætti að vera til þess fallið að auka skilning okkar á málefninu.Hvort er verra? Menn geta spurt sig hvort þeim þyki verra að beita dauðarefsingum á hættulegustu stórglæpamenn eða svipta saklaus börn lífi sem hafið hafa lífshlaupið, þó að ekki hafi ennþá séð dagsljós. Þó að ég sé sjálfur andvígur dauðarefsingum ætti ég ekki í neinum vandræðum með að svara þessu fyrir mig. Í 21. gr. erfðalaga er svo að finna svofellt ákvæði: „Barn, sem getið er, áður en arfleifandi fellur frá, tekur arf eftir hann, ef það fæðist lifandi.“ Hér er ljóst að ófætt barn getur átt réttindi, þó að þau séu bundin því skilyrði að barnið fæðist lifandi. Í ljós hefur komið að til er fólk sem telur að leyfa eigi fóstureyðingu (miklu?) lengur fram á líftíma fósturs en nú var ákveðið. Sjálfur forsætisráðherra þjóðarinnar hefur látið hafa eftir sér að hún styðji slík sjónarmið. Kannski hún vilji leyfa eyðingu á fóstri alveg fram að fæðingu, eins og sést hefur að sumt fólk virðist vilja? Hvers vegna að stoppa þar? Fyrr á tíð brugðust konur við vandamálum sem þær stóðu frammi fyrir vegna barnsfæðinga með því að bera börnin út eftir fæðingu þeirra. Enginn þarf að efast um erfið lífsskilyrði þeirra kvenna sem til slíkra ráða gripu. Vilja einhverjir taka upp sambærilega hætti nú? Til dæmis forsætisráðherrann? Nú til dags vita menn hvernig börn verða til. Er ekki bara ráðlegt að þær konur, sem ekki vilja eignast börn, beiti sjálfsákvörðunarrétti sínum þannig að ekki sé hætta á að þær verði barnshafandi? Ég bara spyr.Höfundur er lögmaður.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar