Að vera elskaður Lára G. Sigurðardóttir skrifar 20. maí 2019 07:00 „Engin kona getur kallað sjálfa sig frjálsa þar til hún getur valið hvort hún vill eða vill ekki verða móðir“ sagði hjúkrunarfræðingurinn Margaret Sanger árið 1922. Margaret talaði af reynslu. Hún var ein ellefu systkina sem komust á legg en móðir hennar eignaðist átján börn á 23 árum og dó frá þeim fyrir fimmtugt. Æska Margaret hafði mikil áhrif á hana og mótaði ævistarf hennar. Orðasambandið takmörkun barneigna (e. birth control) er komið frá henni og hún opnaði fyrstu getnaðarvarnaklíník Bandaríkjanna í New York árið 1916, sem var reyndar lokað skömmu síðar og hún ákærð fyrir að fræða konur um hvernig börn verða til. Margaret gafst ekki upp. Hún stofnaði alþjóðasamtök um skipulagðar barneignir og átti stóran þátt í þróun getnaðarvarnapillunnar á sjötta áratugnum. Áhrifavaldar eins og Margaret greiða slóð mannréttinda. Ef kona telur sig ekki færa um að ala barn þá er ekki annarra að ákveða hið gagnstæða. Sama hvað fólki finnst þá halda konur áfram að fara í þungunarrof hvort sem það er bannað eða ekki. Það er hins vegar undir lögunum komið hvort það sé gert við aðstæður sem eru farsælastar fyrir konuna. Við vitum að enn í dag eru þungunarrof gerð í bakhúsum, við óhreinar aðstæður og jafnvel framkvæmdar af óhæfum aðila sem leiðir oft til alvarlegra fylgikvilla eða dauða. Það er súrrealískt að á sama tíma og okkar þingmenn sýna í verki að þeir standa með kvenfrelsi horfum við á bylgju afturfara í mörgum fylkjum Bandaríkjanna þar sem konur geta ekki endað þungun án þess að það leiði til sakamáls. En ekki fylgir sögunni hver ætlar að hugsa um barnið sem móðirin vill ekki ala? Er betra að fæðast og vera ekki elskaður? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Sjá meira
„Engin kona getur kallað sjálfa sig frjálsa þar til hún getur valið hvort hún vill eða vill ekki verða móðir“ sagði hjúkrunarfræðingurinn Margaret Sanger árið 1922. Margaret talaði af reynslu. Hún var ein ellefu systkina sem komust á legg en móðir hennar eignaðist átján börn á 23 árum og dó frá þeim fyrir fimmtugt. Æska Margaret hafði mikil áhrif á hana og mótaði ævistarf hennar. Orðasambandið takmörkun barneigna (e. birth control) er komið frá henni og hún opnaði fyrstu getnaðarvarnaklíník Bandaríkjanna í New York árið 1916, sem var reyndar lokað skömmu síðar og hún ákærð fyrir að fræða konur um hvernig börn verða til. Margaret gafst ekki upp. Hún stofnaði alþjóðasamtök um skipulagðar barneignir og átti stóran þátt í þróun getnaðarvarnapillunnar á sjötta áratugnum. Áhrifavaldar eins og Margaret greiða slóð mannréttinda. Ef kona telur sig ekki færa um að ala barn þá er ekki annarra að ákveða hið gagnstæða. Sama hvað fólki finnst þá halda konur áfram að fara í þungunarrof hvort sem það er bannað eða ekki. Það er hins vegar undir lögunum komið hvort það sé gert við aðstæður sem eru farsælastar fyrir konuna. Við vitum að enn í dag eru þungunarrof gerð í bakhúsum, við óhreinar aðstæður og jafnvel framkvæmdar af óhæfum aðila sem leiðir oft til alvarlegra fylgikvilla eða dauða. Það er súrrealískt að á sama tíma og okkar þingmenn sýna í verki að þeir standa með kvenfrelsi horfum við á bylgju afturfara í mörgum fylkjum Bandaríkjanna þar sem konur geta ekki endað þungun án þess að það leiði til sakamáls. En ekki fylgir sögunni hver ætlar að hugsa um barnið sem móðirin vill ekki ala? Er betra að fæðast og vera ekki elskaður?
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun