Hákarl heiftarlega limlestur, en hvalir eru líka sprengdir, tættir og kæfðir; með leyfi stjórnvalda! Ole Anton Bieltvedt skrifar 31. maí 2019 08:30 Þær fréttir voru að berast, að sjómenn á fiskibáti frá Stykkishólmi hefðu losað hákarl úr línu með því einfaldlega að skera af honum sporðinn. Var dýrinu síðan sleppt til þess eins, að kveljast til dauða með hörmulegum hætti, á lengri eða skemmri tíma. Ekki datt þessum sjómönnum í hug, að skera á línuna til að losa dýrið án alvarlegs skaða. Blöskrar mörgum skepnuskapur þessara sjómanna, og það með réttu. Skv. reglugerð, sem sjávarútvegsráðherra gaf út 19. febrúar sl., má veiða 209 langreyðar – næst stærsta spendýr veraldar – og 217 hrefnur á þessu sumri. Samtals 426 dýr. Þetta vafasama dráp má svo – að vilja ráðherra og þar með auðvitað forsætisráðherra og ríkisstjórnarinnar – halda áfram næstu fjögur árin með sama hætti. Í lokin skulu allt að 2.130 dýr liggja í „valnum“. Eru þau dýr, sem sleppa særð og limlest, til þess eins að deyja drottni sínum í kvalræði, eins og nú aumingjans hákarlinn, ótalin. Skv. skýrslum vísindamanna, sleppa a.m.k. 5% dýranna, sem skotin eru við Ísland, særð og lemstruð (Framvinduskýrsla Íslands til Alþjóðahvalveiðiráðsins 2006-2011), en af veiðifjölda þessa sumars gætu það orðið yfir 20 dýr. Einhvern veginn virðist það fara fram hjá almenningi eða þá að menn leiða það hjá sér, af gömlum vana – að dráp á verulegum hluta hvala fer fram með kvalafullum drápsaðferðum og langvarandi pyntingum, og eru aðfarir og dýraníð hvalveiðimanna sízt skárra, en hræðileg meðferð nefndra sjómanna á hákarlinum. Í raun sannast það hér, að það er ekki nóg að horfa, menn verða að vilja sjá það, sem við blasir, til að nema það, skilja og bregðast við því með náttúrulegum hætti. Á sama tíma og yfirgnæfandi meirihluti manna virðist fordæma heiftarlegt dýraníð á varnarlausum hákarli, og það fullkomlega með réttu, styður verulegur hluti landsmanna – að nokkru leyti – jafn heiftarleg dýraníð á varnarlausum, háþróuðum hvölum og fullgengnum kálfum þeirra, en sumir þeirra standa uppi munaðarlausir og bjargarlausir eftir dráp móður. Hygg ég, að allt það hjartagóða fólk, sem harmar nú misþyrmingar og níð á blessuðum hákarlinum, myndi finna til með hvölunum, með sama hætti, ef það setti sig inn í, hvernig hvalveiðar fara fram. Kynni stuðningur við hvalveiðar þá að hrapa. Skutulbyssurnar, sem langreyðar eru drepnar með, eru yfir hálfrar aldar gamlar, og hefur framleiðandi þeirri, Kongsberg Vaapenfabrikk, staðfest, að bæði framleiðslu byssanna og viðhaldi þeirra hafi verið hætt fyrir meira en 50 árum. Þetta eru því forngripir, ónákvæm og ófullkominn drápstæki, og sýna skýrslur vísindamanna, að lífið er bókstaflega murkað úr margri langreyðinni og margri hrefnunni, með svipuðum hætti, jafnvel kannske verri, en nú varð raun á með hákarlinn á Snæfellsnessmiðum. Í skýrslu Vassili Papastavrou sjávarlíffræðings um hrefnuveiðar, „Dýravelferðarsjónarhornið á hvalveiðum við Ísland“ frá 2013, kemur fram, að: „Færri en einn af hverjum fimm hvölum drepst samstundis í veiðum Japana og gögn sýna, að eitt dýrið átti í dauðastríði lengur en 35 mínútur?…“ Svona gögn um hrefnuveiðar eru ekki fyrirliggjandi hér, en engin ástæða er til að ætla, að hrefnudráp gangi betur hér. Í skýrslu Dr. Egil Ole Öen, „Killing efficiency in the Icelandic fin whale hunt 2014“, sem afhent var sjávarútvegsráðherra í febrúar 2015, kemur fram, að af 50 langreyðum, sem veiddar voru, þurfti að murka líftóruna úr átta dýrum á löngum tíma. Mörg þeirra þurfti að skjóta tvisvar. Fyrsti sprengiskutullinn springur þá í dýrinu, stálkló skutuls opnast og rífur innyfli, líffæri og hold, án þess að drepa strax. Þarf þá að skjóta aftur, en um átta mínútur tekur að hlaða byssu, og á meðan gengur hvalurinn í gegnum heiftarlegt kvalræði. Stundum dugar 2. skot heldur ekki til að drepa, og kafna þá hvalir oft, þar sem þeir ná ekki lengur höfðinu upp úr sjónum. Þeir sem harma nú níð hákarlsins myndu fyllast sama hryllingi á hvalveiðum, ef þeir sæu slíkt myndskeið, en þess er vandlega gætt, að slíkar myndir raunveruleikans í hvalveiðum komist ekki í umferð. Það, sem gerir hvaladrápið og hvalaníðið enn sorglegra er, að með því er enginn efnahagslegur tilgangur, en hvalveiðifyrirtækin öll hafa verið rekin með halla fjölmörg undangengin ár, skv. opinberum gögnum. Fullyrðingar um sjálfbærni við hvalveiðar standast heldur ekki, því að bæði efnahagslegur tilgangur og skjót og sársaukalaus aflífun eru skilyrði fyrir „sjálfbærni“ skv. nútíma skilgreiningu þess orðs. Er hvorugt til staðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þær fréttir voru að berast, að sjómenn á fiskibáti frá Stykkishólmi hefðu losað hákarl úr línu með því einfaldlega að skera af honum sporðinn. Var dýrinu síðan sleppt til þess eins, að kveljast til dauða með hörmulegum hætti, á lengri eða skemmri tíma. Ekki datt þessum sjómönnum í hug, að skera á línuna til að losa dýrið án alvarlegs skaða. Blöskrar mörgum skepnuskapur þessara sjómanna, og það með réttu. Skv. reglugerð, sem sjávarútvegsráðherra gaf út 19. febrúar sl., má veiða 209 langreyðar – næst stærsta spendýr veraldar – og 217 hrefnur á þessu sumri. Samtals 426 dýr. Þetta vafasama dráp má svo – að vilja ráðherra og þar með auðvitað forsætisráðherra og ríkisstjórnarinnar – halda áfram næstu fjögur árin með sama hætti. Í lokin skulu allt að 2.130 dýr liggja í „valnum“. Eru þau dýr, sem sleppa særð og limlest, til þess eins að deyja drottni sínum í kvalræði, eins og nú aumingjans hákarlinn, ótalin. Skv. skýrslum vísindamanna, sleppa a.m.k. 5% dýranna, sem skotin eru við Ísland, særð og lemstruð (Framvinduskýrsla Íslands til Alþjóðahvalveiðiráðsins 2006-2011), en af veiðifjölda þessa sumars gætu það orðið yfir 20 dýr. Einhvern veginn virðist það fara fram hjá almenningi eða þá að menn leiða það hjá sér, af gömlum vana – að dráp á verulegum hluta hvala fer fram með kvalafullum drápsaðferðum og langvarandi pyntingum, og eru aðfarir og dýraníð hvalveiðimanna sízt skárra, en hræðileg meðferð nefndra sjómanna á hákarlinum. Í raun sannast það hér, að það er ekki nóg að horfa, menn verða að vilja sjá það, sem við blasir, til að nema það, skilja og bregðast við því með náttúrulegum hætti. Á sama tíma og yfirgnæfandi meirihluti manna virðist fordæma heiftarlegt dýraníð á varnarlausum hákarli, og það fullkomlega með réttu, styður verulegur hluti landsmanna – að nokkru leyti – jafn heiftarleg dýraníð á varnarlausum, háþróuðum hvölum og fullgengnum kálfum þeirra, en sumir þeirra standa uppi munaðarlausir og bjargarlausir eftir dráp móður. Hygg ég, að allt það hjartagóða fólk, sem harmar nú misþyrmingar og níð á blessuðum hákarlinum, myndi finna til með hvölunum, með sama hætti, ef það setti sig inn í, hvernig hvalveiðar fara fram. Kynni stuðningur við hvalveiðar þá að hrapa. Skutulbyssurnar, sem langreyðar eru drepnar með, eru yfir hálfrar aldar gamlar, og hefur framleiðandi þeirri, Kongsberg Vaapenfabrikk, staðfest, að bæði framleiðslu byssanna og viðhaldi þeirra hafi verið hætt fyrir meira en 50 árum. Þetta eru því forngripir, ónákvæm og ófullkominn drápstæki, og sýna skýrslur vísindamanna, að lífið er bókstaflega murkað úr margri langreyðinni og margri hrefnunni, með svipuðum hætti, jafnvel kannske verri, en nú varð raun á með hákarlinn á Snæfellsnessmiðum. Í skýrslu Vassili Papastavrou sjávarlíffræðings um hrefnuveiðar, „Dýravelferðarsjónarhornið á hvalveiðum við Ísland“ frá 2013, kemur fram, að: „Færri en einn af hverjum fimm hvölum drepst samstundis í veiðum Japana og gögn sýna, að eitt dýrið átti í dauðastríði lengur en 35 mínútur?…“ Svona gögn um hrefnuveiðar eru ekki fyrirliggjandi hér, en engin ástæða er til að ætla, að hrefnudráp gangi betur hér. Í skýrslu Dr. Egil Ole Öen, „Killing efficiency in the Icelandic fin whale hunt 2014“, sem afhent var sjávarútvegsráðherra í febrúar 2015, kemur fram, að af 50 langreyðum, sem veiddar voru, þurfti að murka líftóruna úr átta dýrum á löngum tíma. Mörg þeirra þurfti að skjóta tvisvar. Fyrsti sprengiskutullinn springur þá í dýrinu, stálkló skutuls opnast og rífur innyfli, líffæri og hold, án þess að drepa strax. Þarf þá að skjóta aftur, en um átta mínútur tekur að hlaða byssu, og á meðan gengur hvalurinn í gegnum heiftarlegt kvalræði. Stundum dugar 2. skot heldur ekki til að drepa, og kafna þá hvalir oft, þar sem þeir ná ekki lengur höfðinu upp úr sjónum. Þeir sem harma nú níð hákarlsins myndu fyllast sama hryllingi á hvalveiðum, ef þeir sæu slíkt myndskeið, en þess er vandlega gætt, að slíkar myndir raunveruleikans í hvalveiðum komist ekki í umferð. Það, sem gerir hvaladrápið og hvalaníðið enn sorglegra er, að með því er enginn efnahagslegur tilgangur, en hvalveiðifyrirtækin öll hafa verið rekin með halla fjölmörg undangengin ár, skv. opinberum gögnum. Fullyrðingar um sjálfbærni við hvalveiðar standast heldur ekki, því að bæði efnahagslegur tilgangur og skjót og sársaukalaus aflífun eru skilyrði fyrir „sjálfbærni“ skv. nútíma skilgreiningu þess orðs. Er hvorugt til staðar.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar