Óli Kristjáns: Allt í lagi að benda á hluti án þess að fólk tali um væl Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 30. maí 2019 18:48 Ólafur Kristjánsson vísir/vilhelm Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var ánægður með spilamennsku sinna manna í 2-1 sigrinum á ÍA í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í dag. „Ánægður með úrslitin. Við spiluðum vel fyrir hálfum mánuði en lentum undir mjög snemma, það er ekki gott á móti Skaganum. Þetta voru góð mörk hjá okkur, gott vinnuframlag í seinni hálfleik sérstaklega,“ sagði Ólafur í leikslok. Eftir nokkuð færalítinn fyrri hálfeik fengu bæði lið mjög góð færi í þeim seinni, en FH nýtti sín færi betur og vann leikinn. „Mér fannst við ná að laga það sem þurfti í seinni hálfleik. Í bikarnum eru það úrslitin sem skipta máli og ég er ánægður með þau.“ Skagamenn settu smá pressu á FH undir lokin og reyndu að jafna, en Ólafur segist ekki hafa verið orðinn stressaður á hliðarlínunni. „Maður veit að það koma boltar inn í teiginn, þeir voru komnir með markmanninn og allt settið í restina. Þeir hafa verið að gera það í Íslandsmótinu að skora eftir svona en við vörðumst því vel.“ Undanfarið hefur borið nokkuð á umræðu hjá mörgum þjálfurum um mikið leikjaálag, það var til dæmis umferð í Pepsi Max deildinni um síðustu helgi og er aftur nú um komandi helgi. „Þegar ég tala um mikið álag þá voru einhverjir sem túlkuðu það að ég væri að tala um á FH-liðinu bara en ég var að tala um hjá öllum liðum. Við höfum séð það, við erum með mælitæki á öllum leikmönnum í leikjunum og við sjáum það að sprettum og háákefðarhlaupum fækkar eftir því sem leikið er meira og eftir því sem líður á leikina.“ „Það eru tölulegar staðreyndir sem ég kastaði fram, og þetta gildir um öll liðin. En nú eigum við leik á sunnudaginn við Breiðablik. Þegar honum er lokið þá tekur við gisnara prógramm. En það er allt í lagi að benda á þessa hluti án þess að fólk rísi upp á afturfæturnar og tali um væl, því þetta gildir um öll lið í deildinni,“ sagði Ólafur Kristjánsson. Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Tufa: Búið að vera óeðlilega mikið álag á öllum liðum Srdjan Tufegdzig þjálfari Grindavíkur var ánægður að hans lið væri komið í 8-liða úrslit bikarkeppninar í fyrsta sinn í ansi mörg ár. 28. maí 2019 20:31 Álagið of sveiflukennt yfir sumarið Þjálfarar í Pepsi Maxdeild karla í knattspyrnu ræddu það flestir í viðtölum eftir leiki liða sinna í síðustu umferð að álagið á leikmönnum hefði verið of mikið síðasta mánuðinn. Þá sé álagið of sveiflukennt yfir sumarið. 29. maí 2019 11:00 Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var ánægður með spilamennsku sinna manna í 2-1 sigrinum á ÍA í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í dag. „Ánægður með úrslitin. Við spiluðum vel fyrir hálfum mánuði en lentum undir mjög snemma, það er ekki gott á móti Skaganum. Þetta voru góð mörk hjá okkur, gott vinnuframlag í seinni hálfleik sérstaklega,“ sagði Ólafur í leikslok. Eftir nokkuð færalítinn fyrri hálfeik fengu bæði lið mjög góð færi í þeim seinni, en FH nýtti sín færi betur og vann leikinn. „Mér fannst við ná að laga það sem þurfti í seinni hálfleik. Í bikarnum eru það úrslitin sem skipta máli og ég er ánægður með þau.“ Skagamenn settu smá pressu á FH undir lokin og reyndu að jafna, en Ólafur segist ekki hafa verið orðinn stressaður á hliðarlínunni. „Maður veit að það koma boltar inn í teiginn, þeir voru komnir með markmanninn og allt settið í restina. Þeir hafa verið að gera það í Íslandsmótinu að skora eftir svona en við vörðumst því vel.“ Undanfarið hefur borið nokkuð á umræðu hjá mörgum þjálfurum um mikið leikjaálag, það var til dæmis umferð í Pepsi Max deildinni um síðustu helgi og er aftur nú um komandi helgi. „Þegar ég tala um mikið álag þá voru einhverjir sem túlkuðu það að ég væri að tala um á FH-liðinu bara en ég var að tala um hjá öllum liðum. Við höfum séð það, við erum með mælitæki á öllum leikmönnum í leikjunum og við sjáum það að sprettum og háákefðarhlaupum fækkar eftir því sem leikið er meira og eftir því sem líður á leikina.“ „Það eru tölulegar staðreyndir sem ég kastaði fram, og þetta gildir um öll liðin. En nú eigum við leik á sunnudaginn við Breiðablik. Þegar honum er lokið þá tekur við gisnara prógramm. En það er allt í lagi að benda á þessa hluti án þess að fólk rísi upp á afturfæturnar og tali um væl, því þetta gildir um öll lið í deildinni,“ sagði Ólafur Kristjánsson.
Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Tufa: Búið að vera óeðlilega mikið álag á öllum liðum Srdjan Tufegdzig þjálfari Grindavíkur var ánægður að hans lið væri komið í 8-liða úrslit bikarkeppninar í fyrsta sinn í ansi mörg ár. 28. maí 2019 20:31 Álagið of sveiflukennt yfir sumarið Þjálfarar í Pepsi Maxdeild karla í knattspyrnu ræddu það flestir í viðtölum eftir leiki liða sinna í síðustu umferð að álagið á leikmönnum hefði verið of mikið síðasta mánuðinn. Þá sé álagið of sveiflukennt yfir sumarið. 29. maí 2019 11:00 Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira
Tufa: Búið að vera óeðlilega mikið álag á öllum liðum Srdjan Tufegdzig þjálfari Grindavíkur var ánægður að hans lið væri komið í 8-liða úrslit bikarkeppninar í fyrsta sinn í ansi mörg ár. 28. maí 2019 20:31
Álagið of sveiflukennt yfir sumarið Þjálfarar í Pepsi Maxdeild karla í knattspyrnu ræddu það flestir í viðtölum eftir leiki liða sinna í síðustu umferð að álagið á leikmönnum hefði verið of mikið síðasta mánuðinn. Þá sé álagið of sveiflukennt yfir sumarið. 29. maí 2019 11:00