Níu mánuðir án svara Ari Brynjólfsson skrifar 7. júní 2019 08:00 Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Fréttablaðið/Ernir Menntamálaráðuneytið hefur ekki svarað fyrirspurn Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um kaup RÚV á dagskrárefni frá sjálfstæðum framleiðendum. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í vor skapaðist uppnám við framleiðslu sjónvarpsþáttaraðarinnar Ráðherrans vegna deilu sjálfstæðra framleiðenda við RÚV sem vildi ekki gefa eftir tilkall til hagnaðar sem gæti orðið ef sýningarrétturinn yrði seldur til aðila á borð við Netflix. RÚV breytti skilmálunum síðasta haust og er málið mjög viðkvæmt meðal framleiðenda sökum stærðar RÚV á markaðnum. Óli Björn bað um svör frá menntamálaráðuneytinu um málið síðasta haust. „Það er ekki að ástæðulausu sem þessi fyrirspurn er sett fram,“ segir þingmaðurinn. „Það eru gríðarlegir fjármunir sem fara um hendur Ríkisútvarpsins, meðal annars fjármunir sem eru skuldbundnir til að nota til að kaupa efni af sjálfstæðum framleiðendum,“ segir Óli Björn. Eðlilegt sé að upplýsa hvernig það sé gert. „Á hvaða kjörum þeir samningar eru og hvort það sé rétt að Ríkisútvarpið sé að knýja fram samninga þar sem þeir njóta einhvers ávinnings af hugsanlegri sölu af þessu dagskrárefni, þá sérstaklega sjónvarpsefni, til erlendra aðila. Þá vaknar sú spurning hvernig þeim fjármunum sé síðan ráðstafað.“ Samtök iðnaðarins hafa einnig reynt að fá svör frá RÚV. Fram kemur í lögfræðiáliti sem gert var í vor fyrir Samtök íslenskra kvikmyndaframleiðenda og Samtök iðnaðarins að RÚV eigi að veita styrki en ekki eignast hlut í verki til að geta hagnast á því. Þessu er RÚV ekki sammála og sagði Birgir Sigfússon, framkvæmdastjóri miðla hjá RÚV, það vera rangt. „Samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið ohf. hefur RÚV ekki heimild til að veita slíka styrki. Framlag RÚV er því undir öllum kringumstæðum ýmist hrein kaup á sýningarrétti eða blanda af kaupum á sýningarrétti og frekara framlagi, bæði fjárhagslegu sem og öðru framlagi sem nýtist til framleiðslu viðkomandi verkefna,“ segir í svari Birgis. Fulltrúar SI funduðu með Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, vegna málsins í mars síðastliðnum. Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins er unnið að málinu innan ráðuneytisins. Samkvæmt lögum hefði svar ráðuneytisins við fyrirspurn Óla Björns átt að berast fimmtán virkum dögum síðar, nema ráðherra sendi bréf á forseta Alþingis með útskýringum. Fyrirspurnin var lögð fram í september í fyrra og eru því liðnir níu mánuðir. „Níu mánuðir er auðvitað vont og ekki til eftirbreytni. Ég trúi ekki að þingið fari heim hér án þess að fyrirspurninni verði svarað,“ segir Óli Björn. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Sjá meira
Menntamálaráðuneytið hefur ekki svarað fyrirspurn Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um kaup RÚV á dagskrárefni frá sjálfstæðum framleiðendum. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í vor skapaðist uppnám við framleiðslu sjónvarpsþáttaraðarinnar Ráðherrans vegna deilu sjálfstæðra framleiðenda við RÚV sem vildi ekki gefa eftir tilkall til hagnaðar sem gæti orðið ef sýningarrétturinn yrði seldur til aðila á borð við Netflix. RÚV breytti skilmálunum síðasta haust og er málið mjög viðkvæmt meðal framleiðenda sökum stærðar RÚV á markaðnum. Óli Björn bað um svör frá menntamálaráðuneytinu um málið síðasta haust. „Það er ekki að ástæðulausu sem þessi fyrirspurn er sett fram,“ segir þingmaðurinn. „Það eru gríðarlegir fjármunir sem fara um hendur Ríkisútvarpsins, meðal annars fjármunir sem eru skuldbundnir til að nota til að kaupa efni af sjálfstæðum framleiðendum,“ segir Óli Björn. Eðlilegt sé að upplýsa hvernig það sé gert. „Á hvaða kjörum þeir samningar eru og hvort það sé rétt að Ríkisútvarpið sé að knýja fram samninga þar sem þeir njóta einhvers ávinnings af hugsanlegri sölu af þessu dagskrárefni, þá sérstaklega sjónvarpsefni, til erlendra aðila. Þá vaknar sú spurning hvernig þeim fjármunum sé síðan ráðstafað.“ Samtök iðnaðarins hafa einnig reynt að fá svör frá RÚV. Fram kemur í lögfræðiáliti sem gert var í vor fyrir Samtök íslenskra kvikmyndaframleiðenda og Samtök iðnaðarins að RÚV eigi að veita styrki en ekki eignast hlut í verki til að geta hagnast á því. Þessu er RÚV ekki sammála og sagði Birgir Sigfússon, framkvæmdastjóri miðla hjá RÚV, það vera rangt. „Samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið ohf. hefur RÚV ekki heimild til að veita slíka styrki. Framlag RÚV er því undir öllum kringumstæðum ýmist hrein kaup á sýningarrétti eða blanda af kaupum á sýningarrétti og frekara framlagi, bæði fjárhagslegu sem og öðru framlagi sem nýtist til framleiðslu viðkomandi verkefna,“ segir í svari Birgis. Fulltrúar SI funduðu með Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, vegna málsins í mars síðastliðnum. Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins er unnið að málinu innan ráðuneytisins. Samkvæmt lögum hefði svar ráðuneytisins við fyrirspurn Óla Björns átt að berast fimmtán virkum dögum síðar, nema ráðherra sendi bréf á forseta Alþingis með útskýringum. Fyrirspurnin var lögð fram í september í fyrra og eru því liðnir níu mánuðir. „Níu mánuðir er auðvitað vont og ekki til eftirbreytni. Ég trúi ekki að þingið fari heim hér án þess að fyrirspurninni verði svarað,“ segir Óli Björn.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Sjá meira