Segir Björgvin hafa fengið ómannúðlega meðferð: „Þetta gengur ekki og það hljóta allir að sjá“ Anton Ingi Leifsson skrifar 6. júní 2019 09:45 Björgvin í leik með KR. vísir/bára Sindri Sverrisson, íþróttafréttamaður Morgunblaðsins, skrifar harðorða bakvörð í Morgunblaðið í dag þar sem hann gagnrýnir vinnubrögð aganefndar KSÍ. Mál Björgvins Stefánssonar, framherji KR, hefur verið mikið á milli tannanna á fólki en hann lét rasísk ummæli falla er hann lýsti leik Hauka og Þróttar á Youtube-rás Hauka. Síðan eru liðnar tvær vikur og ekki enn hefur verið dæmt í málinu. Sindri segir að það sé ekki boðlegt og segir meðferðina ómannúðlega sem Björgvin hefur fengið. „Ég get ekki annað sagt en að meðferðin sem Björgvin Stefánsson hefur fengið hjá knattspyrnuyfirvöldum hér á landi sé ómannúðleg. Rasísk ummæli hans voru skelfileg, það dylst engum, og við blasir að þau kalli á refsingu í formi leikbanns, en Björgvin á ekki skilið að þurfa að bíða svona lengi í nagandi óvissu um framhaldið,“ skrifar Sindri. Einnig segir hann að aganefnd KSÍ þurfi að breyta um verklagsreglur en eins og áður segir eru liðnar tvær vikur frá því að ummælin áttu sér stað. „Auðvitað þarf aganefnd einhvern tíma til að komast að niðurstöðu. Ég geri mér grein fyrir því að málið er um margt einstakt hér á landi og reglurnar kannski ekki nægilega skýrar. Ef Björgvin hefði orðiðuppvís að sínum rasískum ummælum í leik með KR virðist skýrt að hann ætti yfir höfði sér að minnsta kosti 5 leikja bann. En ummælin féllu í vefvarpslýsingu í sjálfboðavinnu fyrir Hauka. Skiptir það máli? Ber að refsa Haukum? Var Björgvin áhorfandi og ætti hann þar með að sæta tveggja ára leikvallabanni?“ „En hver svo sem ástæðan er fyrir seinaganginum þá er biðin orðin of löng fyrir Björgvin. Þetta gengur ekki og það hljóta allir að sjá. Málið hlýtur að kalla á breytt verklag aganefndar í framtíðinni. Leikur Hauka og Þróttar fór fram 23. maí. Sama kvöld baðst Björgvin innilega afsökunar á ummælumsínum, þó það nú væri, og hlutaðeigandi félög brugðust við. Síðan hafa liðið tvær vikur. Það er einfaldlega of langur tími,“ skrifar harðorður Sindri. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Úrskurða í máli Björgvins í dag Aganefnd KSÍ mun í dag tilkynna hvort Björgvin Stefánsson, framherji KR, fari í leikbann fyrir rasísk ummæli sem hann lét falla við að lýsa leik Hauka og Þróttar á dögunum. Björgvin var í gær dæmdur í eins leiks bann í Mjólkurbikarnum vegna tveggja gulra spjalda og missir hann því af leik KR og Njarðvíkur í bikarnum. 5. júní 2019 07:30 KSÍ hefur ekki óskað eftir gögnum frá Haukum í máli Björgvins Enn dregst á langinn að dæma í máli Björgvins Stefánssonar 5. júní 2019 12:42 Björgvin dæmdur í eins leiks bann KR-ingurinn Björgvin Stefánsson var í dag dæmdur í eins leiks bann af aganefnd Knattspyrnusambands Íslands. 4. júní 2019 17:06 Engin niðurstaða í máli Björgvins í dag Til stóð að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ myndi úrskurða í máli KR-ingsins Björgvins Stefánssonar í dag en af því verður ekki. 5. júní 2019 11:30 Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira
Sindri Sverrisson, íþróttafréttamaður Morgunblaðsins, skrifar harðorða bakvörð í Morgunblaðið í dag þar sem hann gagnrýnir vinnubrögð aganefndar KSÍ. Mál Björgvins Stefánssonar, framherji KR, hefur verið mikið á milli tannanna á fólki en hann lét rasísk ummæli falla er hann lýsti leik Hauka og Þróttar á Youtube-rás Hauka. Síðan eru liðnar tvær vikur og ekki enn hefur verið dæmt í málinu. Sindri segir að það sé ekki boðlegt og segir meðferðina ómannúðlega sem Björgvin hefur fengið. „Ég get ekki annað sagt en að meðferðin sem Björgvin Stefánsson hefur fengið hjá knattspyrnuyfirvöldum hér á landi sé ómannúðleg. Rasísk ummæli hans voru skelfileg, það dylst engum, og við blasir að þau kalli á refsingu í formi leikbanns, en Björgvin á ekki skilið að þurfa að bíða svona lengi í nagandi óvissu um framhaldið,“ skrifar Sindri. Einnig segir hann að aganefnd KSÍ þurfi að breyta um verklagsreglur en eins og áður segir eru liðnar tvær vikur frá því að ummælin áttu sér stað. „Auðvitað þarf aganefnd einhvern tíma til að komast að niðurstöðu. Ég geri mér grein fyrir því að málið er um margt einstakt hér á landi og reglurnar kannski ekki nægilega skýrar. Ef Björgvin hefði orðiðuppvís að sínum rasískum ummælum í leik með KR virðist skýrt að hann ætti yfir höfði sér að minnsta kosti 5 leikja bann. En ummælin féllu í vefvarpslýsingu í sjálfboðavinnu fyrir Hauka. Skiptir það máli? Ber að refsa Haukum? Var Björgvin áhorfandi og ætti hann þar með að sæta tveggja ára leikvallabanni?“ „En hver svo sem ástæðan er fyrir seinaganginum þá er biðin orðin of löng fyrir Björgvin. Þetta gengur ekki og það hljóta allir að sjá. Málið hlýtur að kalla á breytt verklag aganefndar í framtíðinni. Leikur Hauka og Þróttar fór fram 23. maí. Sama kvöld baðst Björgvin innilega afsökunar á ummælumsínum, þó það nú væri, og hlutaðeigandi félög brugðust við. Síðan hafa liðið tvær vikur. Það er einfaldlega of langur tími,“ skrifar harðorður Sindri.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Úrskurða í máli Björgvins í dag Aganefnd KSÍ mun í dag tilkynna hvort Björgvin Stefánsson, framherji KR, fari í leikbann fyrir rasísk ummæli sem hann lét falla við að lýsa leik Hauka og Þróttar á dögunum. Björgvin var í gær dæmdur í eins leiks bann í Mjólkurbikarnum vegna tveggja gulra spjalda og missir hann því af leik KR og Njarðvíkur í bikarnum. 5. júní 2019 07:30 KSÍ hefur ekki óskað eftir gögnum frá Haukum í máli Björgvins Enn dregst á langinn að dæma í máli Björgvins Stefánssonar 5. júní 2019 12:42 Björgvin dæmdur í eins leiks bann KR-ingurinn Björgvin Stefánsson var í dag dæmdur í eins leiks bann af aganefnd Knattspyrnusambands Íslands. 4. júní 2019 17:06 Engin niðurstaða í máli Björgvins í dag Til stóð að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ myndi úrskurða í máli KR-ingsins Björgvins Stefánssonar í dag en af því verður ekki. 5. júní 2019 11:30 Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira
Úrskurða í máli Björgvins í dag Aganefnd KSÍ mun í dag tilkynna hvort Björgvin Stefánsson, framherji KR, fari í leikbann fyrir rasísk ummæli sem hann lét falla við að lýsa leik Hauka og Þróttar á dögunum. Björgvin var í gær dæmdur í eins leiks bann í Mjólkurbikarnum vegna tveggja gulra spjalda og missir hann því af leik KR og Njarðvíkur í bikarnum. 5. júní 2019 07:30
KSÍ hefur ekki óskað eftir gögnum frá Haukum í máli Björgvins Enn dregst á langinn að dæma í máli Björgvins Stefánssonar 5. júní 2019 12:42
Björgvin dæmdur í eins leiks bann KR-ingurinn Björgvin Stefánsson var í dag dæmdur í eins leiks bann af aganefnd Knattspyrnusambands Íslands. 4. júní 2019 17:06
Engin niðurstaða í máli Björgvins í dag Til stóð að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ myndi úrskurða í máli KR-ingsins Björgvins Stefánssonar í dag en af því verður ekki. 5. júní 2019 11:30