Xi segir Pútín sinn albesta vin Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. júní 2019 07:45 Leiðtogunum tveimur kom afar vel saman á fundi í gær. Nordicphotos/AFP Samband Rússlands og Kína hefur aldrei verið jafngott. Þetta sögðu þeir Xi Jinping, forseti Kína, og Vladímír Pútín, forseti Rússlands, áður en þeir funduðu saman í rússnesku höfuðborginni Moskvu í gær. „Okkur hefur tekist að styrkja sambandið svo mjög að það hefur aldrei í sögunni verið traustara. Við munum halda áfram á þessari leið og erum tilbúnir til náins samstarfs,“ sagði Xi. Leiðtogarnir voru saman komnir til þess að fagna 70 ára afmæli stjórnmálasambands veldanna tveggja. Þeir undirrituðu viðskipta- og fjárfestingarsamninga í leiðinni en ekki lá fyrir er fréttin var skrifuð nákvæmlega um hvað þeir samningar snerust. Í dag mun Xi svo halda ræðu á SPIEF-efnahagsmálaráðstefnunni í Sankti Pétursborg. Xi sagði í viðtali við rússneska ríkismiðilinn TASS að Pútín væri hans besti og nánasti vinur. „Samskipti mín við Pútín forseta byggjast á miklu og gagnkvæmu trausti. Á þeim grunni byggjum við nána vináttu okkar. Við komum fram við hvor annan af virðingu, erum hreinskilnir og sýnum hvor öðrum skilning.“ Nánara samstarf Kína og Rússlands gæti reynst ríkjunum tveimur mikilvægt nú þegar þau standa frammi fyrir aukinni andstöðu Bandaríkjamanna. Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta á í erfiðu tollastríði við Kínverja sem Trump segir vegna viðskiptahalla og þá er samband Bandaríkjamanna og Rússa afar stirt. Einkum vegna meintra óeðlilegra afskipta Rússa af forsetakosningunum 2016 sem Robert Mueller, sérstakur saksóknari sem rannsakaði málið í Bandaríkjunum, kallaði „árás á stjórnkerfi Bandaríkjanna“. Bandaríski miðillinn CNN hafði eftir Willy Lam, prófessor og stjórnmálagreinanda við Kínverska háskólann í Hong Kong, að þessi leiðtogafundur væri til þess gerður að sýna Bandaríkjamönnum að „sterkt bandalag Peking og Moskvu“ gæti staðið gegn því sem kínversk stjórnvöld kalla bandaríska einangrunarhyggju. Sú greining rímar við orðræðu kínverska forsetans sem hefur undanfarin misseri orðið tíðrætt um mikilvægi alþjóðlegs samstarfs. Ríkin standa saman í andstöðu við Bandaríkin í málefnum Írans til dæmis. Kínverski forsetinn sagði í gær að ríkin væru sammála um kjarnorkumál Írans og lýsti sig mótfallinn einhliða viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna. Þá sagði hann einnig að Kína myndi beita sér fyrir sátt í Venesúela en bæði Kínverjar og Rússar styðja Nicolás Maduro forseta á meðan Bandaríkjamenn styðja stjórnarandstæðinginn Juan Guaidó, sem hið valdalitla þing álítur starfandi forseta. Kínverjar og Rússar hafa ekki einungis tekið höndum saman á sviði alþjóðastjórnmálanna heldur hafa viðskipti á milli ríkjanna einnig aukist mjög, að því er Xi sjálfur sagði frá. Forsetinn sagði virði viðskiptanna hafa aukist um 30 prósent á milli áranna 2017 og 2018. Þá hafi Kínverjar flutt inn rússneskar vörur fyrir um 42,7 prósentum meira fé á síðasta ári samanborið við 2017. Birtist í Fréttablaðinu Kína Rússland Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Samband Rússlands og Kína hefur aldrei verið jafngott. Þetta sögðu þeir Xi Jinping, forseti Kína, og Vladímír Pútín, forseti Rússlands, áður en þeir funduðu saman í rússnesku höfuðborginni Moskvu í gær. „Okkur hefur tekist að styrkja sambandið svo mjög að það hefur aldrei í sögunni verið traustara. Við munum halda áfram á þessari leið og erum tilbúnir til náins samstarfs,“ sagði Xi. Leiðtogarnir voru saman komnir til þess að fagna 70 ára afmæli stjórnmálasambands veldanna tveggja. Þeir undirrituðu viðskipta- og fjárfestingarsamninga í leiðinni en ekki lá fyrir er fréttin var skrifuð nákvæmlega um hvað þeir samningar snerust. Í dag mun Xi svo halda ræðu á SPIEF-efnahagsmálaráðstefnunni í Sankti Pétursborg. Xi sagði í viðtali við rússneska ríkismiðilinn TASS að Pútín væri hans besti og nánasti vinur. „Samskipti mín við Pútín forseta byggjast á miklu og gagnkvæmu trausti. Á þeim grunni byggjum við nána vináttu okkar. Við komum fram við hvor annan af virðingu, erum hreinskilnir og sýnum hvor öðrum skilning.“ Nánara samstarf Kína og Rússlands gæti reynst ríkjunum tveimur mikilvægt nú þegar þau standa frammi fyrir aukinni andstöðu Bandaríkjamanna. Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta á í erfiðu tollastríði við Kínverja sem Trump segir vegna viðskiptahalla og þá er samband Bandaríkjamanna og Rússa afar stirt. Einkum vegna meintra óeðlilegra afskipta Rússa af forsetakosningunum 2016 sem Robert Mueller, sérstakur saksóknari sem rannsakaði málið í Bandaríkjunum, kallaði „árás á stjórnkerfi Bandaríkjanna“. Bandaríski miðillinn CNN hafði eftir Willy Lam, prófessor og stjórnmálagreinanda við Kínverska háskólann í Hong Kong, að þessi leiðtogafundur væri til þess gerður að sýna Bandaríkjamönnum að „sterkt bandalag Peking og Moskvu“ gæti staðið gegn því sem kínversk stjórnvöld kalla bandaríska einangrunarhyggju. Sú greining rímar við orðræðu kínverska forsetans sem hefur undanfarin misseri orðið tíðrætt um mikilvægi alþjóðlegs samstarfs. Ríkin standa saman í andstöðu við Bandaríkin í málefnum Írans til dæmis. Kínverski forsetinn sagði í gær að ríkin væru sammála um kjarnorkumál Írans og lýsti sig mótfallinn einhliða viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna. Þá sagði hann einnig að Kína myndi beita sér fyrir sátt í Venesúela en bæði Kínverjar og Rússar styðja Nicolás Maduro forseta á meðan Bandaríkjamenn styðja stjórnarandstæðinginn Juan Guaidó, sem hið valdalitla þing álítur starfandi forseta. Kínverjar og Rússar hafa ekki einungis tekið höndum saman á sviði alþjóðastjórnmálanna heldur hafa viðskipti á milli ríkjanna einnig aukist mjög, að því er Xi sjálfur sagði frá. Forsetinn sagði virði viðskiptanna hafa aukist um 30 prósent á milli áranna 2017 og 2018. Þá hafi Kínverjar flutt inn rússneskar vörur fyrir um 42,7 prósentum meira fé á síðasta ári samanborið við 2017.
Birtist í Fréttablaðinu Kína Rússland Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira