Rétt mataræði fyrir alla Teitur Guðmundsson skrifar 6. júní 2019 07:00 Þeir sem hafa fylgst með nýjustu upplýsingum úr heimi læknis- og næringarfræði vita að við færumst nær og nær því að meðhöndla sjúkdóma og byrjunarstig þeirra með því að taka á mataræði skjólstæðinga okkar. Það er alveg ljóst að þar liggur ákveðinn grunnur að þeim lífsstílsvanda sem við höfum séð vaxa á vestrænum löndum síðastliðna áratugi. Mikil vakning hefur orðið varðandi það að matvæli séu hrein og afurðir sem náttúrulegastar í stað geymsluþolshyggju. Við erum mjög meðvituð um unnar matvörur, ýmis litarefni og önnur uppfylliefni í matvælum. Ekki síst höfum við vaxandi áhyggjur af erfðabreytingu, sýklalyfjanotkun og skordýraeitri við ræktun og vinnslu matvæla. Hafi maður í huga gamla orðatiltækið „þú ert það sem þú borðar“ þá er eflaust óþægileg tilfinning að vita til þess að við innbyrðum töluvert af aukaefnum dagsdaglega. Mörg þeirra hafa verið með okkur lengi og deilt er um það hvort þau valdi óþægindum eða viðbragði af einhverjum toga í líkama einstaklinga. Það er erfitt að gera rannsóknir sem tengjast mataræði þar sem venjur okkar eru svo ólíkar. Iðulega byggja gögn á spurningalistum og skoðun á því hvað fólk kaupir og svo framvegis. Erfitt er að gera nákvæmar mælingar líkt og mögulegt er í blóðrannsókn. Samspil þessara þátta er svo mjög mikilvægt í ljósi erfða, umhverfis- og álagsþátta eins og streitu og fleira mætti telja sem auðveldlega getur sett starfsemi líkamans úr skorðum. Læknar eru að sannfærast meir og meir um tengingar sjúkdóma og mataræðis í víðara samhengi en áður. Meiri gagnrýni hefur komið fram á leiðbeiningar um mataræði og skemmst er frá því að segja að ýmsir kúrar sem komast í tísku hafa líka talsvert mikið með sér. Það er þó mín skoðun að enginn einn „kúr“ virki, heldur hljóti þetta alltaf að vera byggt á jafnvægi. Til þess að geta skoðað þessa hluti betur hafa læknar farið að skoða samsetningu garnaflóru og svo virðist sem ónæmiskerfi okkar og virkni þess tengist henni meir en áður var talið. Við höfum til dæmis rannsóknir varðandi bólguþætti og sjúkdóma sem virðast beinlínis tengjast mataræði. Hinn alræmdi hvíti sykur, einföld og auðmeltanleg kolvetni og þess háttar virðast hafa veruleg áhrif á suma einstaklinga. Aðrir finna meira fyrir mjólkurvörum, ýmsum kryddum og náttúrulegum afurðum ekki síður en þeim aukaefnum sem ég minntist á að ofan. Þetta er því flókið samspil margra þátta en það sem við þurfum að geta gert í framtíðinni er að beita einstaklingsmiðaðri nálgun varðandi mataræði og þróun sjúkdóma. Í dag er verið að prófa sig áfram við meðhöndlun þeirra og safnast nú saman gögn varðandi það með hverjum deginum sem líður. En um leið og við fáum alvöru rannsóknir á tengslum mataræðis og sjúkdóma, með það að markmiði að auka vellíðan og bæta heilsufar, þá erum við á réttri leið. Vegferðin er hafin og á næstu árum munu verða miklar breytingar á nálgun í læknisfræði í þessa veru. Við erum þegar komin vel á veg í einstaklingsbundinni krabbameinsmeðferð. Við höfum getað dregið úr aukaverkunum af meðferð með því að finna réttu lyfin til að ná hámarksvirkni gegn krabbanum. Við erum að sjá þetta líka í meðhöndlun sýkinga og við munum sjá þetta í forvörnum og meðhöndlun lífsstílsjúkdóma á sama hátt. Þannig er ljóst að matur er mannsins megin, en það sama hentar ekki öllum og skyldi enginn láta glepjast af sölumennsku og að það sé til einhver ein töfralausn. Þetta er samspil margra þátta og mikilvægt að hafa rétta nálgun á vandann, einstaklingsmiðaðan og studdan rannsóknum, en ekki bara reynsluvísindum þó það sé oft einmitt upphafið að endanlegri niðurstöðu. Framtíðin er að venju að koma, ég hlakka til og það ættir þú líka að gera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Teitur Guðmundsson Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þeir sem hafa fylgst með nýjustu upplýsingum úr heimi læknis- og næringarfræði vita að við færumst nær og nær því að meðhöndla sjúkdóma og byrjunarstig þeirra með því að taka á mataræði skjólstæðinga okkar. Það er alveg ljóst að þar liggur ákveðinn grunnur að þeim lífsstílsvanda sem við höfum séð vaxa á vestrænum löndum síðastliðna áratugi. Mikil vakning hefur orðið varðandi það að matvæli séu hrein og afurðir sem náttúrulegastar í stað geymsluþolshyggju. Við erum mjög meðvituð um unnar matvörur, ýmis litarefni og önnur uppfylliefni í matvælum. Ekki síst höfum við vaxandi áhyggjur af erfðabreytingu, sýklalyfjanotkun og skordýraeitri við ræktun og vinnslu matvæla. Hafi maður í huga gamla orðatiltækið „þú ert það sem þú borðar“ þá er eflaust óþægileg tilfinning að vita til þess að við innbyrðum töluvert af aukaefnum dagsdaglega. Mörg þeirra hafa verið með okkur lengi og deilt er um það hvort þau valdi óþægindum eða viðbragði af einhverjum toga í líkama einstaklinga. Það er erfitt að gera rannsóknir sem tengjast mataræði þar sem venjur okkar eru svo ólíkar. Iðulega byggja gögn á spurningalistum og skoðun á því hvað fólk kaupir og svo framvegis. Erfitt er að gera nákvæmar mælingar líkt og mögulegt er í blóðrannsókn. Samspil þessara þátta er svo mjög mikilvægt í ljósi erfða, umhverfis- og álagsþátta eins og streitu og fleira mætti telja sem auðveldlega getur sett starfsemi líkamans úr skorðum. Læknar eru að sannfærast meir og meir um tengingar sjúkdóma og mataræðis í víðara samhengi en áður. Meiri gagnrýni hefur komið fram á leiðbeiningar um mataræði og skemmst er frá því að segja að ýmsir kúrar sem komast í tísku hafa líka talsvert mikið með sér. Það er þó mín skoðun að enginn einn „kúr“ virki, heldur hljóti þetta alltaf að vera byggt á jafnvægi. Til þess að geta skoðað þessa hluti betur hafa læknar farið að skoða samsetningu garnaflóru og svo virðist sem ónæmiskerfi okkar og virkni þess tengist henni meir en áður var talið. Við höfum til dæmis rannsóknir varðandi bólguþætti og sjúkdóma sem virðast beinlínis tengjast mataræði. Hinn alræmdi hvíti sykur, einföld og auðmeltanleg kolvetni og þess háttar virðast hafa veruleg áhrif á suma einstaklinga. Aðrir finna meira fyrir mjólkurvörum, ýmsum kryddum og náttúrulegum afurðum ekki síður en þeim aukaefnum sem ég minntist á að ofan. Þetta er því flókið samspil margra þátta en það sem við þurfum að geta gert í framtíðinni er að beita einstaklingsmiðaðri nálgun varðandi mataræði og þróun sjúkdóma. Í dag er verið að prófa sig áfram við meðhöndlun þeirra og safnast nú saman gögn varðandi það með hverjum deginum sem líður. En um leið og við fáum alvöru rannsóknir á tengslum mataræðis og sjúkdóma, með það að markmiði að auka vellíðan og bæta heilsufar, þá erum við á réttri leið. Vegferðin er hafin og á næstu árum munu verða miklar breytingar á nálgun í læknisfræði í þessa veru. Við erum þegar komin vel á veg í einstaklingsbundinni krabbameinsmeðferð. Við höfum getað dregið úr aukaverkunum af meðferð með því að finna réttu lyfin til að ná hámarksvirkni gegn krabbanum. Við erum að sjá þetta líka í meðhöndlun sýkinga og við munum sjá þetta í forvörnum og meðhöndlun lífsstílsjúkdóma á sama hátt. Þannig er ljóst að matur er mannsins megin, en það sama hentar ekki öllum og skyldi enginn láta glepjast af sölumennsku og að það sé til einhver ein töfralausn. Þetta er samspil margra þátta og mikilvægt að hafa rétta nálgun á vandann, einstaklingsmiðaðan og studdan rannsóknum, en ekki bara reynsluvísindum þó það sé oft einmitt upphafið að endanlegri niðurstöðu. Framtíðin er að venju að koma, ég hlakka til og það ættir þú líka að gera.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun