Helgi örvæntir ekki þrátt fyrir hægagang í aðildarmálum ESA Sigurður Mikael Jónsson skrifar 6. júní 2019 08:00 Þýskur geimgengill ESA tekur sjálfsmynd við Alþjóðlegu geimstöðina. Kannski verður þetta einhvern tímann Íslendingur. Nordicphotos/Getty „Ég er alls ekki farinn að örvænta. Hlutir eru að gerast þótt þeir séu kannski að gerast mjög hægt en það er bara mjög eðlilegt,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, um stöðu skoðunar Íslands á umsókn að Geimvísindastofnun Evrópu (ESA). Tillaga um að fela utanríkisráðherra að sækja um aðild að stofnuninni að undangenginni nánari skoðun á skuldbindingum samfara aðild var samþykkt einróma á þingi í október 2016. Málið vakti nokkra athygli á sínum tíma en síðan hefur lítið til þess spurst. Helgi Hrafn var aðalflutningsmaður þingsályktunartillögunnar um að Ísland sækti um aðild en að henni stóðu fulltrúar allra flokka á þeim tíma. Þar á meðal Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og núverandi forsætisráðherra. Fréttablaðið spurðist fyrir um stöðu málsins hjá utanríkisráðuneytinu þar sem það hefur marinerast síðastliðin tvö og hálft ár. Samkvæmt upplýsingum þaðan var í kjölfar samþykktarinnar myndaður óformlegur hópur hagsmunaaðila og sérfræðinga sem hafi fundað um málið. „Í febrúar síðastliðnum komu fulltrúar stofnunarinnar hingað til lands til fundar með áðurnefndum hópi. Nú stendur yfir vinna hjá stjórnvöldum við að greina niðurstöður fundarins,“ segir í svari Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins. Ekki er tíundað frekar hvað felist í þessari greiningarvinnu á fundinum.Helgi Hrafn Gunnarsson. Fréttablaðið/ErnirHelgi Hrafn sat þennan fund í febrúar og segir hann hafa verið vel sóttan og gagnlegan. Fulltrúum ESA, European Space Agency, hafi litist vel á það sem Ísland hefur upp á að bjóða. „Niðurstaðan var sú að Geimvísindastofnunin ætlaði að koma áleiðis til utanríkisráðuneytisins leiðsögn um næstu skref, með auðvitað fyrirvara um að ekkert hefur verið ákveðið. Og það sem eðlilegast væri er „cooperative agreement“, sem felur í sér ýmislegt samstarf án fullrar aðildar. Slóvenía er á því stigi núna. Svo þarf að sjá hvað kemur út úr því til að finna hvernig nýta megi svona samstarf best. Það er eðlilegt að þetta taki mörg ár. Það getur léttilega tekið tíu ár að gerast fullgildur meðlimur,“ segir Helgi Hrafn og bætir við að annað verkefni sé að fá stofnanir og fólk til að átta sig á gagnsemi aðildar. „Það er hætt við því að það sé upplifað þannig að þetta sé bara einhver hít sem við köstum peningum í. Heili punkturinn með þessu samstarfi er að styrkja iðnað og vísindafög hjá þeim ríkjum sem taka þátt. Það eru þjóðir sem telja sig fá margfalt til baka það sem þau setja í þetta,“ segir Helgi en kostnaðurinn var einn þeirra þátta sem fyrirvari var gerður við og átti að skoða betur. Árlegur kostnaður við aðild að ESA hefur verið áætlaður allt frá 60 milljónum upp undir 200 milljónir, allt eftir hversu virk við yrðum. Helgi segir Ísland eiga frábæra vísindamenn og blómlegan iðnað á mörgum sviðum sem varði geimvísindi og komi þessu samstarfi mjög mikið við. Íslenska fyrirtækið Svarmi hafi til að mynda hlotið ESA-verðlaunin í fyrra. „Ég þori ekki að fara með það hvernig utanríkisráðuneytið er að forgangsraða þessu en mín tilfinning er sú að það séu hlutir að gerast. Þeir gerast mjög hægt en það er eðlilegt. Vandinn er að búa til pólitískan skilning á því hversu gagnlegt þetta er fyrir okkur. Því verkefni lýkur líklega aldrei fyrr en við erum orðnir meðlimir.“ Birtist í Fréttablaðinu Geimurinn Utanríkismál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
„Ég er alls ekki farinn að örvænta. Hlutir eru að gerast þótt þeir séu kannski að gerast mjög hægt en það er bara mjög eðlilegt,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, um stöðu skoðunar Íslands á umsókn að Geimvísindastofnun Evrópu (ESA). Tillaga um að fela utanríkisráðherra að sækja um aðild að stofnuninni að undangenginni nánari skoðun á skuldbindingum samfara aðild var samþykkt einróma á þingi í október 2016. Málið vakti nokkra athygli á sínum tíma en síðan hefur lítið til þess spurst. Helgi Hrafn var aðalflutningsmaður þingsályktunartillögunnar um að Ísland sækti um aðild en að henni stóðu fulltrúar allra flokka á þeim tíma. Þar á meðal Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og núverandi forsætisráðherra. Fréttablaðið spurðist fyrir um stöðu málsins hjá utanríkisráðuneytinu þar sem það hefur marinerast síðastliðin tvö og hálft ár. Samkvæmt upplýsingum þaðan var í kjölfar samþykktarinnar myndaður óformlegur hópur hagsmunaaðila og sérfræðinga sem hafi fundað um málið. „Í febrúar síðastliðnum komu fulltrúar stofnunarinnar hingað til lands til fundar með áðurnefndum hópi. Nú stendur yfir vinna hjá stjórnvöldum við að greina niðurstöður fundarins,“ segir í svari Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins. Ekki er tíundað frekar hvað felist í þessari greiningarvinnu á fundinum.Helgi Hrafn Gunnarsson. Fréttablaðið/ErnirHelgi Hrafn sat þennan fund í febrúar og segir hann hafa verið vel sóttan og gagnlegan. Fulltrúum ESA, European Space Agency, hafi litist vel á það sem Ísland hefur upp á að bjóða. „Niðurstaðan var sú að Geimvísindastofnunin ætlaði að koma áleiðis til utanríkisráðuneytisins leiðsögn um næstu skref, með auðvitað fyrirvara um að ekkert hefur verið ákveðið. Og það sem eðlilegast væri er „cooperative agreement“, sem felur í sér ýmislegt samstarf án fullrar aðildar. Slóvenía er á því stigi núna. Svo þarf að sjá hvað kemur út úr því til að finna hvernig nýta megi svona samstarf best. Það er eðlilegt að þetta taki mörg ár. Það getur léttilega tekið tíu ár að gerast fullgildur meðlimur,“ segir Helgi Hrafn og bætir við að annað verkefni sé að fá stofnanir og fólk til að átta sig á gagnsemi aðildar. „Það er hætt við því að það sé upplifað þannig að þetta sé bara einhver hít sem við köstum peningum í. Heili punkturinn með þessu samstarfi er að styrkja iðnað og vísindafög hjá þeim ríkjum sem taka þátt. Það eru þjóðir sem telja sig fá margfalt til baka það sem þau setja í þetta,“ segir Helgi en kostnaðurinn var einn þeirra þátta sem fyrirvari var gerður við og átti að skoða betur. Árlegur kostnaður við aðild að ESA hefur verið áætlaður allt frá 60 milljónum upp undir 200 milljónir, allt eftir hversu virk við yrðum. Helgi segir Ísland eiga frábæra vísindamenn og blómlegan iðnað á mörgum sviðum sem varði geimvísindi og komi þessu samstarfi mjög mikið við. Íslenska fyrirtækið Svarmi hafi til að mynda hlotið ESA-verðlaunin í fyrra. „Ég þori ekki að fara með það hvernig utanríkisráðuneytið er að forgangsraða þessu en mín tilfinning er sú að það séu hlutir að gerast. Þeir gerast mjög hægt en það er eðlilegt. Vandinn er að búa til pólitískan skilning á því hversu gagnlegt þetta er fyrir okkur. Því verkefni lýkur líklega aldrei fyrr en við erum orðnir meðlimir.“
Birtist í Fréttablaðinu Geimurinn Utanríkismál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira