Glíman við hindranirnar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. júní 2019 07:30 Framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar hefur í ýmis horn að líta. Fréttablaðið/Stefán „Það má segja að við höldum upp á sextugsafmælið allt árið en fögnuðum því á sjálfan afmælisdaginn, 5. júní, með starfsfólki og íbúum hér í húsinu að Hátúni 12,“ segir Þorsteinn Frímann Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar. Hann segir 43 einstaklinga, mismikið hreyfihamlaða, búa í húsinu og nýta sér þjónustu Sjálfsbjargarheimilisins. „Síðan erum við með þjónustumiðstöð, sem er dagdeild, þangað koma um 60 manns á dag í alls konar þjálfun og endurhæfingu. Einnig leigjum við út nokkrar íbúðir, rekum hjálpartækjaleigu og höfum rekið þekkingarmiðstöð sem heldur úti vefsíðu og safnar saman alls konar upplýsingum um réttindamál. Þetta er dálítið batterí.“ Fyrstu fimm Sjálfsbjargarfélögin voru stofnuð árið 1958, það voru þau sem stofnuðu landssamtökin árið 1959. Upphafið má rekja til Siglufjarðar, þar var fyrsta félagið stofnað, að sögn Þorsteins. „Undirtitill samtakanna var landssamtök fatlaðra lengi vel, þá var málskilningurinn í landinu á þann veg að það væru einungis hreyfihamlaðir sem væru fatlaðir, aðrir sem nú falla undir fatlaða voru skilgreindir með öðrum hætti. En Sjálfsbjörg hefur alltaf unnið að málefnum hreyfihamlaðra og því breyttum við undirtitlinum í samræmi við það, landssamband hreyfihamlaðra. Okkar regnhlífarsamtök eru svo Öryrkjabandalagið og þar erum við meðal stofnfélaga.“ Þorsteinn segir helsta málefnastarf Sjálfsbjargar vera að útrýma aðgangshindrunum og þar hafi margt breyst til bóta á 60 árum. Þó sé alltaf verið að hnjóta um eitthvað. „Við fengum þær fréttir nýlega að í Háskóla Íslands væru svo há borð í náttúrufræðitilraunastofu að fólk í hjólastól næmi með enni við borðbrúnina. Svo var verið að byggja sjóböð á Húsavík en þar komast hreyfihamlaðir ekki að. Það er verið að tala um að breyta Laugaveginum í göngugötu en fólk sem á erfitt með gang leggur ekki í bílastæðahúsi við Hverfisgötuna og labbar svo Laugaveginn. Við mótmæltum þeim breytingum harðlega. Þegar hindranirnar verða allar farnar getum við lagt samtökin niður, en það er ekki alveg hinum megin við hornið.“ Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
„Það má segja að við höldum upp á sextugsafmælið allt árið en fögnuðum því á sjálfan afmælisdaginn, 5. júní, með starfsfólki og íbúum hér í húsinu að Hátúni 12,“ segir Þorsteinn Frímann Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar. Hann segir 43 einstaklinga, mismikið hreyfihamlaða, búa í húsinu og nýta sér þjónustu Sjálfsbjargarheimilisins. „Síðan erum við með þjónustumiðstöð, sem er dagdeild, þangað koma um 60 manns á dag í alls konar þjálfun og endurhæfingu. Einnig leigjum við út nokkrar íbúðir, rekum hjálpartækjaleigu og höfum rekið þekkingarmiðstöð sem heldur úti vefsíðu og safnar saman alls konar upplýsingum um réttindamál. Þetta er dálítið batterí.“ Fyrstu fimm Sjálfsbjargarfélögin voru stofnuð árið 1958, það voru þau sem stofnuðu landssamtökin árið 1959. Upphafið má rekja til Siglufjarðar, þar var fyrsta félagið stofnað, að sögn Þorsteins. „Undirtitill samtakanna var landssamtök fatlaðra lengi vel, þá var málskilningurinn í landinu á þann veg að það væru einungis hreyfihamlaðir sem væru fatlaðir, aðrir sem nú falla undir fatlaða voru skilgreindir með öðrum hætti. En Sjálfsbjörg hefur alltaf unnið að málefnum hreyfihamlaðra og því breyttum við undirtitlinum í samræmi við það, landssamband hreyfihamlaðra. Okkar regnhlífarsamtök eru svo Öryrkjabandalagið og þar erum við meðal stofnfélaga.“ Þorsteinn segir helsta málefnastarf Sjálfsbjargar vera að útrýma aðgangshindrunum og þar hafi margt breyst til bóta á 60 árum. Þó sé alltaf verið að hnjóta um eitthvað. „Við fengum þær fréttir nýlega að í Háskóla Íslands væru svo há borð í náttúrufræðitilraunastofu að fólk í hjólastól næmi með enni við borðbrúnina. Svo var verið að byggja sjóböð á Húsavík en þar komast hreyfihamlaðir ekki að. Það er verið að tala um að breyta Laugaveginum í göngugötu en fólk sem á erfitt með gang leggur ekki í bílastæðahúsi við Hverfisgötuna og labbar svo Laugaveginn. Við mótmæltum þeim breytingum harðlega. Þegar hindranirnar verða allar farnar getum við lagt samtökin niður, en það er ekki alveg hinum megin við hornið.“
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent