Cristiano Ronaldo kom Portúgal yfir með glæsimarki beint úr aukaspyrnu í fyrri hálfleik.
Snemma í seinni hálfleik dró til tíðinda þegar dómari leiksins dæmdi vítaspyrnu á Sviss. Með hjálp myndbandsdómgæslu snéri hann hins vegar dómnum við og dæmdi vítaspyrnu á Portúgal. Ricardo Rodriguez jafnaði metin úr spyrnunni.
Undir lok leiksins þegar stefndi í framlengingu skoraði Ronaldo hins vegar tvö mörk, fullkomnaði þrennuna og skaut Portúgal í úrslitin.
Mörkin og atburðarásina í kringum myndbandsdómgæsluna má sjá hér að neðan.