Forseti Real Madrid lofar að sjá um son Reyes þar til hann verður átján ára Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júní 2019 11:00 Jose Antonio Reyes á tíma sínum sem leikmaður Real Madrid liðsins. Nú reynir sonur hans fyrir sér hjá félaginu og fær stuðning frá forseta félagsins. Getty/Denis Doyle Sviplegt fráfall spænska knattspyrnumannsins Jose Antonio Reyes hafði mikil áhrif á alla í knattspyrnuheiminum og sérstaklega í herbúðum þeirra félaga þar sem hann spilaði. Eitt af þeim er Real Madrid og þangað stefndi einmitt sonur Jose Antonio Reyes. Jose Antonio Reyes lést í skelfilegu bílslysi á hraðbraut rétt hjá Sevilla. Hann missti stjórn á bílnum á miklu hraða eftir að það sprakk dekk og bílinn endaði alelda utan vegar. Jose Antonio Reyes Lopez er ellefu ára sonur Reyes og hann var búinn að ákveða það að skipta yfir í unglingalið Real Madrid í sumar. Strákurinn lék í vetur með Leganes en hann og faðir hans voru búnir að ákveða það að hann færi til Real Madrid.Cristóbal Soria desvela la promesa que hizo Florentino con el hijo mayor de Reyes https://t.co/3DfmP54V8Y — MARCA (@marca) June 4, 2019Spænska blaðið Marca segir frá því að Florentino Perez, forseti Real Madrid, hafi nú boðist til að sjá um Jose Antonio Reyes Lopez næstu sjö árin eða þar til að hann verður átján ára gamall og sjálfráða. Það var Cristobal Soria sem sagði fyrst frá þessu í El Chiringuito sjónvarpsþættinum. „Perez var magnaður, ótrúlegur,“ sagði Cristobal Soria með tárin í augunum. „Það ótrúlegt að hann væri tilbúinn að hugsa um strákinn í allan þennan tíma,“ sagði Cristobal Soria. „Perez sagði við mig að hann ætlaði að passa upp á strákinn fram yfir átján ára afmælið hans og að hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur af neinu,“ sagði Cristobal Soria. Jose Antonio Reyes sjálfur lék með Real Madrid tímabilið 2006 til 2007 en hann kom þangað á láni frá Arsenal. Reyes skoraði 6 mörk í 30 leikjum í deildinni og hjálpaði Real að vinna spænsku deildina. Það var aftur á móti ekki Real Madrid sem keypti hann frá Arsenal sumarið eftir heldur Atlético Madrid.Heartwarming gesture from Florentino Perez. One Spanish sportscaster reports that the @realmadrid president has offered to take care of Jose Antonio Reyes's son after the former player lost his life in a car accident. #Reyes#Perez#RealMadridhttps://t.co/9kGgUsIT4g — FOX Sports Asia (@FOXSportsAsia) June 4, 2019 Spánn Spænski boltinn Tengdar fréttir Fyrrum Englandsmeistari með Arsenal lést í bílslysi Jose Antonio Reyes, fyrrum leikmaður Arsenal, er látinn 35 ára að aldri. Hann lést í bílslysi á Spáni. 1. júní 2019 11:29 Bíll Jose Antonio Reyes var á 237 kílómetra hraða Jose Antonio Reyes lést í umferðarslysi um helgina en nú er vitað meira um slysið sem varð á hraðbraut nálægt Sevilla. 3. júní 2019 14:15 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Sjá meira
Sviplegt fráfall spænska knattspyrnumannsins Jose Antonio Reyes hafði mikil áhrif á alla í knattspyrnuheiminum og sérstaklega í herbúðum þeirra félaga þar sem hann spilaði. Eitt af þeim er Real Madrid og þangað stefndi einmitt sonur Jose Antonio Reyes. Jose Antonio Reyes lést í skelfilegu bílslysi á hraðbraut rétt hjá Sevilla. Hann missti stjórn á bílnum á miklu hraða eftir að það sprakk dekk og bílinn endaði alelda utan vegar. Jose Antonio Reyes Lopez er ellefu ára sonur Reyes og hann var búinn að ákveða það að skipta yfir í unglingalið Real Madrid í sumar. Strákurinn lék í vetur með Leganes en hann og faðir hans voru búnir að ákveða það að hann færi til Real Madrid.Cristóbal Soria desvela la promesa que hizo Florentino con el hijo mayor de Reyes https://t.co/3DfmP54V8Y — MARCA (@marca) June 4, 2019Spænska blaðið Marca segir frá því að Florentino Perez, forseti Real Madrid, hafi nú boðist til að sjá um Jose Antonio Reyes Lopez næstu sjö árin eða þar til að hann verður átján ára gamall og sjálfráða. Það var Cristobal Soria sem sagði fyrst frá þessu í El Chiringuito sjónvarpsþættinum. „Perez var magnaður, ótrúlegur,“ sagði Cristobal Soria með tárin í augunum. „Það ótrúlegt að hann væri tilbúinn að hugsa um strákinn í allan þennan tíma,“ sagði Cristobal Soria. „Perez sagði við mig að hann ætlaði að passa upp á strákinn fram yfir átján ára afmælið hans og að hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur af neinu,“ sagði Cristobal Soria. Jose Antonio Reyes sjálfur lék með Real Madrid tímabilið 2006 til 2007 en hann kom þangað á láni frá Arsenal. Reyes skoraði 6 mörk í 30 leikjum í deildinni og hjálpaði Real að vinna spænsku deildina. Það var aftur á móti ekki Real Madrid sem keypti hann frá Arsenal sumarið eftir heldur Atlético Madrid.Heartwarming gesture from Florentino Perez. One Spanish sportscaster reports that the @realmadrid president has offered to take care of Jose Antonio Reyes's son after the former player lost his life in a car accident. #Reyes#Perez#RealMadridhttps://t.co/9kGgUsIT4g — FOX Sports Asia (@FOXSportsAsia) June 4, 2019
Spánn Spænski boltinn Tengdar fréttir Fyrrum Englandsmeistari með Arsenal lést í bílslysi Jose Antonio Reyes, fyrrum leikmaður Arsenal, er látinn 35 ára að aldri. Hann lést í bílslysi á Spáni. 1. júní 2019 11:29 Bíll Jose Antonio Reyes var á 237 kílómetra hraða Jose Antonio Reyes lést í umferðarslysi um helgina en nú er vitað meira um slysið sem varð á hraðbraut nálægt Sevilla. 3. júní 2019 14:15 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Sjá meira
Fyrrum Englandsmeistari með Arsenal lést í bílslysi Jose Antonio Reyes, fyrrum leikmaður Arsenal, er látinn 35 ára að aldri. Hann lést í bílslysi á Spáni. 1. júní 2019 11:29
Bíll Jose Antonio Reyes var á 237 kílómetra hraða Jose Antonio Reyes lést í umferðarslysi um helgina en nú er vitað meira um slysið sem varð á hraðbraut nálægt Sevilla. 3. júní 2019 14:15